Morgunblaðið - 07.03.2017, Síða 33

Morgunblaðið - 07.03.2017, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Átök milli þeirra sem viljavernda ósnortin víðerninog hinna sem kjósa aðbeisla náttúruna í eigin þágu er lykilþema í brúðusýning- unni Tröll úr smiðju Handbendis brúðuleikhúss sem Englendingurinn Greta Clough stofnaði og hefur rekið á Hvammstanga sl. hálfa annað árið. Í samtali við Morgunblaðið um helgina sagði Greta að Tröll, sem mun vera fjórða sýning Handbendis, væri endurtúlkun á nokkrum vin- sælustu tröllasögum Íslendinga sögð út frá sjónarhorni ungrar stúlku úr mannheimum, en í hópi trölla fer mest fyrir trölli sem nefnt er Trunt- um runtum. Nær enginn texti er í tæplega klukkustundarlangri sýn- ingunni sem Sigurður Líndal Þórs- son leikstýrir og því hvílir fram- vindan öll á sjónrænni útfærslu. Brúðu- og leikmyndahönnunin sem er í höndum Gretu er vel út- færð. Leikmyndin samanstendur af kössum og flekum í ólíkum stærðum sem snúa má á ýmsa kanta. Sumar hliðar líkjast mosavöxnu hrauni þar sem hin ýmsu tröll leynast líkt og í felulitum, en vel er til fundið að nota ljós fyrir augu þannig að ekki fari á milli mála hvenær tröllin eru sofandi og hvenær vakandi. Aðrar hliðar leikmyndarinnar luma á rauðmál- uðum burstabæjum og í einum kletti mátti finna heila kirkju. Aftast á sviðinu sáust snjóhvítir fjallatindar úr ljósu efni sem einnig var notað til að skapa skuggamyndir þegar á þurfti að halda. Lykilpersónur voru í tveimur stærðum sem gaf möguleika á að leika sér með fjarlægðir og smæð persónanna í stórbrotinni náttúrunni. Greta og Aldís Davíðsdóttir stýrðu brúðunum af miklu öryggi og nákvæmni. Sérstaklega var gaman að fylgjast með fuglum himins svífa tignarlega um í meðförum þeirra. Hljóðmynd og tónlist Pauls Mosely lék stórt hlutverk í sýningunni, en var á köflum óþarflega hátt spiluð og yfirgnæfði ýmis áhrifshljóð sem brúðustjórnendur bjuggu til. Fallegt var einsöngslagið um Truntum runt- um í flutningi Hrafnhildar K. Jóhannsdóttur sem leikið var af bandi eins og öll hljóðmyndin. Sem fyrr segir snúast átök sýn- ingarinnar um yfirráð yfir nátt- úrunni. Tröllin, sem sjónrænt tengj- ast náttúrunni sterkum böndum þar sem þau geta orðið eitt með henni, kjósa að hún fái að haldast ósnortin. Litlar manngerðar verur, allar klæddar í rauðfjólubláar skikkjur, ryðjast reglulega inn á sviðið og um- breyta umhverfinu með ýmsum byggingum og ekki síst kirkju sem raskar ró tröllanna, því þau þola ekki hljóminn í kirkjuklukkunum. Þegar litlu verurnar draga sig í hlé koma tröllin á vettvang og ryðja húsum úr vegi og reyna að end- urheimta náttúruna eins og hún var. Þessi hringrás er endurtekin nokkrum sinnum í sýningunni án þess að leiða til neinnar niðurstöðu. Sýningin hefði óneitanlega grætt á markvissari sögu og á köflum skýr- ari innbyrðis afstöðu persónanna. Þetta átti helst við í samskiptum stúlkunnar ungu við rauðfjólublá- klæddu verunum, en óljóst var hvort verurnar væru manneskjur eða huldufólk. Einsleitur en á sama tíma litríkur klæðnaður úr fínu efni og kirkjan í hamrinum benti til þess að um álfafólk væri að ræða, en sam- skipti stúlkunnar við verurnar benti til þess að hún væri ein af þeim þrátt fyrir að vera klædd í mun grófara og litlausara efni. Samskipti stúlkunnar við tröllið Truntum runtum voru á hinn bóginn afar skýr og fallega út- færð, allt frá hræðslu og feimni við fyrstu kynni til gleði og gáska eftir því sem vinasambandið styrktist. Á heildina litið var stemningin í sýningunni falleg, en á köflum óþarf- lega vandasamt að lesa í hin ýmsu tákn og óljósa framvindu. Í fyrr- nefndu viðtali við Gretu segir hún þónokkur átök að finna í verkinu, milli trölla og manna en að lokum læri allir að búa saman í sátt og sam- lyndi, enda snúist þetta um að „sýna gagnkvæma virðingu“. Sú virðing var skýr í samskiptum stúlkunnar við Truntum runtum, en ekki reynd- ist auðvelt að sjá hvernig tröllin og mannfólkið náðu sáttum. Vandasamt „Á heildina litið var stemningin í sýningunni falleg, en á köflum óþarflega vandasamt að lesa í hin ýmsu tákn og óljósa framvindu,“ segir í rýni um brúðusýninguna Tröll sem sýnd var í Tjarnarbíói um helgina. Í sátt og samlyndi Tjarnarbíó Tröll bbbnn Eftir Gretu Clough. Leikstjórn: Sigurður Líndal Þórisson. Brúðu- og leikmynda- hönnun: Greta Clough. Tónlist og hljóð- mynd: Paul Mosely. Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson. Skuggamyndir: Kathleen Scott. Brúðuleikarar: Greta Clough og Aldís Davíðsdóttir. Handbendi brúðu- leikhús frumsýndi í Samkomuhúsinu á Akureyri 11. febrúar 2017 og sýndi í framhaldinu á Norður- og Vesturlandi. Sýnt í Tjarnarbíói 5. mars 2017. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Hin tvískipta leiksýning Harry Potter and the Cursed Child hlaut metfjölda tilnefninga til Oli- vier-verðlaunanna, helstu leiklistarverðlauna Breta. Er sýningin tilnefnd til alls ellefu verð- launa, þar á meðal er Jamie Parker tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki, en hann leikur Potter, og Noma Dumezweni fyrir aukahlutverk en hún leikur Hermoine. Þá hlaut söngleikurinn Groundhog Day átta tilnefningar og tónskáldið Andrew Lloyd Webber var tilnefnt fyrir þrjár sýningar sem eru á fjölunum á Bretlandi. Leikritið um Potter með 11 tilnefningar Úr Harry Potter and the Cursed Child. Guðný Rós Þór- hallsdóttir fór með sigur af hólmi í stutt- myndakeppninni Sprettfiskur, hlaut verðlaunin fyrir stuttmynd sína C-vítamín. Fjöldi stutt- mynda barst há- tíðinni en að endingu voru sex stuttmyndir valdar til þátttöku í keppninni. Verðlaunin voru afhent í loka- hófi Stockfish-kvikmyndahátíð- arinnar í fyrrakvöld og voru það Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Rakel Garðarsdóttir sem til- kynntu um sigurvegara Sprett- fisksins, en þær sátu í dómnefnd ásamt Baldvini Z. Guðný hlaut í verðlaun einnar milljónar króna tækjaúttekt hjá Kukli. Kvöldi fyrr voru svo veitt verðlaun Ör- varpsins, Örv- arpinn, á Stock- fish og hlaut þau örmyndin HAMUR eftir Völu Ómars- dóttur. Verð- laun voru veitt af Spennandi heildverslun og Reykjavík Foto. Vala segir myndina hluta af stærra verkefni sem hún og Hall- fríður Þóra Tryggvadóttir séu að þróa undir nafninu GERVI Pro- ductions. Þær vinni með kyngervi og málefni transfólks og séu núna að framleiða lengri stuttmynd í samvinnu við Uglu Stefaníu Krist- jönudóttur Jónsdóttur. Guðný Rós hlaut Sprettfiskinn og Vala hlaut Örvarpann á Stockfish Guðný Rós Þórhallsdóttir Vala Ómarsdóttir Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 5% SÝND KL. 8 SÝND KL. 6 SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 10.30 SÝND KL. 5.15, 8, 10.45 SÝND KL. 5.40 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 13. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 17. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.