Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 41

Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 ✝ Sigurpáll Ósk-arsson frá Klömbur, Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu fæddist 19. febrúar 1931. Hann lést að Árskógum 6 í Reykjavík 9. febr- úar 2017. Foreldrar Sigur- páls voru Óskar Jónsson bóndi, Klömbur, f. 21.11. 1883, og Hildur Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 21.6. 1892. Systkini Sigurpáls voru Hulda, f. 1915, Dagur, f. 1917, Dagbjört, f. 1919, Baldvin, f. 1921, Málfríður, f. 1923, Jón, f. 1924, Hreinn, f. 1927, Haukur, f. 1928. Öll eru þau látin. Sigurpáll kvæntist 31.10. 1959 Guðrúnu Vilhjálmsdóttur húsmóður, f. 5.3. 1932, d. 9.2. 1981. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Hjartarson, f. 17.10. 1900, d. 20.11. 1982, og Auður Sigurgeirsdóttir, f. 22.3. 1900, d. 13.3. 1994. Synir Sigurpáls og Guðrúnar eru: 1) Vilhjálmur Jón, f. 14.6. 1960, maki Guðrún Sigríður börn: a) Vilhjálmur Símon, f. 1986. Hans barn Hafsteinn Lilj- ar, f. 2012. b) Guðmundur Al- freð, f. 1990, maki Rannveig Smáradóttir, f. 1992. Núverandi maki Sólveig Sigurgeirsdóttir, f. 8.3. 1975. Þeirra börn: Hjör- dís Margrét, f. 1998. Kristján Dagur, f. 2001 og Stefán Máni, f. 2005. Sigurpáll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1955 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1961. Vígðist til Bíldudalsprestakalls 1961 og var prestur þar til 1966. Þá fluttist hann ásamt fjölskyldu til Hofsóss í Skagafirði og var þar sóknarprestur þar til hann lét af störfum sem prestur árið 1998 og fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til dauðadags. Sigurpáll þjónaði á tímabili fjórum sóknum auk Hofsóss, gegndi trúnaðarstörfum innan kirkjunnar, kenndi við grunn- skólann, var á tímabili formað- ur og virkur félagi í Lionsfélag- inu á staðnum, stundaði brids- spilamennsku, var formaður barnaverndarnefndar Hofsóss og átti mikinn þátt í endurreisn leikfélagsins á staðnum. Minningarathöfn um Sigur- pál fór fram frá Fossvogskirkju í gær, 17. febrúar 2017. Útförin verður gerð frá Hofsóskirkju í dag, 18. febrúar 2017, klukkan 14. Þorsteinsdóttir, f. 25.5. 1962. Þeirra börn: a) Þorsteinn Páll, f. 1980, maki Ramona M. Lind- ros, f. 1981. Þeirra börn: Embla Sa- hara, f. 2013, og Eldey Saga, f. 2015. b) Sigurpáll Óskar, f. 1984, maki Helga A. Ein- arsdóttir, f. 1993. Hans barn: Aníta Rós, f. 2006, og þeirra barn Vilhjálmur Jón, f. 2016. c) Einar Trausti, f. 1990, maki Laufey Steinsdóttir, f. 1992. 2) Baldvin, f. 23.9. 1963, fyrrverandi maki Ásdís Lúðvíksdóttir, f. 29.11. 1963. Þeirra börn: a) Guðrún Greta, f. 1986, maki Óskar Bjarnason, f. 1985. Þeirra börn: Emilía Ír- is, f. 2006 og Sara Sóldís, f. 2016. b) Helgi Fannar, f. 1991. c) Lena Rós, f. 1993, maki Atli M. Arnarson, f. 1993. Núver- andi maki Guðbjörg Rósa Ragnarsdóttir, f. 7.4. 1966. 3) Hjörtur, f. 20.10. 1966, fyrrver- andi maki Friðfinna Lilja Sím- onardóttir, f. 27.3 1967. Þeirra Elsku pabbi, þá ertu búinn að fá hvíldina sem þú varst farinn að þrá svo mikið þar sem líkami þinn var að verða óstarfhæfur. Nú ert þú kominn á mikið betri stað hjá skapara þínum og vini, sjálfu almættinu. Ekki á ég von á öðru en vel fari á með ykkur. Þarna er líka mamma og það held ég að það hafi verið fagn- aðarfundir eftir 36 ára aðskilnað upp á dag þegar hún kom og sótti þig. Það eru ansi margar minningar sem leita á mann á þessum tímamótum. Það voru forréttindi að fá að alast upp á svo góðu heimili eins og hjá ykkur mömmu og á stað eins og Hofsósi. Það hefur nú tekið á að vera með þrjá ærsla- fulla drengi. Ekki vorum við neinir englar nema síður væri. Uppátækjasamir vorum við með endemum, en þegar farið var yfir strikið vorum við flengdir með styrkri hendi svo við gerð- um ekki sömu vitleysuna aftur. Ekki veit ég til þess að okkur hafi orðið meint af slíkri ráð- vendni á nokkurn hátt. Heim- sóknir með þér í Klömbur, Aðaldal, æskuheimili þitt, eru ljóslifandi. Mikið ósköp þótti þér vænt um þennan stað enda Þingey- ingur í húð og hár. Þau voru ófá skiptin sem þú sast yfir manni og hjálpaðir yfir erfiðustu skafl- ana í lærdómnum, enda kunnir þú þetta allt. Ekki var nú mikið mál að fá þig til að skutla mér upp á Krók til að læra á bíl og taka bílpróf. Þú æfðir mig með því að láta mig keyra þessa rúmu 70 km fram og til baka í hvert skipti enda þurfti ég ekki marga ökutíma. Það er allt í lagi að segja frá þessu núna. Ég held að lögreglan fari ekki að sekta þig úr þessu. Alltaf var jafn notalegt að koma til þín um jólin. Jólatréð, sem varla stóð út úr hnefa, á sínum stað. Jólamessan og kjúklingarnir tveir á jólaborð- inu, það var ekkert verið að flækja hlutina enda annatími hjá þér. Það var mjög sérstakt að sækja þig norður í septem- ber 1998 og flytja þig með innbúi og öllu tilheyrandi suður á mölina. Kominn suður, hættur prestskap og sestur í helgan stein, sóttir þú messur af mikl- um krafti. Aldrei fór ég með þér á skauta hérna fyrir sunnan eins og fyrir norðan þar sem þú sveifst um svellið en barnabörn- in sögðu að þú hefðir verið ansi flinkur á þeim þegar þú tókst þau með þér á skautasvellið í Egilshöll. Þú áttir heil 15 góð ár hérna fyrir sunnan með okkur og er- um við afar þakklát fyrir þau. Margar gæðastundir áttum við saman í sumarbústaðnum okkar í Reykholtsdal. Þú að rækta kartöflur og að binda upp tré á lóðinni en þegar hríslurnar urðu að trjám fannst mér þú fullöflugur stundum á söginni. Þú fluttir úr Starenginu í Árskógana fyrir um einu og hálfu ári þegar þú máttir ekki keyra lengur. Þaðan gastu gengið yfir í Breiðholtskirkju og fengið þinn vikulega fund með almættinu. En þetta ár var ansi bratt niður á við þegar líkaminn fór að gefa sig. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt, alla liðveisluna í gegnum árin og alla hjálpina, þín verður sárt saknað en þín fallega minn- ing mun lifa með okkur, takk takk þinn sonur, Baldvin. Mig langar að minnast Sig- urpáls mágs míns og vinar nú þegar leiðir skilja eftir 60 ára vináttu. Hann lést 9. febrúar, sama dag og eiginkona hans 36 árum áður. Sigurpáll hafði alla tíð miklar taugar til bernskuslóðanna og hvergi fannst honum fegurra og lét það óspart í ljós bæði í gríni og alvöru, sérstaklega þegar ég var að dásama Siglufjörð. Palli var kvæntur systur minni, Guð- rúnu, sem lést langt um aldur fram. Þau eignuðust þrjá hrausta og dugmikla drengi, Vilhjálm Jón, Baldvin og Hjört. Palli þjónaði á Bíldudal og Hofsósi. Þegar hann hætti prestskap flutti hann til Reykjavíkur til að vera nálægt fjölskyldu sinni. Ég man að foreldrar mínir voru mjög ánægð að fá Rúnu, Palla og syni í nágrennið, en við hinar þrjár systurnar bjuggum allar í útlöndum á þessum tíma. Þegar ég og maðurinn minn fluttum heim var mikill sam- gangur á milli okkar fjölskyldn- anna, einkum á sumrin. Við eyddum flestum sumrum á Siglufirði hjá foreldrum mínum og alltaf var gist hjá Rúnu og Palla. Palli hafði mjög gaman af að ferðast og fórum við saman í fjölmargar ferðir og útilegur. Þegar við hjónaleysin komum til Íslands var presturinn fenginn til að fara með okkur í ferð í Þingeyjarsýslu, þar sem við gistum í tjaldi á bökkum Laxár og presturinn svaf á milli okkar skötuhjúanna. Við gerðum oft grín að því að aðalhlutverk hans hefði verið siðgæðisvarsla. Þær voru ófáar ferðirnar sem Palli bauð okkur á Klömbur í veiði. Mér er í fersku minni úti- lega á bökkum Laxár í túni Klömbur. Þessi tiltekna ferð var í byrjun ágúst. Við fjölskyldurn- ar tjölduðum niðri við ána. Í heila viku vorum við í Majorka- veðri, mestan tímann í sundföt- um. Við veiddum silung á dag- inn, grilluðum hann á kvöldin og fórum upp í hlíðarnar til að sækja eftirréttinn, sem var ósvikin Aðaldalsbláber. Þetta var dýrlegur og ógleymanlegur tími. Síðasta ferð okkar saman var á Þingvelli í haust sem leið til að sjá haustlitina Veikindi og andlát Rúnu tóku mikið á Palla og synina þrjá, svo og á alla fjölskylduna. En Palli ól upp sína drengi og fórst vel úr hendi, sem sjá má á þeirri umhyggju sem þeir báru fyrir honum þegar á reyndi. Palli gat verið mjög skemmti- legur og fróður um marga hluti og grunnt var á stríðnispúkan- um. Hann hafði óskaplega gam- an af að stríða mér og ég gerði mitt besta til að veita honum þá ánægju enda hafði ég lúmskt gaman af. Okkur skorti aldrei umræðuefni og höfðum gaman af að takast á um allt milli him- ins og jarðar, en allt í góðu. Hann gifti okkur hjónakorn- in, skírði drengina okkar og barnabörn. Synir Palla og mak- ar þeirra sýndu honum einstaka umhyggju síðustu árin þegar hann þurfi á þeim að halda. Til marks um tillitsemi þeirra færðu þau honum heita máltíð daglega svo mánuðum skipti og skiptust á um að sinna honum allan sólarhringinn þar til yfir lauk. Við munum sakna grallarans Palla en vitum að hann var tilbúinn að fara á vit feðra sinna. Far þú í friði, vinur. Elsku Villi, Baldvin, Hjörtur og fjölskyldur, við Tony, strák- arnir og fjölskyldur þeirra sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Sigurpáll Óskarsson ✝ Guðfinna AnnaSigurbjörns- dóttir fæddist á Kleifunum í Ólafs- firði, 22. sept- ember 1933. Hún lést á Akureyri 22. janúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Jónína Ragnhildur Davíðs- dóttir fædd í Bandagerði, Gler- árþorpi, 16. október 1900, d. 25. október 1984, og Sigurbjörn Jónsson, fæddur í Nýjabæ í Ólafsfirði 27. maí 1911, d. 16. september 1936. Þann 30. des- ember 1954 kvæntist Guðfinna, Arngrími Friðrik Kristjánssyni, f. 14. nóvember 1930, d. 15. júlí 2016. Foreldrar hans voru Anna Pétursdóttir, f. 23. júlí 1894, d. 14. desember 1954, og Kristján Hallfreður Sigur- jónsson, f. 24. júlí 1895, d. 17. júlí 1981 Börn Guðfinnu og Arngríms eru: 1) Sigurbjörn, f. 6. apríl 1956, 2) Bryndís, f. 2. júlí 1958, 3) Kristján Guð- mundur, f. 24. mars 1964, og 4) Arngrímur, f. 21. júlí 1971. Barnabörn Guðfinnu og Arn- barnaskólann og fór að honum loknum í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og lauk gagnfræða- prófi vorið 1951. Guðfinna spil- aði á gítar og söng mikið með vinkonum á Gagnfræða- skólaárunum. Sumarið 1951 byrjar hún að vinna í súkku- laðiverksmiðjunni Lindu á Ak- ureyri. Hún kynnist Arngrími eiginmanni sínum 1954, þau trúlofa sig 8.maí það ár og gifta sig 30. desember. Þau hefja búskap í Brekkugötu 13 á Akureyri og flytja svo í Brekkugötu 39 árið 1956. Þá eru þau byrjuð að byggja húsið sitt að Stórholti 2, og flytja þangað í júlí 1960. Ragnhildur, móðir Guðfinnu, býr með þeim á þessum stöðum. Guðfinna hættir störfum í Lindu um það leyti sem Arngrímur og hún kynnast og sinnir eftir það hús- móðurstörfum og barnauppeldi. Hún vann við framreiðslustörf í Félagsheimili Kópavogs á sjö- unda áratugnum, þegar fjöl- skyldan flutti í eitt ár í Neðstu- tröð 8 í Kópavogi. Síðar meir fer Guðfinna að vinna á Sjúkra- húsinu á Akureyri sem ganga- stúlka, þar vann hún á hand- læknisdeildinni í kring um 1978. Guðfinna var síðast í vinnu við þrif í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Útför Guðfinnu fór fram 3. febrúar 2017, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. gríms eru sjö og barnabarnabarn eitt. Guðfinna ólst upp í Ólafsfirði fyrstu þrjú æviárin með foreldrum sín- um og föðurfjöl- skyldu. Hún átti eldri systur sem lést í fæðingu og fékk Guðfinna því aldrei að kynnast henni. Guðfinna átti ekki fleiri systkini. Við frá- fall föður Guðfinnu litlu fluttu mæðgurnar til Akureyrar þar sem móðurfjölskyldan bjó. Ólst Guðfinna upp á Akureyri frá þriggja ára aldri við ástríki fjölskyldunnar allrar, ömmu og afa, móðursystra og móður- bróður. Þær mæðgur bjuggu samt alltaf útaf fyrir sig og fyrstu árin á Akureyri tók Ragnhildur að sér ýmis kaupa- konustörf í Eyjafirði og hafði þá Guðfinnu með sér. Hluta barnaskólaára Guðfinnu bjuggu þær í Barnaskóla Akureyrar þar sem Ragnhildur vann við þrif ofl. Á unglingsárum Guð- finnu bjuggu þær í risíbúð við Krabbastíg. Guðfinna kláraði Elsku mamma mín, við kveðjum þig í dag, það hefur verið erfitt fyrir þig að lifa án pabba og nú í janúar þegar flensan helltist yfir þig þá var mátturinn ekki mikill til að berjast. Undanfarna daga hef ég ásamt bræðrum mínum verið að taka saman minningar liðinna ára og margt komið fram sem maður hugsaði ekki svo mikið um á meðan á því stóð, sem minnir mann á að lifa í núinu og vera vakandi fyrir hverju dýr- mæti. Það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín er nægjusemi, man að þú sagðir mér frá því einu sinni að þú hefðir verið hvað stoltust og ánægðust þegar þú gast fundið ódýra búta af efni og saumað úr því flotta kjóla eða hvað eina sem þig vantaði, t.d. náttfötin á elsta bróður minn þegar hann var lítill. Þegar ég og eldri bróðir minn vorum lítil nutum við þess að hafa ömmu búandi hjá okkur og passaði hún okkur af og til þegar þið pabbi fóruð út að dansa, man eftir flottu kjólun- um þínum sem þú oftast saum- aðir sjálf. Við vorum heppin að þú valdir að vera heima og nut- um þess að hafa mömmu alltaf innan seilingar, matar- og kaffi- tímar alltaf á réttum tíma og svo var lesið í Andrés og fleiri góðum bókmenntum á kvöldin og alltaf beðnar bænir fyrir svefninn. Svo tókstu líka alveg helling af myndum af okkur og umhverfinu þannig að minning- arnar eru ljóslifandi þegar öll- um albúmunum er flett Alltaf þótti mér gaman þegar saumaklúbbskonurnar komu til þín, þá földum við okkur stund- um og njósnuðum þangað til upp komst, pabbi átti nefnilega að svæfa okkur en var alltaf sofnaður sjálfur nánast strax. Yngsti bróðir minn talar um að þú og ég höfum alltaf verið að sauma eitthvað og man eftir sniðum og efni dreifðu um stofugólfið. Þú studdir okkur í hverju því eina sem við tókum okkur fyrir hendur og gleymi ég aldrei þeg- ar þú spurðir mig 15 ára hvort ég mundi ekki vilja fara til Englands að læra ensku um sumarið, ég þáði það og bý ennþá að því og mun alltaf gera, einnig studdir þú mig þegar ég fór í Sjúkraliðanámið og pass- aðir barnið mitt á meðan. Það háði þér mikið fæðinga- gallinn í mjöðmunum þínum og þú gast ekki hreyft þig eins mikið og þú hefðir viljað, en þú aðlagaðir þig og fórst svo í mjaðmaskipti og gast haldið áfram að nota fótleggina Það var gott að koma til ykk- ar pabba í heimsókn eftir að ég flutti suður, það var svo gaman og gott að sjá hvað þið voruð alltaf samstiga í öllu sem þið gerðuð, þið voruð heppin að hafa hvort annað svona lengi og geta verið í húsinu ykkar allan þennan tíma Ég sakna þín, elsku mamma. Þín, Bryndís. Guðfinna Anna Sigurbjörnsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar ástkæra ASTA MARIE FAABERG, Kaplaskjólsvegi 52, Reykjavík, lést 7. febrúar á heimili sínu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartanlegar þakkir fyrir samhygð og hlýjar kveðjur. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heimahlynningar krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir frábæra alúð og umhyggju. Árni Kristinsson Gísli Þór Jónsson Ingela Bjurenborg Andór og Freyja Gunnar J. Árnason Soffía Karlsdóttir Árni Freyr, Nína Hjördís, Sunnefa og Júlía Kristinn H. Árnason og Árni Dagur Snorri Örn Árnason og Ármann Örn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur minnar og frænku okkar, GUÐRÚNAR TRYGGVADÓTTUR tannlæknis. Sérstakar þakkir til starfsfólks K1 á Landakoti. Sigrún Kristín Tryggvadóttir Tryggvi Hafstein Auður Bjarnadóttir Kristín Ásta Hafstein Ingólfur T. Jörgensson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.