Morgunblaðið - 08.03.2017, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Viðar, vinur
minn og félagi, er
fallinn frá.
Ég kynntist Viðari skömmu
eftir að ég hóf störf á Byggða-
safni Reykjanesbæjar árið
2001. Hann kom alltaf með svo
mikla orku með sér, fullur af
hugmyndum, fréttum og fróð-
leik. Hann hafði yfirgripsmikla
þekkingu á öllu er viðkom
hverskonar kvikmyndaefni,
þekkti vel sögu bæjarfélagsins
og fjöldann allan af fólki sem
hann gat leitað til með marg-
vísleg erindi.
Í meira en 30 ár hefur Viðar
unnið ötullega að söfnun mynd-
efnis af margvíslegu tagi, frétt-
um, íþróttum, fróðleik og menn-
ingarviðburðum, í byggða-
safninu eru nú um 5000 spólur
sem Viðar safnaði fyrir okkur.
Viðar kom oft í heimsókn til að
vinna í safninu og spjalla um
nýjustu hugmyndirnar. Alltaf
var eitthvað á döfinni hjá Við-
ari. Við ræddum oft um að bæta
við skráninguna, um hugmyndir
Viðars að nýjum viðfangsefnum
fyrir næsta og þarnæsta Lífið í
bænum og síðan voru það við-
tölin sem hann langaði að taka
við aldna bæjarbúa.
Á hverri Ljósanótt bauð Við-
ar bæjarbúum í ókeypis bíó í
samvinnu við Sambíóin og gátu
gestir hátíðarinnar notið Lífsins
í bænum, þar sem kunnuglegt
umhverfi og andlit birtust á
stóra tjaldinu. Þá opnaði Viðar
fyrir nokkru vefsíðu þar sem
finna má áhugaverð myndbrot
sem eru kærkomin fyrir sögu-
þyrsta Suðurnesjamenn og
aðra.
Það er með miklu þakklæti
sem ég kveð þennan ljúfa, hug-
myndaríka og orkumikla sam-
starfsmann, framlag hans til
varðveislu sögu þessa svæðis er
og verður ómetanlegt.
Fjölskyldu hans votta ég
samúð mína.
Sigrún Ásta Jónsdóttir,
safnstjóri Byggðasafns
Reykjanesbæjar.
Það er iðulega haft í flimt-
ingum eftir langar vinnulotur á
fréttastofunni að það sé víst til
eitthvað sem heitir „líf fyrir ut-
an RÚV“. Og það er einmitt á
kveðjustundum sem þessum
sem maður áttar sig á því hvað
vinnufélagar til margra ára og
jafnvel áratuga hafa borað sig
djúpt inn í hjarta manns. Þann-
ig félagi var Viddi.
Okkar leiðir lágu saman fyrir
rúmum 17 árum þegar ég hóf
störf sem fréttamaður á Frétta-
stofu Sjónvarpsins á Laugaveg-
inum og hann starfaði sem
myndatökumaður og fréttarit-
ari á Suðurnesjum. Viddi var
alltaf svo brosmildur, hress og
þægilegur í allri framkomu að
sem nýliði andaði maður léttar í
návist hans. Hann sinnti ýms-
um störfum hjá RÚV og var í
mörg ár yfirmaður tæknisviðs
fréttastofunnar. Hann var ein-
staklega lausnamiðaður og já-
kvæður og í raun „reddari“ af
guðs náð. Þegar óvæntir at-
burðir gerðust eða mikið lá við
þá var það Viddi sem allir leit-
uðu til. Hann var snillingur í að
redda aðstöðu, græjum eða
hverju sem til þurfti. Einstaka
sinnum fékk hann hugmyndir
eða keypti græjur eins og víd-
eósímann sem slógu ekki alveg
eins vel í gegn og til stóð. En
þegar kaldhæðnir vinnufélag-
Viðar Oddgeirsson
✝ ViðarOddgeirsson
fæddist í Keflavík
3. ágúst 1956. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 24.
febrúar 2017.
Útför Viðars var
gerð frá 7. mars
2017.
arnir stríddu hon-
um á þessu hló
hann manna hæst.
Því það vantaði
ekki húmorinn í
þennan yndislega
mann sem kunni
ekki að taka sjálfan
sig hátíðlega.
Það var þægilegt
að leita til hans og
jafnvel þegar við
vorum hressilega
ósammála um eitthvað þá lauk
þeim samskiptum samt með
brosi og góðum straumum. Það
var dýrmætur eiginleiki.
Viddi hafði færst yfir í tækni-
deild síðustu ár en var alltaf
viðloðandi fréttastofuna. Fór í
útköll sem myndatökumaður
fyrir okkur, samhliða öðrum
störfum, nánast fram á síðasta
dag. Brunaútköll að nóttu eða
undirskrift kjarasamninga síðla
kvölds, alltaf svaraði hann kalli
fréttastofunnar. Það var ómet-
anlegt.
Fyrir hönd fréttastofu RÚV
votta ég sambýliskonu Viðars,
sonum hans og fjölskyldu inni-
lega samúð okkar. Við kveðjum
góðan dreng og frábæran
vinnufélaga með þakklæti í
huga.
Rakel Þorbergsdóttir.
Viðar Oddgeirsson var indæll
félagi, hjálpfús og duglegur. Við
sem áttum hann bæði að vinnu-
og veiðifélaga söknum góðs
drengs, sem gekk ákveðinn að
hverju verki, hvort sem var í
starfi eða leik. Hann kom fyrir
mörgum árum til liðs við sil-
ungsveiðihóp, þar sem við vor-
um fyrir. Viddi smellpassaði,
áhugasamur, árrisull og veiðinn
í besta lagi. Hann var af gamla
skólanum sem er hinn eini rétti
skóli, hann veiddi sér til ánægju
og til nytja. Magnveiðimaður er
kannski ekki rétt orð en hann
veiddi vel, en þessi nýlega tíska
að veiða og sleppa var alls ekki
hans deild.
Hann var lunkinn veiðimaður
og líka mjög ötull, og eftir að
Ólöf kom í veiðihópinn í Vatns-
dalnum, þá voru þau iðulega
búin að landa nokkrum eld-
snemma morguns, þegar við hin
voru enn með stírurnar í aug-
unum að tína á okkur spjar-
irnar heima í húsi. Í veiðinni
eins og í vinnunni, var hann
skipulagður, fann góða veiði-
staði og með þolinmæði og
dugnaði skiluðu þau Ólöf drýgri
afla en flest okkar hinna. Í sam-
bandi við veiðarnar og nútíma-
væðinguna þyngdist stundum á
honum brúnin, þegar herða átti
á regluverkinu, og banna til
dæmis jafn sjálfsagða hluti og
spún og maðk.
Hann beitti líka flugu en að
slíkt agn ætti að vera einrátt í
veiðinni var honum ekki að
skapi. Um þetta hafði hann
stundum nokkur vel valin orð.
Svo var það búið og Viddi kom-
inn í veiðistuð aftur.
Félagarnir úr Vatnsdal senda
fólkinu hans öllu samúðarkveðj-
ur.
Arnar Páll og Broddi.
Sviplegt lát Viðars Oddgeirs-
sonar fékk mjög á okkur öll
vinnufélaga hans hjá Ríkisút-
varpinu. Hann varð aðeins sex-
tugur og þó að hann hefði átt
við hjartasjúkdóm að stríða
kom andlát hans okkur öllum í
opna skjöldu. Við vildum ekki
trúa því að þessi góði drengur
væri allur. En því miður er
hann horfinn, eftir er stórt
skarð fyrir skildi.
Viðar var einn af hornstein-
um Ríkisútvarpsins, lykilmaður
í tækniþróun í áratugi, fram-
sýnn og óþreytandi að sækja
sér nýja þekkingu. Á fullorðins-
aldri fór hann í háskólanám til
að afla sér kennsluréttinda en
Viddi hafði bæði gaman af og
átti auðvelt með að miðla af
þekkingu sinni og reynslu.
Hann nálgaðist verkefni sín af
óbilandi bjartsýni, átti auðvelt
með að finna lausnir á flóknum
verkefnum og neitaði að gefast
upp.
Hann byrjaði að starfa fyrir
Ríkisútvarpið fyrir rúmum
þremur áratugum, fyrst sem af-
ar dugmikill myndatökumaður
og fréttaritari á Suðurnesjum
með næmt fréttanef og gott
auga fyrir hinu myndræna. Svo
kom hann til starfa fyrir Sjón-
varpið á Laugaveginum. Við
unnum náið saman þegar hann
bar ábyrgð á tæknimálum
fréttastofunnar og ég var
fréttastjóri. Það var alltaf gott
að leita til hans og við áttum
skap saman, raunar átti Viddi
mjög auðvelt með að umgang-
ast fólk og skipti engu hvort
hann var sammála fólki eða
ekki. Ég man aldrei eftir því að
hann hafi skipt skapi en hann
gat staðið fast á sínu.
Hann gætti vel að öllu sem
snerti starf hans og var afar
skipulegur. Meðal tölvupósta
frá honum mátti oft sjá lífs-
reglur um vinnu, eitt skjalið
heitir: „Nokkur hagnýt atriði
fyrir starfsmenn“. Í annað sinn
kom póstur: „Sæll Bogi, á þig
er skráður FlashMic með ID
númerið 2288108610 og RÚV
númerið: 2009-052.
Viltu staðfesta við mig hvort
hann sé enn í þinni vörslu.
Kveðja Viðar“.
Þetta er lítið dæmi um þá al-
úð og natni sem bar vandvirkni
hans vitni.
Viddi hafði mjög vítt áhuga-
svið og var sérlega áhugasamur
um íþróttir, fylgdist vel með
gengi liða frá Suðurnesjum.
Þess verður saknað að geta
ekki setið yfir kaffi- og tebolla í
örlítilli hvíld frá dagsins önn og
rætt um enska fótboltann.
Nokkrum sinnum horfðum við
saman á leiki, Viddi hafði lengi
verið mikill stuðningsmaður
Manchester City, löngu áður en
nokkrum kom til hugar að það
lið yrði stórveldi. Hann naut
þess að fara utan og sjá leiki og
var svo lánsamur að vera við-
staddur þegar liðið varð Eng-
landsmeistari í fyrsta sinn í
marga áratugi. Ferðirnar voru
margar og á síðasta ári fór
hann með sonum sínum, hlakk-
aði mikið til og naut þess að
segja frá eftir heimkomu.
Þriggja áratuga samstarf, fé-
lagsskapur og vinátta er liðin
allt of fljótt. Missir allra sem
þekktu Viðar Oddgeirsson er
mikill, mestur fjölskyldu hans
sem kveður tryggan dreng og
góðan. Þeim votta ég mína
dýpstu samúð.
Bogi Ágústsson
Það er sárt að kveðja Viðar,
þennan ástríðufulla en hrein-
lynda vin og félaga, Keflvíking-
inn knáa og úrræðagóða, sem
stóð þétt við bakið á manni í
hverju bálviðrinu af öðru á
fyrstu starfsárum sameinaðrar
fréttastofu RÚV, þegar skera
þurfti freklega niður en sinna á
sama tíma risavöxnum verkefn-
um bankahruns, stjórnmálaólgu
og eldgosa. Þá stóð Viðar marg-
ar langar vaktir.
En nú biðu friðsæl ár í faðmi
ástvina, betra næði til að sinna
hugðarefnum. Þá kom þetta
högg. Eftir situr maður með öll
ósögðu orðin um þakkir fyrir
vináttu, stuðning og fjölmargar
gleðistundir. Viðar var einstak-
ur náungi, kraftmikill og lifandi,
glaðlyndur að upplagi, með
sterka réttlætiskennd, hreinn
og beinn. Það var ekki hans stíll
að búa í haginn fyrir sig með
einhverri uppgerð eða smjaðri.
Hann prílaði ekki til valda og
áhrifa, heldur var hann kallaður
til vegna þess að eiginleika
hans var þörf.
Fyrir löngu vissi maður af
honum í Keflavík. Hann var
fljótur á vettvang þegar vantaði
myndir. Ævinlega snar í snún-
ingum. Líklega kynntumst við
fyrst persónulega þegar frétta-
maðurinn í Kaupmannahöfn
þurfti að koma fréttaspólum
með flugi frá Kastrup til Kefla-
víkur – og alla leið upp á
Fréttastofu Sjónvarps við
Laugaveg. „Viddi reddar
þessu,“ var viðkvæðið þá og
síðar. Tónninn sleginn. Svo líða
árin. Þegar hinar rótgrónu
fréttastofur hljóðvarps og sjón-
varps voru sameinaðar þurfti
auðvitað að leysa mörg snúin
verkefni. Tímarnir voru róstu-
samir og margt sem þurfti að
gera var ekki til vinsælda fallið.
Viðar var rétti maðurinn í erfitt
starf tæknistjóra á þessari
stóru og öflugu fréttastofu.
Hann hafði sannarlega í mörg
horn að líta. Nú kom sér vel
dugnaður hans og takmarka-
laus útsjónarsemi. Þéttur á
velli og þéttur í lund, þrautgóð-
ur á raunastund. Fyrir þá sam-
fylgd alla þakka ég af heitu
hjarta.
Síðustu árin voru samveru-
stundir okkar stopular en æv-
inlega birti yfir þegar við hitt-
umst með kaffifantana. Við
skildum hvor annan. Nýr kafli
var hafinn. Þegar við höfðum
rætt nokkra stund um stöðu
mála, þá var viðkvæði okkar
gjarnan að best væri að halda
sínu striki af æðruleysi – og
setja Bítlana á fóninn. Ég á eft-
ir að sakna þessa elskulega,
glaða og hlýja töffara, sem
sagði sína meiningu umbúða-
laust – eilítið hásum en skýrum
rómi, og sjá hvernig andlit
hans gat opnast í ómengaðri
gleði út af einhverju drep-
fyndnu sem hann þurfti að
segja manni í grámyglu hvunn-
dagsins.
Ástvinum öllum votta ég
samúð og bið þess að minningin
um góðan dreng veiti þeim
styrk. Hvíldu í friði, kæri vinur.
Óðinn Jónsson.
Á RÚV vinnur mjög fjöl-
breyttur hópur. Í þessum hópi
eru starfsmenn sem eru RÚV,
hafa unnið þar lengi og maður
heldur að verði alltaf þar.
Þannig RÚVari var Viðar. Ég á
honum margt að þakka. Hann
var einn af þeim samstarfs-
félögum sem ólu mig upp.
Hann sá til þess að ég fékk
námssamning þegar ég vildi
mennta mig í faginu. Á meðan
á námi mínu stóð gaf hann mér
mörg tækifæri sem hafa nýst
mér vel í núverandi starfi.
Hann var einn af þeim sem létu
mig læra á linkabíl RÚV. Því
starfi hafði engin kona sinnt
áður. Ég ræddi það eitt sinn
við Viðar af hverju hann hefði
valið mig, skýringin var einföld;
þú gast það alveg eins og hver
annar. Við áttum gott spjall á
árshátíðinni um miðjan febrúar
þar sem ég þakkaði honum m.a.
fyrir tækifærin sem hann gaf
mér. Það er undarlegt að hugsa
til þess að það hafi verið okkar
síðasta spjall en ég er þakklát
fyrir það. Við samstarfsfélag-
arnir eigum eftir að sakna Við-
ars sárt.
Ég sendi fjölskyldu hans
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
María Björk
Guðmundsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA MARÍA ÞORVALDSDÓTTIR
húsmóðir,
Sílatjörn 6,
áður Miðtúni 4, Selfossi,
lést á dvalarheimilinu Sólvöllum,
Eyrarbakka, fimmtudaginn 23. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. mars
klukkan 13.
Ásta Kristín Siggadóttir
Hannes Siggason Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir
María Siggadóttir
Þorvaldur Siggason Guðrún Kristín Ívarsdóttir
Sæunn Siggadóttir Gísli Þór Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og
góðar kveðjur vegna fráfalls og útfarar
bróður okkar,
JÓNASAR INGA ÁRNASONAR,
Hjallalundi 20, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heimaþjónustu B og Heimahjúkrunar á
Akureyri.
Jóhannes Árnason
Sigurður Kristinsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BÁRA N. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Furugerði 1, Reykjavík,
lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi miðvikudaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 10. mars klukkan 13.
Sigurður Vilhelm Ólafsson
Svanhildur N. Erlingsd.
Sigurður H. Einarsson Hrafnhildur S. Sigurðard.
Eyjólfur Sigurðsson Indíana G. Eybergsdóttir
Klara Ó. Sigurðardóttir
Laufey Karlsdóttir
Helga Sigurðardóttir Ásberg M. Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar,
FJÓLA BJÖRGVINSDÓTTIR
frá Miðhúsum, Djúpavogi,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Siglufirði, 6. mars. Hún verður jarðsett frá
Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 11. mars
klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhannes Jóhannesson
Anna Rós Jóhannesdóttir
Hugrún Jóhannesdóttir
Ástkær dóttir okkar, systir og unnusta,
GUÐLAUG MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR
landvörður,
lést 1. mars. Útför hennar fer fram frá
Hafnarkirkju föstudaginn 10. mars
klukkan 14.
Anna Lilja Ottósdóttir Björn Jón Ævarsson
Hjörvar Freyr Kolbrún Rós
Helena Draumey
Einar Björn Halldórsson