Morgunblaðið - 07.03.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
í fyrstu skónum frá Biomecanics
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
Stærðir: 18–24
Verð: 7.995
Margir litir
Verð kr. 5.900
Str. S-XXL
3 litir
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Vorlegt :-)
VIÐTAL
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
„Ég hef fyrir löngu gefist upp á því
að mynda mér skoðanir á Íslandi og
Evrópusambandinu. Það er betra að
láta Íslendinga um það. Ég tel að
Íslendingar hafi ekki haldið nógu
skynsamlega á málum í þeim efnum
eins og þeir gera venjulega en það
er ykkar vandamál. Þannig að ég
læt ykkur um það. Þess utan á sam-
bandið við svo mikla erfiðleika að
stríða eins og staðan er í dag að við
þurfum ekki fleiri vandræðagemsa
innan veggja þess.“
Þetta segir Uffe Ellemann-
Jensen, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Danmerkur, og hlær við í
lokin en hann hefur lengi verið
áhugasamur um að bæði Ísland og
Noregur gengju í Evrópusam-
bandið. Bendir hann á í þeim efnum
að hans eigin landar, Danir, hafi
líka valdið samrunaþróuninni innan
sambandsins vandræðum.
Kostnaðarsamt fyrir Breta
Talið berst að Bretum sem einnig
hafa verið sakaðir um að vera vand-
ræðagemsar innan Evrópusam-
bandsins en eru nú á útleið úr því.
Ellemann-Jensen segist þeirrar
skoðunar að útgangan úr samband-
inu eigi eftir að valda Bretum mikl-
um erfiðleikum og verða þeim miklu
kostnaðarsamari en ráðamenn
þeirra vilji meina.
„Fyrir Evrópusambandið og vest-
ræn ríki er útganga Bretlands erfið
vegna tímasetningarinnar. Þegar
fyrir hendi eru gríðarlegir erfið-
leikar vegna Rússlands og þessi nýi
forseti hefur tekið við völdum í
Bandaríkjunum. Þetta eru tímar
sem kalla á evrópska samvinnu, að
varnir álfunnar séu styrktar og svo
framvegis. Þetta er ekki besta tíma-
setningin til þess að takast á við
slíkt vandamál. Þetta er klúður og
mér finnst satt að segja stundum
svolítið erfitt að halda í bjartsýn-
ina,“ segir hann.
Spurður hvort önnur ríki sem eru
innan Evrópusambandsins í dag
eigi eftir að segja skilið við sam-
bandið segist Ellemann-Jensen ekki
telja að fleiri ríki muni beinlínis yf-
irgefa það þó erfitt sé til að mynda
að segja til um hvernig forsetakosn-
ingarnar í Frakklandi í apríl kunni
að fara. Sama sé að segja um þing-
kosningarnar í Hollandi síðar í
þessum mánuði. Vísar hann þar til
mögulegs árangurs Marine Le Pen,
leiðtoga frönsku Þjóðfylkingar-
innar, og Geerts Wilders, leiðtoga
hollenska Frelsisflokksins.
Lausnin er meiri samvinna
„Síðan erum við með ríki eins og
Ungverjaland og Pólland sem eru
einfaldlega ekki að standa við þær
skuldbindingar sem þau gáfu við
inngönguna í Evrópusambandið.
Þannig að sambandið á við mikla
erfiðleika að stríða. Vandamálið er
að við höfum orðið vitni að uppgangi
þjóðernisíhaldsmanna sem eru af
allt öðrum toga en sú frjálslynda
íhaldsstefna sem ég aðhyllist. En
þjóðernisíhaldsstefna finnst meðal
annars í boðskap Donalds Trump
um að setja Bandaríkin í fyrsta
sæti,“ segir hann.
Slæmur tími fyrir útgöngu Breta
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, segir að Evrópusambandið eigi við
mikla erfiðleika að stríða og þurfi ekki fleiri vandræðagemsa eins og Íslendinga innan sinna veggja
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Litríkur Uffe Ellamann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, hefur
áhyggjur af uppgangi þjóðernisíhaldsmanna í Evrópu og Bandaríkjunum.
Tal Ellemann-Jensen berst að um-
ræðunni um Evrópusambandið á
Íslandi þar sem stundum hefur
verið talað um að sækja þurfi um
inngöngu í sambandið og fá
samning á borðið til þess að sjá
hvað sé í boði. Hvað sé í pakk-
anum eins og það hefur gjarnan
verið orðað. Spurður hvort raun-
veruleikinn sé með þeim hætti
segir Ellemann-Jensen að svo sé
alls ekki. „Þið vitið fullkomlega
hvað er í pakkanum. En stundum
þurfa stjórnmálamenn að gefa
eitthvað eftir til þess að fá það
sem er í kassanum og þá tapa
þeir vitinu. Eða kjarkinum.“ Þá
hefjist ómaklegar ásakanir í garð
Evrópusambandsins.
„Vitanlega er Evrópusambandið
ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað
þið væruð að fara út í. Og ef þið
eruð ekki reiðubúin til þess, hald-
ið ykkur þá fyrir utan sambandið.
Það er það besta sem þið getið
gert,“ segir hann.
ESB ekki lokaður pakki
SEGIR ÍSLENDINGA VITA HVAÐ FELIST Í AÐILD
Rekstrarkostnaður á hvern nem-
anda í grunnskólum landsins var
að meðaltali 1.651 þúsund árið
2015, samkvæmt útreikningum
Hagstofu Íslands. Kostnaðurinn
hefur hækkað um rúm 6% frá
þeim tíma þannig að Hagstofan
áætlar að rekstrarkostnaður á
hvern nemanda í grunnskólum
sem reknir eru af sveitar-
félögum sé nú 1.755 þúsund
krónur.
Hagstofunni ber að reikna út
meðalkostnað á hvern nemanda í
öllum grunnskólum landsins sem
reknir eru af sveitarfélögum. Er
það gert til að undirbyggja
ákvörðun um framlög úr sveit-
arsjóði til sjálfstætt starfandi
grunnskóla sem reknir eru í
sumum sveitarfélögum.
Útreikningur Hafstofunnar
grundvallast á ársreikningum
sveitarfélaga, að teknu tilliti til
verðlagsbreytinga til þess dags
sem útreikningur er gerður. Nið-
urstöðurnar eru birtar fimmta
dag hvers mánaðar á tímabilinu
frá október fram til ágúst.
Nemandi
kostar 1.755
þúsund kr.
Kostnaður grunn-
skóla reiknaður út
Skilaboðin séu þau að hægt sé að
taka á flóttamannavandanum og
öðrum vandamálum með því að
reisa múra og stöðva frjáls við-
skipti. Það séu heimskulegar hug-
myndir. Lausnin í þeim efnum sé
þvert á móti meiri samvinna á milli
ríkja. Spurður hvernig hann telji
æskilegt að Evrópusambandið þró-
ist til framtíðar segir Ellemann-
Jensen að vænlegast sé að sam-
runaþróunin eigi sér stað á mismun-
andi hraða og að tekið verði tillit til
hvers ríkis. Staðan hafi í raun lengi
verið með þeim hætti.
Geta ekki tínt rúsínurnar
„En á sama tíma verður að
standa fast á því að ríki geta ekki
bara tínt rúsínurnar úr kökunni.
Þannig virkar það ekki. Það eru
ekki í boði endalaus jól fyrir suma
en aðra ekki. Ríki verða að taka
þátt eða segja skilið við Evrópu-
sambandið. Og það er það sem
Bretar eiga eftir að komast harka-
lega að raun um. Þeir eiga eftir að
komast að því að þeir geta ekki
bæði átt kökuna og borðað hana og
það á sínum eigin forsendum,“
segir Ullemann-Jensen enn-
fremur.