Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 49

Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 svalandi ísar í einum kassa Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér veitist erfitt að sinna starfi þínu af kostgæfni. Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir sem snerta fjölskylduna. 20. apríl - 20. maí  Naut Stundum þegar þú talar sleppur orkan út um munninn á þér. Ekki gleyma að setja þitt eigið nafn á lista yfir þá sem þú vilt veita aðstoð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu yfir birgðastöðuna og fjar- lægðu kóngulóarvefina úr kollinum – líka úr skúmaskotum heimilisins. Lífið, líkt og djass- inn, verður til í bilinu á milli nótna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hafðu augun hjá þér og gríptu tæki- færið þegar það gefst. Taktu þér tak. Gefðu þér tíma til þess að heyra músíkina í nið um- ferðarinnar, regndropum sem falla á rúðu eða suði tölvunnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð hugsanlega óvænta gjöf í dag, eða týnir einhverju þér að óvörum. Haltu ótrauð/ur þínu striki en láttu ekki velgengn- ina stíga þér til höfuðs. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er fyrir öllu að vera sjálfum sér samkvæmur. En hvað ef aðrir fyllast ekki áhuga gagnvart hugmyndum þínum? Skiptir engu, þú hefur auga fyrir því einstaka. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú verður ekki lengur undan því vikist að sinna því fólki sem þú hefur vanrækt að undanförnu. Taktu nýju fólki með opnum huga, maður veit aldrei hvaðan gott kemur næst. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ætlast til að þú sért alveg brilljant og þar af leiðandi gera aðrir það líka. Hjálp skilar sér væntanlega aftur þegar þú þarft sjálf/ur á því að halda því þú átt stóra inneign í karma-bankanum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Meira rugl og bull verður á vegi þínum en vanalega. En fyrst verður þú að gera þér grein fyrir við hverja er að fást, ann- ars næst ekki árangur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert enn á báðum áttum meðan vinnufélagar þínir eru búnir að taka afstöðu og pressa þig stíft. Láttu einskis ófreistað og ef þú leitar svars munt þú finna það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að vinna í því að ná tök- um á tilfinningum þínum. Til allrar hamingju er hluttekning einn af kostum þínum líka. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinnusemi er dyggð, en of mikið má af öllu gera. En þú vilt líka örvunina af því að læra eitthvað nýtt. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Trygg og húsbóndaholl er sú. Á hjólum léleg græja. Fús til ásta, en engum trú. Oft er hún send milli bæja. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Hundtíkin er trygg og trú. Tík á hjólum léleg græja. Mannleg tík oft sögð er sú. Senditík fór milli bæja. Sigrún Erla Hákonardóttir svarar Hugaríþrótt iðkum við á Ísalandi. Forðum því að gleymska grandi. Í góðri vísu er helgur andi. Og leysir gátuna: Tíkin er húsbóndaholl. Hjólatík léleg græja. Kventíkin sótti í soll. Senditík fer milli bæja. Hjá Helga R. Einarssyni varð lausnin til í flugvélinni á leið til Tenerife. Þótt hrörlegt sé mitt heilabú og hugsunin mig svíkur, um ferskeytluna flækjast nú fjórar, held ég, tíkur. Árni Blöndal svarar: Hunds er tíkin holl og góð hún á hjólum, léleg slík tík er kona í karla óð kemur í hlaðið senditík. Þannig skýrir Guðmundur gát- una: Herra sínum tík er trú. Tík er léleg hjóla græja. Til í „geim“ er tíkin sú. Tík er send á milli bæja. Og bætir við limru: Aleinn sat Ingimundur eftir, þegar ’ans hundur fékk veður af tík í Trékyllisvík, og með þeim varð fagnaðar fundur. Síðan kemur ný gáta: Svaf ég lengi sætt og rótt, senn er mál að rísa, löngum hef ég hyskinn þótt, en hér er gátuvísa: Kallaði forðum á faðirinn. Fer að rétta úr drengsnáðinn. Kunn er flík úr kindar ull. Kallast blaðra af lofti full. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margur teygir annan á tíkarroðinu Í klípu „ÉG VIL AÐ ÞÚ BÆTIR SAMSKIPTI ÞÍN VIÐ ANNAÐ FÓLK. SENDU MÉR SMS EF ÞÉR ER EKKI ALVEG SLÉTT SAMA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERSU LENGI ERTU BÚINN AÐ VERA Á KVÖLDVAKT?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þetta leynda í uppskriftinni. EINN DAGINN VERÐUR ÞÉR SKIPT ÚT FYRIR VÉLMENNI SEM STEIKIR KLEINUHRINGI HVAÐ ERTU AÐ TALA UM? FRAMFARIR, ELSKAN PABBI, RÍKASTI PRINSINN Í HEIMINUM VAR AÐ BIÐJA MÍN… EN ÉG MUN BARA GIFTA MIG AF ÁST! EF ÞÚ ELSKAR MIG MUNTU GIFTAST HONUM! GOTT HJÁ ÞÉR! Íslendingar eru alltaf að slá met mið-að við höfðatölu og nú hefur enn eitt metið bæst við; við erum sú þjóð sem er fjölmennasti meðlimahópur íbúðaskiptasíðunnar Home- Exchange.com. Það dugar þó ekki til og stóð síðan fyrir fundi í Salnum í Kópavogi um síðustu helgi í þeim til- gangi að fjölga íslenskum eignum. Þangað mætti stofnandi Home- Exchange, Ed Kushins, sem sýnir að síðunni er alvara í því að fjölga áskrif- endum á Íslandi. x x x Þetta er væntanlega gert til þess aðgeta mætt óskum viðskiptavin- anna, en Ísland er í hópi fimmtán eftirsóttustu viðkomustaða þeirra sem skráðir eru á síðunni, sagði for- stjóri fyrirtækisins, Jim Pickell, í samtali við Markaðinn. Þar segir einnig að alls séu um 66 þúsund eign- ir skráðar á heimsvísu. Innan við þús- und þessara eigna eru á Íslandi. x x x HomeExchange.com er stærstihúsaskiptavefurinn og hefur Víkverji einu sinni skipst á húsnæði með hjálp síðunnar við franska fjöl- skyldu. Einnig var skipst á bílum og gekk allt mjög vel. Kostirnir eru margir; hvað barnafjölskyldur varðar er heppilegt að hafa dót og leikjatölv- ur á staðnum. Svo er líka miklu huggulegra fyrir foreldrana að geta setið í stofunni eða úti á verönd á meðan börnin sofa á kvöldin heldur en að kúldrast inni á hótelherbergi. x x x Þetta er líka mjög hagkvæmt.Ársáskrift að HomeExchange kostar um 20.000 kr. en í staðinn er hægt að hafa samskipti við fólk um allan heim. Þessi peningur dygði ekki einu sinni fyrir einni nótt á hótelher- bergi fyrir fjölskylduna. Svo er líka mikill sparnaður í því að geta eldað heima í stað þess að fara út að borða. x x x Vefurinn er mjög þægilegur í notk-un og það er gaman að skoða hvernig fólk býr á öðrum stöðum í heiminum. Svona skipti snúast líka um traust og því er mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við þá sem eru á leið hingað til lands. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. (Jóh. 14:6)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.