Morgunblaðið - 08.03.2017, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.03.2017, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Brasilía glímir nú við verstu efna- hagskreppu í sögu landsins. Hag- kerfi landsins dróst saman um 0,9% á síðasta fjórðungi ársins 2016 og var það áttundi ársfjórðungurinn í röð þar sem samdráttur mældist. Brasilíska hagkerfið, sem er það stærsta í Suður-Ameríku, dróst saman um 3,8% árið 2015 og um 3,6% á síðasta ári. Mikill uppgangur var í Brasilíu á tímabilinu frá 2003 til 2010 þegar Luiz Inácio Lula da Silva var forseti landsins. Þá naut landið hækkandi hrávöruverðs og stóraukinnar eftir- spurnar Kínverja eftir brasilískum útflutningsvörum. Á sama tíma stóðu stjórnvöld fyrir félagslegum umbótum sem miðuðu að því að draga úr mikilli fátækt í landinu. En síðan hefur sigið á ógæfuhlið- ina vegna hneykslismála sem tengd- ust æðstu stjórnendum ríkisins og lækkandi verðs á olíu, málmum, sojabaunum og öðrum útflutnings- vörum Brasilíu. Nýlega mældist atvinnuleysi í landinu 12,6% sem svarar til þess að 13 milljónir manna séu án atvinnu. Henrique Meirelles, fjármálaráð- herra Brasilíu, fullyrti hinsvegar í gær að bráðum kæmi betri tíð og vísbendingar væru um að hagkerfi landsins væri byrjað að vaxa á ný. AFP Hátíð Mikið var um dýrðir á árlegri kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro um helgina en nýjar hagtölur gefa Brasilíumönnum lítið tilefni til að gleðjast. Kreppa í Brasilíu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stjórnarherinn í Írak sækir enn af mikilli hörku inn í borgina Mosúl, síðasta stóra vígi Ríkis íslams þar í landi, en fréttaveita AFP greinir frá því að hermenn hafi nú náð valdi á helstu stjórnsýslubyggingum þar auk þess sem þeir hafa hrakið víga- menn út úr minjasafni borgarinnar. Orrustuþotur Bandaríkjahers hafa veitt íröskum sveitum aðstoð í formi loftárása allt frá því að þeir hófu sókn sína inn í vesturhluta Mo- súl 19. febrúar síðastliðinn. Að sögn AFP þurftu hersveitir að hægja á sókn sinni í nokkra daga sökum bágra veðurskilyrða, en á sunnudag hófst hún aftur af fullum þunga. Eitt merkasta safn landsins Í tilkynningu sem stjórnarher Íraks sendi frá sér í gær kemur með- al annars fram að búið sé að endur- heimta mikilvæga brú úr klóm víga- manna, en hún veitir hersveitum færi á að endursameina austur- og vesturhluta borgarinnar. Minjasafnið í Mosúl er eitt merki- legasta safn landsins, næst á eftir því safni sem finna má í Bagdad. Rataði það í heimspressuna 26. febrúar 2015 þegar Ríki íslams sendi frá sér myndband sem sýnir hvernig liðs- menn samtakanna beittu sleggjum til að mölbrjóta ómetanlegar styttur og voru sumar þeirra meðal annars frá tímum Rómaveldis. Minnst 90 menningarmunir eru sagðir hafa eyðilagst í ódæðinu. Þá hefur hersveitum einnig tekist að leggja undir sig seðlabankabygg- ingu, höfuðstöðvar lögreglunnar, raforkumannvirki og vatnsdreifing- arstöðvar svo fátt eitt sé nefnt. Þrengt að Ríki íslams í Írak AFP Stórsókn Ljósmyndari AFP náði mynd af því þegar bandarískar orrustu- þotur vörpuðu sprengjum á vesturhluta Mosúl síðastliðinn mánudag.  Íraski stjórnar- herinn sækir nú grimmt inn í Mosúl Kalífadæmi » Íraska borgin Mosúl og sýr- lenska borgin Raqqa eru síð- ustu höfuðvígi Ríkis íslams. » Landsvæði samtakanna, hið svonefnda kalífadæmi, hefur minnkað umtalsvert frá árinu 2014 þegar formlega var lýst yfir stofnun þess. » Um 750.000 manns búa enn í vesturhluta Mosúl. Þegar ljósmyndari fréttaveitu AFP átti leið fram hjá þessum indverska verkamanni í borginni Ahmedabad var hann önnum kafinn við að þurrka jurtir sem síðar eru nýttar til að kalla fram skæra og fagra liti. Næstkomandi mánudag, 13. mars, hefst vorhátíðin Holi sem oftast er nefnd hátíð litanna eða hátíð ást- arinnar. Á henni er komu vorsins fagnað og er hátíðin haldin eftir fyrsta fulla tunglið í marsmánuði. Hátíðin tengist hindúatrú og er haldin í Suður-Asíu, en í seinni tíð hefur hún breiðst út til Evrópu. Holi-hátíðin þykir mikið sjónar- spil enda ekki furða þar sem litir og gleði eru þá allsráðandi. AFP Hátíð lita og ástar á næsta leiti Fimm karlmenn sem allir eru grunaðir um tengsl við víga- samtökin Ríki ísl- ams verða leiddir fyrir dómara í Jórdaníu á næst- unni. Mennirnir voru handteknir í fyrra grunaðir um að hafa skipulagt sjálfsvígsárás sem átti sér stað í Rukban, skammt frá landa- mærunum að Sýrlandi, 21. júní sl. Fréttastofa AFP greinir frá því að mennirnir séu allir með ríkis- fang í Sádi-Arabíu en litlar upplýs- ingar hafa verið gefnar um þá að öðru leyti. Alls létust sjö hermenn þegar sjálfsvígssprengjumaður sprengdi sig í loft upp við varðstöð þeirra í Rukban. Í yfirlýsingu Ríki íslams skömmu síðar viðurkenndu sam- tökin ábyrgð á ódæðinu. JÓRDANÍA Munu rétta yfir fimm vígamönnum Hermaður stendur vörð í Rukban. Ungverska þing- ið hefur nú sam- þykkt að senda alla þá sem sækja um hæli þar í landi sjálfkrafa í varðhald og verða þeir hýstir í gámabúðum sem búið er að koma upp í suð- urhluta landsins. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þrátt fyrir að mannréttindasamtök hafi lýst yfir áhyggjum sínum. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segir aðgerðirnar nauðsynlegar og vísar hann meðal annars í aukna hryðjuverkahættu í Evrópu í kjölfar aukins straums flóttamanna þangað undanfarið. Þá verður, að sögn fréttaveitu AFP, hælisleitendum jafnframt meinað að ferðast innan Ungverja- lands og yfirgefa það á meðan um- sókn þeirra um hæli er til skoðunar innan stjórnsýslunnar. UNGVERJALAND Hælisleitendur í varðhald við komu Viktor Orban

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.