Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 1
 Vegagerðin ætlar að kynna fyrstu niðurstöður greiningar sem gerð var á Grindavíkurvegi fyrir fulltrúum Grindvíkinga á fundi með Hreini Haraldssyni vegamálastjóra á fimmtudag. Tvö banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi það sem af er ári. Grindvíkingar knýja á um endur- bætur á veginum. Hreinn sagði í samtali við Morgun- blaðið að slysin á Grindavíkurvegi væru hörmuleg. Hann benti á að einnig hefðu nýlega orðið tvö alvar- leg slys, þar af annað banaslys, á nær sama stað við Brunnhóla, á Reykja- nesbraut. Það þurfi einnig að skoða. Hreinn sagði að Vegagerðin væri að ganga frá samningum um gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkur- vegar. Fjárveiting til þeirrar fram- kvæmdar er til reiðu á þessu ári. „Við litum á það sem fyrsta áfang- ann í að ljúka tvöföldun Reykjanes- brautar í gegnum Hafnarfjörð,“ sagði Hreinn. Hann sagði að á tólf ára samgönguáætlun, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, væri gert ráð fyr- ir að hafist yrði handa við tvöföldun sjálfrar Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð og suður fyrir Straum árið 2019. »18 Alvarleg slys á veg- um á Reykjanesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjanes Slys á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Þ R I Ð J U D A G U R 7. M A R S 2 0 1 7 Stofnað 1913  56. tölublað  105. árgangur  STÚLKUM HÆTT- ARA VIÐ KVÍÐA EN STRÁKUM ENGI- SPRETTUR BANNAÐAR UNGIR OG TILFINNINGA- RÍKIR TENÓRAR MATARHÁTÍÐIN FOOD & FUN 6 TÓNLEIKAR Í HAFNARBORG 30LÍÐAN UNGLINGSSTÚLKNA 12  „Það er skiljanlegt að frestun vega- framkvæmda sé gagnrýnd,“ segir Jón Gunnarsson samgöngu- ráðherra. Alls vantar 10 millj- arða kr. svo hægt sé að fara í vega- framkvæmdir sem áformaðar voru í ár. Þar má nefna veg um Teigs- skóg vestra, Berufjörð og Dettifoss- veg. Því er mótmælt í ályktunum víða frá. „Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála mun leiða til hruns,“ segir í ályktun ferðaþjóna á Húsavík um Dettifossveg. Að undanförnu hefur Jón Gunn- arsson kynnt þá hugmynd að vega- bætur næst höfuðborginni verði fjármagnaðar með vegtollum. Með slíku megi flýta framkvæmdum við vegi sem þá verði greiðfærari. Toll- heimtunni verði stillt í hóf og inn- heimtustöðvar staðsettar þannig að best náist til ferðamanna. „Við þurfum að vera opin fyrir nýjum hugmyndum svo ganga megi í mál- in sem fyrst,“ segir ráðherra. »14 Vegtollar geti flýtt framkvæmdum „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það besta sem þið getið gert,“ segir Uffe Ellemann- Jensen, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Danmerkur, spurður hvort einungis sé hægt að komast að því hvað felist í Evrópusam- bandinu með því að sækja um inn- göngu í sambandið og fá samning á borðið líkt og oft hefur verið haldið á lofti í umræðum um Evrópumál á Íslandi. Ellemann-Jensen, sem hefur lengi verið áhugasamur um að bæði Ísland og Noregur gengju í Evrópusambandið, segir að það liggi að öllu leyti fyrir hvað í boði sé með inngöngu í sambandið. Hann segist annars hafa fyrir margt löngu gefist upp á að mynda sér skoðun á Íslandi og Evrópu- sambandinu. Betra sé að láta Ís- lendinga um þau mál sjálfa. „Þess utan á sambandið við svo mikla erfiðleika að stríða eins og staðan er í dag að við þurfum ekki fleiri vandræðagemsa innan veggja þess.“ » 11 Þurfum ekki vandræðagemsa Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Ákveðinn Uffe Ellamann-Jensen, fv. utanríkisráðherra Danmerkur.  Uffe Ellemann-Jensen segir ESB ekki lokaðan pakka Framhaldsskólum er í sjálfsvaldsett hvort þeir nýta sér einkunnir úr samræmdum prófum í 9. bekk til þess að greina á milli væntan- legra nýnema. Samkvæmt upplýsingum sem Menntamálastofnun hefur hyggj- ast þeir skólar sem munu kalla eftir gögnum um samræmdu próf- in nýta þau til að velja á milli nemenda sem hafa sömu eða sam- bærilega einkunn úr lokaprófi grunnskóla. Samræmdu prófin hefjast í dag og standa út vikuna. Nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla þreyta í fyrsta sinn rafrænt samræmd könnunarpróf í ensku, stærðfræði og íslensku. »4 Sumir nýta prófin við inntöku nema Þrátt fyrir smá þíðu í gær eru enn miklir snjó- hraukar við götur og á bílastæðum á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrirtæki hafa verið að rýma til á bílastæðum með því að láta aka snjónum í burtu. Þar eru fjörur og sjórinn fyrsta val enda sagt að lengi taki sjórinn við. Tveir vörubílar óku snjó af bílastæði fyrirtækis við Sundahöfn í gær og sturtuðu fram af bryggjunni enda ekki langt að fara í því tilviki. Hreinsað til á bílastæðum fyrirtækja Morgunblaðið/Árni Sæberg Sagt er að lengi taki sjórinn við Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðn- aðarins, segist vera ánægð með þau áform Bjarna Benediktssonar, for- sætisráðherra, að láta fara fram allsherjar úttekt á starfsemi lífeyr- issjóðanna í landinu. „Ég sem stjórnarformaður myndi taka vel í þær hugmyndir forsætis- ráðherra að sett verði gólf á erlend- ar fjárfestingar lífeyrissjóða. Ég hef bæði talað fyrir því sem stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs verslun- armanna og eins sem formaður Samtaka iðnaðarins. Það er orðið mjög knýjandi að taka mjög afger- andi skref í afléttingu hafta og hluti af þeirri vinnu gæti verið að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlendis,“ sagði Guðrún. Um þau orð forsætisráðherra í Morgunblaðinu á laugardag að líf- eyrissjóðirnir væru orðnir mjög fyrirferðarmiklir í íslensku atvinnu- lífi sagði Guðrún: „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að lífeyris- sjóðirnir séu orðnir fyrirferðarmikl- ir í íslensku atvinnulífi, því þeir hafa verið með fjárfestingar sínar inni í lokuðu hagkerfi. Það hlýtur hver maður að sjá að fjárfesting- arþörf sjóðanna er mjög mikil og við höfum ekki getað farið út með fjármagnið.“ Taka þarf afgerandi skref  Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir lífeyrissjóðina hafa ver- ið lokaða inni í fjármálakerfi hafta  Fagnar áformum um úttekt á lífeyrissjóðum Gólf á fjárfestingar » Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna er hlynnt því að gólf verði sett á fjárfest- ingar lífeyrissjóða erlendis. » Hún segir að smáskammta- lækningar hafi ekki dugað. MFagnar áformum »4 Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.