Morgunblaðið - 08.03.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
– fyrir salernið!
og dilkurinn sérstakur því hvert ein-
asta lamb þar var svartflekkótt. Ekki
þurfti þar börn til því ábúendurnir
voru eftirlaunafólk.
Skapa eftirvæntingu á vorin
Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í
Presthvammi í Aðaldal og formaður
Félags sauðfjárbænda í Suður-Þing.,
segist hafa mjög mikinn áhuga á mis-
lita fénu. Í hjörð hans eru mjög mörg
litaafbrigði og segir hann að þegar
sett er á til lífs á haustin sé alltaf byrj-
að á ákveðnum hóp af litfallegum
gimbrum sem markaðar hafi verið
með lífmarki um vorið því þær hafi
verið svo fallegar þegar þær fæddust.
Sæþór segir að áhuginn á kind-
unum og litunum sé í genunum, því
afi hans Gunnar Maríusson á Húsa-
vík var mikil áhugamaður um kindur
og ekki síst um liti og litaafbrigði.
Hann bjó á Bakka á Tjörnesi um tíma
og þar hafði hann margt fé í fjörubeit
sem varð mjög frjósamt og fjórlembi
varð ekki óalgengt. Margt fólk sem er
komið út af Gunnari Maríussyni er
með mikinn áhuga á skepnum og
hvað mest á sauðfé. Sæþór segir að
það sé erfitt að útskýra það hvernig
þessi áhugi haldist svona sterkur, en
þetta séu margar tilfinningar sem
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
Ásumum bæjum var lengitalað um barnafé, því börn-in voru spennt fyrir því aðeignast kindur sem voru
með sérstökum litum og ekki síst til
þess að þekkja þær úr í hópnum.
Áhugi á dökka og flekkótta fénu
er samt alls ekki bundinn við börn,
því margir eru þeir fjárbændur sem
halda litaáhuganum allan sinn bú-
skap. Um tíma dalaði áhugi á litunum
í íslenska sauðfénu vegna þess að
verðið á dökku ullinni fór niður úr öllu
valdi og því töldu margir bændur sig
ekki bundna af því að vera með mis-
litt fé. Mjög mörg dæmi eru um
hjarðir sem voru alhvítar og á sumum
bæjum fæddust öll lömbin hvít og
þóttu það tíðindi ef það kom eitt
dökkt eða mislitt á einhvern hátt.
Sums staðar breyttist þetta ef
börn fæddust á bæjunum og var þá
farið í það að vera með liti, en samt í
smáum stíl. Stundum fjölgaði mislita
fénu smám saman og í seinni tíð hafa
verið mjög góðar kynbætur á mislita
fénu sem hefur orðið til þess að dökka
og flekkótta fénu hefur fjölgað. Um
tíma var mórauð ull verðmæt og þá
mynduðust mórauðar hjarðir og enn í
dag eru margir bændur mjög gefnir
fyrir mórautt. Svartflekkóttar hjarðir
hafa einnig verið til og á bænum
Lækjarhvammi í Aðaldal, þar sem
fjárbúskapur er nú aflagður, var hver
einasta kind um árabil svartflekkótt.
Sá hópur setti svip á Hraunsrétt
Margir eru þeir lit-
irnir á fallegu fé
Litaafbrigðin í íslenska sauðfénu eiga sér vart hliðstæðu og margir eru þeir sem hafa
áhuga á litaflórunni til þess að rækta hana áfram og fá enn fleiri liti. Kindurnar
geta verið svartar, svartbotnóttar, svartflekkóttar, svartgolsóttar, svarthálsóttar,
svartkrögubíldóttar og svartleistóttar, svo eitthvað sé talið. Þær geta verið móbíldótt-
ar, móbotnóttar, mógolsóttar, móhosóttar, móhöttóttar, móarnhöfðóttar, mókrúnótt-
ar, móleistóttar og mósokkóttar. Sama er að segja um gráu litina því þar geta birst
hin ýmsu afbrigði og til eru margar grábíldur, grágolsur, grábotnur og gráflekkur.
Í fjárhúsinu Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, með for-
ystusauðinn sinn sem heitir Bárður og er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Hissa Þessar þrjár fallegu kindur voru undrandi yfir ljósmyndaranum.
Litir Fjárlitir eru fjöl-
breyttir á bænum Lyng-
brekku í Þingeyjarsveit.
Talið er að um 10% kvenna í heim-
inum glími við sjúkdóminn legslímu-
flakk (endómetríósu). Legslímuflakk
er krónískur, sársaukafullur sjúk-
dómur sem orsakast af því að frumur
úr innra lagi legsins finnast á öðrum
stöðum í kviðarholinu. Undir venju-
legur kringumstæðum fara þessar
frumur út úr líkamanum við blæð-
ingar. Frumurnar sem finnast utan
legsins setjast undir yfirborðsþekju á
líffærunum og mynda þar legslímu-
flakk sem síðan veldur bólgum og
blöðrumyndun. Legslímuflakk finnst
m.a. á eggjastokkum, eggjaleiðurum,
blöðru, ristli, á böndum sem halda
leginu á sínum stað (legböndum) og
víðar.
Allar konur sem eru með legslímu-
flakk vita hversu bagalegt það getur
verið.
Í dag verður málþing á Landspítal-
anum undir yfirskriftinni: Staða
kvenna með endómetríósu innan
heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og
meðferðarúrræði. Fyrirlesarar eru úr
ólíkum áttum heilbrigðiskerfisins auk
skjólstæðinga og aðstandenda og er
ætlunin að varpa ljósi á stöðu kvenna
sem glíma við þennan flókna og erf-
iða sjúkdóm. Pallborðsumræður
verða í kjölfar fyrirlestra og opið fyrir
spurningar. Málþingið hefst klukkan
16.15 og verður í hringsal Landspít-
alans við Hringbraut (inngangur
barnaspítalans). Allir eru velkomnir,
heilbrigðisstarfsfólk, konur með
endómetríósu og fjölskyldur þeirra.
Málþing á Landspítalanum
Getty Images/Thinkstock
Legslímuflakk Verkir sem fylgja
sjúkdómnum geta verið mjög slæmir.
Staða kvenna
sem glíma við
legslímuflakk
Ylströndin í Nauthólsvík í Reykjavík
er dásamlegur staður á þessum árs-
tíma. Þangað kemur harðasta sjó-
sundsfólkið og fær sér sundsprett og
flatmagar svo í stóra heita pottinum
á eftir og spjallar við félagana. Og
stundum er boðið upp á svokallaða
gongslökun fyrir baðgesti, og þannig
verður það einmitt í kvöld, miðviku-
dag, kl. 19:30 - 19:50, en þá ætlar
Arnbjörg Kristín jógakennari að leika
á gongið fyrir gesti Ylstrandarinnar.
Fólk ætti hiklaust að mæta og hvíla
líkama, huga og sál við hafið.
Ylströndin í Nauthólsvík í kvöld
Nú er lag að njóta dásemdar-
innar sem fylgir gongslökun
Notalegt Hér má sjá fólk í heita pottinum á ströndinni við undirleik gongs.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jógakennari Arnbjörg Kristín.