Morgunblaðið - 08.03.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassa-
dor ehf. á Akureyri hyggst færa út
kvíarnar á næstunni og hefja einnig
rekstur í Reykjavík.
Fyrirtækið hefur tekið bryggju á
leigu við Vesturbugt í Gömlu höfn-
inni í Reykjavík. Frá sömu bryggju
verður hvalaskoðunarskipið Sailor
einnig gert út.
Útgerð skipa og báta til hvalaskoð-
unar og annars konar ferða hefur
vaxið hröðum skrefum frá Reykja-
víkurhöfn á undanförnum árum. Er
þessi atvinnuvegur orðinn mjög
blómlegur.
Samkvæmt upplýsingum Gísla Jó-
hanns Hallssonar, yfirhafnsögu-
manns Faxaflóahafna, voru 9 ferða-
þjónustufyrirtæki með viðlegupláss í
Suður- og Vesturbugt í fyrra, 7 í Suð-
urbugt og 2 í Vesturbugt.
Suðurbugt er nú fullnýtt
Alls voru 17 bátar gerðir út frá
Suðurbugt (fyrir framan grænu ver-
búðirnar) og 2 í Vesturbugt. Í ár
fjölgar a.m.k. um tvö fyrirtæki í
Vesturbugt en Suðurbugt er fullnýtt
og engin breyting verður þar að sögn
Gísla. Einnig er vitað um a.m.k. eitt
fyrirtæki sem ætlar á markaðinn en
að svo stöddu er það ekki komið með
bryggju enda bryggjupláss orðið
takmarkað í Gömlu höfninni, segir
Gísli.
Árið 2015 var áætlað að um
200.000 farþegar hefðu farið um Suð-
urbugt. Í fyrra var aukningin milli
20-30% þannig að ætla má að fjöldinn
það ár hafi verið 240.000-260.000.
Fjöldinn sem fór um Vesturbugt var
miklu minni enda færri skip þar.
Erlendum ferðamönnum standa til
boða margvíslegar ferðir. Hvala-
skoðun er allt árið og norðurljósa-
ferðir á veturna. Á sumrin bætast við
fuglaskoðunarferðir, dorg, skemmti-
ferðir og margt fleira.
Magnús Guðjónsson, skipstjóri og
framkvæmdastjóri Ambassador ehf.,
segir að skip fyrirtækisins, Ambassa-
dor, sé væntanlegt til Reykjavíkur í
mars. Til að byrja með verður boðið
upp á hvalaskoðunar- og norður-
ljósaferðir en þegar kemur fram á
sumarið verði boðið upp á fjölbreytt-
ari ferðir. Ambassador kom til lands-
ins árið 2013. Hann er 74 brúttótonn
og tekur 100 farþega. „Við byrjum
svona og sjáum svo til,“ segir Magn-
ús.
Ambassador ehf. á þrjú önnur
skip. Stærsta skipið heitir Arctic
Circle og kom til landsins í árslok
2015. Það er tvíbytna, 225 brúttó-
tonn, og tekur 150 farþega. Það er
mjög hraðskreitt, gengur 27 til 28
sjómílur á klukkustund. Þá á fyrir-
tækið tvo flatbotna báta, svokallaða
RIB-báta, sem taka 12 manns hvor.
Þessir þrír bátar verða gerðir út frá
Akureyri í sumar.
Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding,
sem hefur höfuðstöðvar í Reykjavík,
opnaði útibú á Akureyri í fyrra. Það
hefur gert út skipið Eldingu frá
Akureyri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Líf og fjör Tveir bátar leggja úr Reykjavíkurhöfn. Sá minni í hvalaskoðun, sá stærri í lundaskoðun.
Gamla höfnin laðar
að sér ferðamenn
Ambassador á Akureyri haslar sér völl í Reykjavík
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Á Heiðmerkursvæðinu á ekki að
vera nein starfsemi eða umferð önn-
ur en sú sem samrýmist vatns-
vernd,“ segir Árný Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur. Með því svarar
hún Helga Gíslasyni, framkvæmda-
stjóra Skógræktarfélags Reykjavík-
ur, sem í Morgunblaðinu í gær sagði
ástæðulaust með tilliti til vatns-
verndar að takmarka umferð um
Heiðmörk.
I kjölfar þess að jeppi valt á skóg-
ræktarsvæðinu á dögunum kom
heilbrigðiseftirlitið með þau tilmæli
til ökumanna að vera þar ekki að
óþörfu, nú þegar væri þæfingsfærð.
Frá 2010 hafa starfsmenn Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur bent á
að aðgangsstýra þurfi umferð um
vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk.
Einnig að því megi loka þegar að-
stæður krefjist slíks. „Það hefur
enginn talað um að loka svæðinu
eins og ýjað er að heldur að fólk nýti
sér svæðið til útivistar. Bílaumferð
sé svo stýrt með t.d. bílastæðum
með mengunarvarnarbúnaði.“
Allar framkvæmdir í Heiðmörk
þurfa leyfi heilbrigðiseftirlits að
undangengnu áhættumati, enda er
þetta grannsvæði vatnsverndar. Og
það var einmitt á slíkum reit sem
jeppabíllinn valt. Telur Árný það
vera lán að mengun barst út í Elliða-
vatn en ekki í grunnvatnið.
Ábyrgðarlaus ummæli
„Skógræktarfélag Reykjavíkur
sér ekki um vatnsvernd eða hefur
umsjón með mengunarhættu á
vatnsverndarsvæði. Ummæli fram-
kvæmdastjóra félagsins um ofmat á
hættu við vatnsbólin eru ábyrgðar-
laus. Við þurfum líka að hafa hug-
fast að neysluvatn hér á höfuðborg-
arsvæðinu hefur sérstöðu, það
þarfnast engrar meðhöndlunar og
er af hæsta gæðaflokki. Við berum
öll ábyrgð á að vernda þá auðlind til
langrar framtíðar,“ segir Árný.
Vernda auðlind
til framtíðar
Umferð í Heiðmörkina verði stýrt
Vegna stóraukins fjölda er-
lendra ferðamanna, sem leggja
leið sína um gömlu höfnina ár-
lega, þykir aðkallandi að bæta
húsakost á svæðinu. Nú um
stundir notast ferðaþjónustu-
fyrirtækin mestmegnis við
skúrabyggingar af ýmsum
stærðum og gerðum.
Á síðasta fundi stjórnar Faxa-
flóahafna var samþykkt að fela
Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að
láta vinna drög að deiliskipulagi
að svæðinu sem byggjast á
fyrirliggjandi hugmyndum Yrkis
arkitekta, sem nýlega voru
kynntar í stjórninni.
Samhliða því verði lögð drög
að hönnun húsa, annars vegar
við Ægisgarð vegna þjónustu
við hafsækna ferðaþjónustu og
hins vegar fjölnota þjónustuhús
á Miðbakka. Er sá undirbúning-
ur hafinn, að sögn Gísla. Hann
reiknar samt ekki með að bein-
ar framkvæmdir hefjist fyrr en á
árinu 2018. Það mun taka ein-
hvern tíma að ganga frá skipu-
lagsmálum og hönnun þeirra
húsa, sem til stendur að byggja
á svæðinu.
Húsakostur
verði bættur
DEILISKIPULAG UNDIRBÚIÐ
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
Grand Hótel Reykjavík
13.-14. mars
Strandbúnaður á Íslandi: Staða, framtíðarsýn og skipulag
www.strandbunadur.is
Skráning fer fram á www.strandbunadur.is
Ræktun bláskeljar
Mánudaginn 13. mars - Afhending gagna 12:00
Þriðjudagurinn 14. mars
Málstofa - sameiginleg - Gullteigur
Þörungarækt og nýting
þörunga
Málstofa A1 - Gullteigur
Framtíð bleikjueldis á Íslandi
Málstofa B1 - Hvammur
Málstofa A2 - Gullteigur A Málstofa B2 - Gullteigur B
Íslenskur strandbúnaðar og alþjóðlegt samhengi
Menntun í strandbúnaði
Málstofa - sameiginleg - Gullteigur
Framtíð laxeldis og um-
hverfismál
Vaxtarsprotar strandbúnaðar
Málstofa A3 - Gullteigur A Málstofa B3 - Gullteigur B