Morgunblaðið - 07.03.2017, Síða 29

Morgunblaðið - 07.03.2017, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að beita hugkvæmni þinni til þess að hlutirnir fari að ganga á nýjan leik. Segðu af eða á í tæka tíð. 20. apríl - 20. maí  Naut Vilji er það eina sem þarf og þú verður að stilla þig inn á að vilja hlutina áður en þú freistar þess að framkvæma þá. Láttu ekki einkalíf og atvinnu ganga á hlut hvors ann- ars. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Framlag þitt hefur ekki farið framhjá öðrum. Vertu þakklátur þeim sem hjálpuðu þér og leiðbeindu í æsku. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu það að ef þú ert nógu ákveð- inn tekst þér allt sem þú vilt að þér takist. Gakktu í að gera gömlu málin upp svo þú getir verið heill maður; bæði heima fyrir og í vinnu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér sækist einkar létt að klára eitt verkefni og hefjast handa við annað. Bestu hugmyndirnar koma auðvitað klukkan þrjú á nóttunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nýtir þér bolmagn einhvers til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín. Með öðrum orðum, leiktu þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Maður veit að einhver er raunverulegur vinur manns, ef ekki þarf að skýra hvert ein- asta smáatriði en samt skilur maður allt. Ef hún bankar upp á snýrð þú henni upp í skemmtilegt ævintýri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Er tilfinningalíf þitt þjakað af skuggum og þoku? Einfaldar gjörðir geta komið á jafnvægi. Ertu að reyna að firra þig ábyrgð? Eða er einhver að reyna að forðast þig? Vertu með á nótunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur gott tækifæri til þess að skoða samskipti þín við aðra. Haltu þig á jörðinni. Ekki ofgera þér á félagslega sviðinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sambönd eru vinna sem þarf þú ekki að vera íþyngjandi. Byrjaðu á því að taka eftir sætu hlutunum sem ástvinur gerir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert ekki mikið fyrir einveru í dag og vilt alls ekki missa sambandið við aðra. Mundu að þeir voru til staðar fyrir þig þegar þú þurftir á þeim að halda. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er mikilvægt að þú haldir áfram að koma skipulagi á eigur þínar. Líttu bara um öxl og sjáðu hverju þú hefur fengið áork- að. Bara rugl. Limrur eru rugl,“ seg-ir Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Boðnarmiði: Ari var oftast á sjó það var auðvitað hætta og þó. Ari í landi var aldrei í standi. Hann datt loks á kránni og dó. Og áfram heldur hún: Mikill bósi er Benni sem býr með Fríðu á Enni Á netinu fann hann fallegan mann nú búa þeir báðir með henni. Nú kom Dagfinnur með í spilið: Menn segja að Dagfinnur drekki og í drykkjunni hrjái hann ekki á bæjarins bar því bardaman þar sé draumur, sem dreymir hann ekki. Og enn kveður hún: Óhróðri vertinn var ausinn ótal fékk spörkin í dausinn. það er nú það að þannig er að hann er víst kominn á hausinn. Guðrún Bjarnadóttir kannast við Dagfinn líka: Dagfinnur vertinn vann, því verkið alveg hann kann. Þá dreymdi dömu, (hver djöfs) þá sömu, svo dýralæknir drap mann. „Flugvél eða þyrla?“ spyr Davíð Hjálmar Haraldsson á Leirnum og er alltaf praktískur: „Í flugvél er fyllirí skyssa“ kvað Felix „en það er mín vissa að fátt sé að ugga því opna má glugga á þyrlu ef þarf ég að pissa.“ „Það eru ekki allir dagar sunnu- dagar,“ segir Ólafur Stefánsson: Hann örvænti’ að afloknum slætti, því aldrei hann Katrínu mætti. Og af engjunum þeim fór hann einsamall heim, og allt var í undandrætti. Kristján Karlsson orti: „Ja, andartak ef ég hef tíma,“ sagði íslenskumaður í Lima. Það falaði hann stúlka sem lá breidd upp’á búlka eða bekk, ef þú kannt ekki að ríma. Í lokin eftir Jóhann S. Hannesson: Sértu fríður, er gróflega gaman að gera sig ljótan í framan með fettum og brettum og glennum og grettum. Ég geri það tímunum saman. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Dagfinni, Benna og íslenskumanni í Lima Í klípu „EF VIÐ GETUM UNNIÐ OKKUR UPP ÚR $#!@-NUM, GETUM VIÐ SPARAÐ SMÁ PENING“ GARÐA- BÚÐIN KINDA- SPÖRÐ KÚA- DELLA HROSSA­ TAÐ KAUPIÐ EINN FÁIÐ ANNAN Á HÁLFVIRÐI eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MÁ ÉG HRINGJA EITT SÍMTAL ÁÐUR EN ÉG SKULDBIND MIG?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú ert stjarnan mín. NEI! FARÐU Í LÍK- KISTUNA ÞÍNA, UNGI MAÐUR! ÞIÐ GETIÐ EKKI NEYTT MIG! DRAKÚLA SEM TÁNINGUR MENN, VIÐ HÖLDUM TIL ORRUSTU… GETURÐU VERIÐ NÁKVÆMARI? …MEÐ 50% LÍKUM! 50% SÉNS Á AÐ VIÐ VINNUM EÐA 50% SÉNS Á AÐ VIÐ TÖPUM? Víkverji snæddi hádegisverð áveitingastað úti í bæ í gær með sérlega vönduðum mönnum. Það væri svo sem ekki í frásögur fær- andi nema fyrir þær sakir að honum tókst í flumbrugangi sínum að mölva glas. Beygði sig og teygði inn í hillu til að sækja vatnsglas en gerði sér ekki grein fyrir því að tvö glös héngu saman og áður en Vík- verji náði að depla auga lá annað þeirra í þúsund molum á gólfinu. x x x Var málið allt hið vandræðaleg-asta enda margt um manninn á veitingastaðnum. x x x En þegar neyðin er stærst erhjálpin næst, segir einhvers staðar, og það átti svo sannarlega við í þessu tilviki. Víkverji haft varla haft svigrúm til að átta sig á því hvert hann átti að snúa sér eftir hjálp þegar starfsmaður veitinga- staðarins stóð skyndilega við hlið hans með fægiskóflu og sóp. x x x Víkverji trúði ekki sínum eiginaugum. „Hafðu ekki áhyggjur af þessu, lagsi,“ sagði starfsmað- urinn, þegar Víkverji byrjaði í ræf- ildómi sínum að biðjast velvirðingu á gjörðum sínum. „Þú ert alls ekki sá fyrsti sem lendir í þessu.“ x x x Það sást glögglega á æðru- ogfumlausum viðbrögðum starfs- mannsins; hann var sultuslakur yfir þessu hræðilega óhappi og Víkverja leið strax umtalsvert betur. x x x Úr því að óhöpp af þessu tagi erusvo algeng á veitingastaðnum að sérstakur starfsmaður er beinlín- is til taks til að hreinsa upp glerið má velta fyrir sér hvort glasaskipan ætti mögulega, ef til vill og kannski að vera með öðrum hætti? Bara pæling! Á móti kemur að þá væri líklega einu starfinu færra í sam- félaginu. x x x Svo því sé til haga haldið var mat-urinn alveg hreint prýðilegur. Og vatnið líka. vikverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur. (Orðskv. 16:3)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.