Morgunblaðið - 07.03.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
Samsæriskenningar um að Rússarhafi beitt áhrifum sínum til að
hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosn-
inganna í Bandaríkjunum eiga
greiða leið í bandaríska fjölmiðla um
þessar mundir. Masha Gessen hefur
skrifað talsvert um Rússland og er
lítill aðdáandi Vla-
dimírs Pútíns. Hún
er ekki heldur í
stuðningsmannaliði
Trumps, ef út í það
er farið. Henni
blöskrar hins vegar
samsæristalið og
rekur ástæðurnar í
grein í tímaritinu
The New York Re-
view of Books.
Þar segir hún aðfjöldi blaða-
manna og álitsgjafa
sé sannfærður um samsæri Rússa.
Sannfæring þeirra auðveldi þeim að
tengja hitt og þetta við samsærið og
tengingunum fjölgi jafnt og þétt.
Gessen segir að hriplekar leyniþjón-
ustur sjái fyrir efni í samsærisfrétt
og bætir við að það sé áhyggjuefni:
„Nánast ekkert af upplýsingunum er
hægt að fá staðfest með sjálfstæðum
hætti. Samhengið, röðin og tíma-
setning lekanna er ákveðin af fólki,
sem almenningur þekkir ekki, held-
ur er ætlast til að nafnlausum frétt-
um sé trúað; ekki höfum við heldur
fengið neinar beinharðar sannanir
um leynimakk með embætt-
ismönnum Trumps.“
Gessen segir að athyglisverðustuupplýsingarnar sé oft að finna
grafnar djúpt í fréttum. Í frétt einni
í New York Times kom fram að ýmis
samskipti hefðu verið milli liðs-
manna Trumps og Rússa, sem eru
nánir Pútín eða í stjórn hans, en ekk-
ert hafi komið fram, sem gefi neitt
skuggalegt í skyn: „Fyrrverandi
stjórnarerindrekar og sérfræðingar
um Rússland segja að það hefði ver-
ið fáránlegt og gegn hagsmunum
Bandaríkjanna hjá liðsmönnum
Trumps að forðast fundi með Rúss-
um meðan á kosningabaráttunni
stóð eða eftir hana.“ Það var og!
Donald Trump
Rússasamsærið
STAKSTEINAR
Vladimír Pútín
Veður víða um heim 6.3., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 3 rigning
Nuuk -10 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló -2 léttskýjað
Kaupmannahöfn 1 snjókoma
Stokkhólmur 0 léttskýjað
Helsinki -1 heiðskírt
Lúxemborg 5 léttskýjað
Brussel 7 skúrir
Dublin 5 súld
Glasgow 9 léttskýjað
London 9 skúrir
París 5 rigning
Amsterdam 8 léttskýjað
Hamborg 5 rigning
Berlín 7 skýjað
Vín 11 heiðskírt
Moskva -1 snjókoma
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 14 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 4 þoka
Montreal -5 skýjað
New York -2 léttskýjað
Chicago 12 alskýjað
Orlando 22 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:13 19:05
ÍSAFJÖRÐUR 8:22 19:07
SIGLUFJÖRÐUR 8:05 18:49
DJÚPIVOGUR 7:44 18:34
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR
GERÐIR JEPPA OG
JEPPLINGA.
STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
Tíu umsækjendur eru um embætti
prests við Fella- og Hólakirkju í
Efra Breiðholti, Reykjavíkur-
prófastsdæmi eystra. Umsóknar-
frestur rann út 1. mars.
Umsækjendurnir eru í stafrófs-
röð: Anna Þóra Paulsdóttir guðfræð-
ingur, séra Ása Laufey Sæmunds-
dóttir, séra Bára Friðriksdóttir, séra
Elínborg Gísladóttir, séra Fritz Már
Berndsen Jörgensen, Inga Harð-
ardóttir guðfræðingur, séra Jón Óm-
ar Gunnarsson, Randver Þorvaldur
Randversson guðfræðingur, Sigríð-
ur Hrönn Sigurðardóttir guðfræð-
ingur og séra Sunna Dóra Möller.
Þarfagreining prestakallsins lá til
grundvallar auglýsingunni, segir í
frétt á heimasíðu biskups. Kjörnefnd
prestakallsins kýs á milli umsækj-
enda bindandi kosningu. Biskup Ís-
lands skipar í embættið frá 1. apríl
til fimm ára í ljósi niðurstöðu kjör-
nefndar.
Fella- og Hólasóknir sameinuðust
í nóvember. Báðar voru í Efra-
Breiðholti og höfðu til afnota sömu
kirkjuna, Fella- og Hólakirkju.
Sóknarbörn eru tæplega 10 þúsund.
Sóknarprestur er Guðmundur Karl
Ágústsson. sisi@mbl.is
Tíu vilja
þjóna í
Breiðholti
Skipað verður í
embættið 1. apríl
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Alls sóttu 127 manns um sumarstarf á
fréttastofu Ríkisútvarpsins (RÚV)
sem auglýst var fyrir nokkru, en frest-
ur til þess að sækja um rann út mánu-
daginn 27. febrúar síðastliðinn.
„Við ráðum ár hvert í sumar-
afleysingar á fréttastofu, en það liggur
ekki alveg nákvæmlega fyrir hversu
margir þeir verða í ár,“ segir Þóra
Margrét Pálsdóttir, mannauðsstjóri
RÚV, í samtali við Morgunblaðið og
bætir við að síðustu sumur hafi að
meðaltali 6 til 8 verið ráðnir í afleys-
ingar sem fréttamenn.
Ferlinu lýkur í mars
Þegar RÚV auglýsti eftir fólki til
sumarstarfa á fréttastofu árið 2013
voru umsækjendur um 400 talsins.
Segir Þóra Margrét hæfniskröfur hafa
verið ítarlegri í ár. „Við gerum alltaf
ákveðnar kröfur um hæfni þegar við
auglýsum eftir starfsfólki,“ segir Þóra
Margrét, en þess var meðal annars
krafist að umsækjendur séu með há-
skólapróf er nýtist í starfi, hafi gott
vald á íslensku og reynslu af blaða- og
fréttamennsku.
Aðspurð segir Þóra Margrét stefnt
að því að ljúka ferlinu á næstu vikum.
„Það verða haldin fréttamannapróf og
síðan viðtöl, en stefnt er að því að klára
ráðningar í þessum mánuði,“ segir hún.
Yfir 100 vilja vinna á fréttastofu RÚV
Ríkisútvarpið auglýsti eftir fólki í sumarvinnu Haldin verða próf og viðtöl tekin
Morgunblaðið/Eggert
RÚV Starfsemin er við Efstaleiti.