Morgunblaðið - 08.03.2017, Síða 27
myndagerð yrði gott ævistarf, þá að-
allega út af því hversu mikið hark
það væri og erfitt að lifa á því. Ég fór
í HÍ í heimspeki og var þar í eitt ár
en árið 2000 fékk ég hugmynd að
myndinni Varði fer á vertíð og eyddi
sumrinu í hana. Sú mynd kveikti aft-
ur í mér kvikmyndaáhugann.“
Grímur fór síðan í kvikmyndaskól-
ann FAMU – Film Academy of Per-
forming Arts í Prag og útskrifaðist
þaðan árið 2004. Útskriftarmyndin
hans var stuttmyndin Slavek the
Shit, en hún vakti athygli á alþjóða-
vettvangi, var valin til sýningar á
Cannes og hefur víða hlotið verð-
laun. „Sú mynd var líka stökkpallur
fyrir mig og þá ákvað ég endanlega
að leggja kvikmyndagerð fyrir mig.“
Næsta stuttmynd Gríms, sem er ein
þekktasta íslenska stuttmynd sem
gerð hefur verið er Bræðrabylta,
sem fjallar um tvo samkynhneigða
glímukappa. Hún hefur hlotið 25 al-
þjóðleg verðlaun, m.a. sem besta
stuttmyndin á Interfilm 2008.
Fyrsta mynd Gríms í fullri lengd var
síðan Sumarlandið frá 2010 og þar á
eftir komu heimildarmyndirnar
Hreint hjarta og Hvellur sem fjallaði
um Laxárdeiluna við Mývatn.
Önnur leikna mynd Gríms í fullri
lengd var Hrútar sem var frumsýnd
2015. Hún hefur unnið til fjölda al-
þjóðlegra verðlauna, meðal annars
Un Certain Regard-verðlaunin í
Cannes, sem eru þau næstæðstu
þar, var tilnefnd sem besta myndin á
Evrópsku kvikmyndaverðlaununum
2015 og sópaði til sín verðlaununum
á Eddunni sama ár, m.a. sem besta
myndin.
„Ég var eitt og hálft ár að ferðast
um heiminn með myndina Hrúta og
hef verið að fá alls konar tilboð, er
kominn með umboðsmann í Los
Angeles og London, og er að skrifa
handrit að mynd sem gerist í Banda-
ríkjunum og mun leikstýra henni en
breskir framleiðendur eru að mynd-
inni.
Það sem er samt næst á dagskrá
er leikin íslensk kvikmynd sem heit-
ir Héraðið og er pólitískur þriller í
anda Óðals feðranna. Ég stefni á að
taka hana upp á næsta ári. Ég er
einnig að klippa heimildarmyndina
Litla Moskva sem fjallar um Norð-
fjarðarkommúnismann.“
Grímur ætlar að halda afmælis-
veislu á laugardaginn. „Það er fyrsta
veislan mér til heiðurs síðan ég
fermdist. Ég er ekki mikið fyrir
veislur og þurfti að þvinga mig til
þess að halda hana. Þetta verður líka
innflutningspartí því ég festi kaup á
íbúð síðasta sumar í fyrsta sinn. Svo
virðist því sem það hafi borgað sig
að gera kvikmyndagerð að ævistarfi,
núna 20 árum síðar.“
Fjölskylda
Kærasta Gríms er Margrét
Seema Takyar, f. 24.8. 1979, ljós-
myndari og kvikmyndatökumaður.
Foreldrar hennar eru Dinesh Kum-
ar Takyar, f. 1950, og Sigríður Jóns-
dóttir, f. 1954, en þau eru bæði efna-
fræðingar.
Systkini Gríms eru Finnur Há-
konarson hljóðtæknimaður, f. 21.7.
1975, og Harpa Dís Hákonardóttir,
rithöfundur og myndlistarnemi, f.
8.4. 1993.
Foreldrar Gríms: Hákon Sigur-
grímsson frá Holti, f. 15.8. 1937,
framkvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda og síðar skrifstofustjóri í
landbúnaðarráðuneytinu, og k.h.
Unnur Stefánsdóttir frá Vorsabæ, f.
18.1. 1951, d. 8.8. 2011, leikskóla-
stjóri og landsliðsmaður í íþróttum.
Úr frændgarði Gríms Hákonarsonar
Grímur
Hákonarson
Jóhanna Katrín
Sigursturludóttir
húsfr. á Íshóli og Jarlsstöðum,
systurdóttir Jóns Sigurðssonar
alþm. á Gautlöndum, föður ráð-
herranna Kristjáns og Péturs
Unnur Jónsdóttir
húsfreyja í Holti
Sigurgrímur Jónsson
oddviti í Holti í
Stokkseyrarhreppi
Hákon Sigurgrímsson
framkvstj. Stéttarsambands
bænda og síðar skrifststj. í
Landbúnaðarráðuneytinu
Ingibjörg
Grímsdóttir
húsfreyja
Jón Jónsson
oddviti og sjóm. í Oddagörðum í
Stokkseyrarhr., frá Jórvík í Álftaveri
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfreyja í Túni
Jóhann Þorkelsson
dómkirkjuprestur
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Sandhaugum
Guðrún Eiríksdóttir
form. Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn
Vernharður Jóhannsson
læknir á Sjálandi
Guðmundur Jóhannsson
cand.phil., tungumálakennari í Rvík
Svavar Sigmundsson
prófessor emeritus
og fyrrv. forstöðum.
Örnefnastofnunar
Ragnheiður Jónsdóttir
húsfreyja í Túni
Guðmundur Bjarnason
b. í Túni í Hraungerðishreppi
Guðfinna Guðmundsdóttir
húsfreyja í Vorsabæ
Stefán Jasonarson
hreppstj. í Vorsabæ í Flóa, form.
Búnaðars.Suðurlands og fréttaritari RÚV
Unnur Stefánsdóttir
leikskólastj. og landsliðsm.
í frjálsum íþróttum
Helga Ívarsdóttir
húsfreyja í Vorsabæ
Jason Steinþórsson
hreppstjóri í Vorsabæ
Jón Þorkelsson
b. og leiðsögum. á Íshóli og Jarlsstöðum
í Bárðardal, gekk fyrstur manna á Öskju
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
95 ára
Valgerður Valgeirsdóttir
85 ára
Guðmundur Óskarsson
80 ára
Ásgeir Þ. Ásgeirsson
Hanna Sigríður
Antoníusdóttir
Jóna Þ. Ólafsdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Margrét Ríkarðsdóttir
Ólöf Árbjört Tryggvadóttir
75 ára
Ásta Vigdís Gústafsdóttir
Ingvi Kristins Antonsson
Jón Ingi Guðmundsson
Marselía Gísladóttir
70 ára
Anna Höskuldsdóttir
Anton Óskarsson
Dóra Jónasdóttir
Gunnar H. Pálsson
Halla G. Hjálmarsdóttir
Kolbrún Kristín
Gunnarsdóttir
Leifur Jónsson
Regin Eysturoy Grímsson
Stefán Bergsson
Teitur Jónsson
60 ára
Egill Héðinn Bragason
Elínborg Ellertsdóttir
Erna Haraldsdóttir
Geirþrúður Sólveig
Hrafnsdóttir
Guðmundur Vignir
Hauksson
Leszek Józef Sikorski
Ólafur Már Guðmundsson
Ragnar Rúnar Sverrisson
50 ára
Ásborg Guðmundsdóttir
Dagný Káradóttir
Dorota Mucus
Elín Einarsdóttir
Elliði Ómar Hreinsson
Gísli Örn Bjarkarson
Hrafn Logason
Kristín Ásta Jónsdóttir
Kristján Valgeir
Jóhannsson
Mohamed Jónas El Asri
Þóra Þrastardóttir
40 ára
Adam Jacek Paradowski
Baldur Örn Árnason
Berglind Daðadóttir
Biju George
Birna María Antonsdóttir
Ernestas Kirvelis
Grímur Hákonarson
Guðmundur Halldórsson
Helena Jóhannsdóttir
Ingvi Pétur Snorrason
Magnea I. Hafsteinsdóttir
Marteinn Helgason
Michel Binet Doddis
Ósk Unnarsdóttir
Rakel Valsdóttir
Sigurður Vignir Sigurðsson
Wojciech Kulak
30 ára
Björg Hákonardóttir
Elías Örn Friðfinnsson
Ellen Ösp Víglundsdóttir
Eva Kristín
Kristbjörnsdóttir
Jaroslaw Jerzy Kot
Klara Jóhanna Hlynsdóttir
Kristýna Dousová
Snorri Matthíasson
Til hamingju með daginn
30 ára Klara ólst upp í
Hafnarfirði, býr þar og er
stuðningsfulltrúi við Hval-
eyrarskóla í Hafnarfirði.
Maki: Hákon Freyr Freys-
son, f. 1986, bruggari hjá
Foss Distillery.
Börn: Írena Dögg, f. 2012,
og Hlynur Pétur, f. 2014.
Foreldrar: Hlynur S. Vig-
fússon, f. 1959, leigubíl-
stjóri og kjötiðnaðar-
meistari, og Sigga Bech
Ásgeirsdóttir, f. 1963,
gæðastjóri.
Klara Jóhanna
Hlynsdóttir
30 ára Elías er Keflvík-
ingur og er matreiðslu-
maður hjá Soho Catering
veisluþjónustu.
Maki: Hildur Hlíf Hilm-
arsdóttir, f. 1984, stuðn-
ingsfulltrúi í Holtaskóla.
Börn: Steinunn Lilja, f.
2015.
Foreldrar: Friðfinnur Ein-
arsson, f. 1961, vélaverk-
fræðingur, og Lilja Péturs-
dóttir, f. 1963, matráður í
Leifsstöð. Þau eru bús. í
Keflavík.
Elías Örn
Friðfinnsson
40 ára Rakel er Keflvík-
ingur og er iðjuþjálfi á Æf-
ingastöðinni hjá Styrkt-
arfélagi lamaðra og
fatlaðra.
Börn: Birta Dröfn, f.
1996, og Eyþór, f. 2003.
Foreldrar: Valur Krist-
insson, f. 1960, vinnur í
tollinum á Keflavíkur-
flugvelli, bús. í Njarðvík og
Hólmfríður Skarphéð-
insdóttir, f. 1960, vinnur í
öryggisleitinni á Keflavík-
urflugv., bús. í Sandgerði.
Rakel
Valsdóttir
Ólafía Sigurjónsdóttir hefur varið dokt-
orsritgerð sína í sálfræði við Háskóla
Íslands. Ritgerðin ber heitið Athygli-
skekkjur í kvíðaröskunum: Þróun nýrra
aðferða til að mæla og þjálfa hamlandi
athygliferli (Attention bias in anxiety
disorders: Developing new methods to
measure and modify dysfunctional at-
tentional processes). Umsjónarkenn-
arar og leiðbeinendur voru dr. Árni
Kristjánsson, prófessor við sálfræði-
deild Háskóla Íslands, og Andri S.
Björnsson, prófessor við sömu deild.
Skekkjur í athygliferlum geta átt
þátt í því að kvíðaraskanir þróist og
viðhaldist. Athygliskekkjuþjálfun fer
fram með hjálp tölvu og miðar að því
að bæta úrvinnslu kvíðinna á kvíða-
vekjandi áreitum til að draga úr kvíða.
Niðurstöður rannsókna á árangri at-
hygliskekkjuþjálfunar í að leiðrétta at-
hygliskekkju og draga úr kvíða hafa
verið blendnar sem má ef til vill rekja
til þess að verkefnin sem notuð eru séu
ekki nægilega næm fyrir þeim ferlum
sem þau eiga að mæla og þjálfa.
Í ritgerðinni eru niðurstöður þriggja
rannsókna kynntar. Í rannsókn 1 voru
metin áhrif umbunar og hefðbundinnar
athygliskekkjuþjálfunar (sem byggist á
könnunarverkefninu) á athygliskekkju
og félagsfælniein-
kenni þátttakenda
sem voru á sama
tíma í hópmeðferð
við félagsfælni. Í
rannsókn 2 var
næmi tveggja al-
gengra verkefna
sem notuð eru til
að mæla og þjálfa
athygliskekkju (könnunarverkefni og
vísbendiverkefni) borið saman við tvö
verkefni sem eru mikið notuð í rann-
sóknum innan hugfræði (sjónleit-
arverkefni og athygliblikkverkefni) í
hópi háskólanema. Í rannsókn 3 var
næmi verkefnanna fjögurra mælt og
bornir saman hópar fólks, sem greint
var með félagsfælni, og hópur heil-
brigðra.
Niðurstöður rannsóknanna þriggja
benda til að athygliskekkja feli í sér
mörg samverkandi ferli og að verkefnin
sem oftast hafa verið notuð til að mæla
og þjálfa athygliskekkju skorti næmi.
Umbun reyndist mjög áhrifarík til að
hafa áhrif á athygliskekkju og athygli-
blikkverkefnið reyndist vera mjög
næmt á úrvinnslu á ógn og gaf nýja
innsýn í athygliskekkju kvíðinna ein-
staklinga.
Ólafía Sigurjónsdóttir
Ólafía Sigurjónsdóttir lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið
2002, BS-prófi í sálfræði frá HÍ árið 2009 og Cand.psych prófi í klínískri sálfræði
árið 2011 frá sama skóla. Ólafía hefur starfað sem klínískur sálfræðingur við
Kvíðameðferðarstöðina frá árinu 2011. Sambýlismaður Ólafíu er Alejandro José
Arias Baissón og eiga þau dótturina Lóu Arias.
Doktor
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
SUNDLAUGALYFTUR
FYRIR HREYFIHAMLAÐA
Nánari upplýsingar gefur Erna Dís heilbrigðisverkfræðingur hjá Fastus. Netfang: erna@fastus.is
Heilbrigðissvið Fastus býður upp á ýmsar gerðir af sundlaugalyftum fyrir hreyfihamlaða.