Morgunblaðið - 08.03.2017, Side 31

Morgunblaðið - 08.03.2017, Side 31
Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Farsinn Úti að aka eftir RayCooney í leikstjórn Magn-úsar Geirs Þórðarsonar,sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi, er sjálfstætt framhald á farsanum Með vífið í lúkunum sem frumsýndur var í London 1983. Þar sagði af leigubíl- stjóranum og tvíkvænismanninum Jóni Jónssyni sem fékk leigjanda sinn og frænda, Steingrím Guð- mundsson, til að ljúga fyrir sig svo ekki kæmist upp um afbrot hans. Úti að aka, sem frumsýnt var í London 2001, gerist 18 árum síðar. Jón (Hilmir Snær Guðnason) er enn kvæntur bæði Helgu (Ilmur Krist- jánsdóttir) sem býr á heimili þeirra í Mosfellsbænum og Guðrúnu (Hall- dóra Geirharðsdóttir) sem býr á heimili þeirra í Hafnarfirði, en hvor- ug konan veit af hinni. Með Helgu á hann Gunnar (Hilmar Guðjónsson) sem er orðinn 16 ára en með Guð- rúnu á hann hina 15 ára gömlu Sig- ríði (Elma Stefanía Ágústsdóttir). Þegar verkið hefst hafa Gunnar og Sigríður kynnst gegnum samfélags- miðla á netinu og ákveðið að hittast á stefnumóti. Um leið og Jón kemst að því ákveður hann að reyna hvað hann getur að koma í veg fyrir að börnin hans tvö hittist, þar sem slíkt gæti á endanum leitt til sifjaspells, og eyðir tveimur klukkustundum í rauntíma á leiksviðinu í lygar og reddingar þar til kemur að ögurstundu. Í lið með sér fær hann leigjanda sinn, Stein- grím (Halldór Gylfason), sem má eiginlega ekki vera að því að hjálpa frænda sínum þar sem hann er á leið til Kanaríeyja með öldruðum og elli- ærum föður sínum (Bergur Þór Ing- ólfsson). Samkvæmt forskrift höfundar sameinar leikmynd Snorra Freys Hilmarssonar bæði heimili Jóns í eitt þar sem heimilisfólkið notar jöfnum höndum fernar dyr framarlega á sviðinu og mætist iðulega á sviðinu án þess að sjá hvað annað, en gengur um sitt hvorar útidyrnar. Heimilin tvö spegla hvort annað í dempuðum litum og formum, en óneitanlega kviknaði sú spurning hvernig leigu- bílstjóri hefði efni á að halda tvö jafn glæsileg heimili því leikritið gefur engar upplýsingar um möguleg störf eiginkvennanna tveggja að öðru leyti en því að Helga vinni við slökunar- ráðgjöf í frístundum. Í bakgrunni sést blátóna götukort af höfuð- borgarsvæðinu sem minnir áhorf- endur á þær vegalengdir sem per- sónur verksins þurfa að fara milli heimila. Þýðing Gísla Rúnars Jónssonar er þjál en heimfærslan gengur ekki fyllilega upp. Óhugsandi er að Ís- lendingur geti komist upp með tví- kvæni í landi þar sem allir eru skráð- ir í Þjóðskrá við fæðingu og geta aðeins haft eitt opinbert heimilis- fang. Til að gera aðstæður Jóns trú- verðugar hefði verið vænlegra að Helga og Guðrún væru ekki eigin- konur hans heldur sambýliskonur til nærri tveggja áratuga. Cooney, sem fagnar 85 ára afmæli sínu í vor, hefur skrifað um tuttugu leikrit á ríflega 45 árum og hafa nokkur þeirra ratað á svið hérlendis, þeirra á meðal Með vífið í lúkunum, Beint í æð og Nei, ráðherra! Góðir farsar geta verið hin besta skemmt- un og hvíla nær undantekningarlaust á kostulegum misskilningi, slatta af lygum, góðum hraða og fjölda inn- og útgönguleiða til að framvinduhjólið gangi smurt. Þeir farsar Cooney sem rýnir hefur séð eiga það sameiginlegt að aðalpersónan er karlmaður á besta aldri sem er með tvær konur í takinu. Til að ekki komist upp um at- hæfið grípur hann til lyga og þegar lygavefurinn fer að flækjast óþyrmi- lega fyrir honum fær hann karlkyns vin sinn til að hjálpa sér að halda blekkingunni gangandi. Þó að staðan sé um tíma tvísýn þarf aðalhetjan á endanum samt ekki að taka afleið- ingum gjörða sinna. Þrátt fyrir að Úti að aka sé með yngri försum höf- undar verður að segjast eins og er að húmorinn er afskaplega gamaldags og þreyttur. Líkt og í fyrri verkum eru hommabrandarar fyrirferðar- miklir (en þeir skrifast ekki allir á höfundinn, eins og sjá má á loka- myndinni fyrir hlé) auk þess sem hæðst er að innflytjendum frá Asíu og konur margsinnis sagðar geðveik- ar þegar þær réttilega mótmæla því að vera læstar inni. Steininn tekur hins vegar úr þegar barnavændi er ítrekað gert að aðhlátursefni. Ljúgandi vinirnir tveir fá eðli málsins samkvæmt úr mestu að moða en eiginkonunum er nær ein- vörðungu ætlað það hlutverk að vera bláeygar og forviða gagnvart því sem gengur á. Höfundur er spar á upplýs- ingar um persónur sínar og því verða þær lítið annað en fulltrúar kyns síns og aldurs. Sem dæmi hafa áhorf- endur ekki hugmynd um hvað Guð- rún gerir við tíma sinn annað en að útbúa nesti handa eiginmanninum og jagast í atvinnulausum leigjand- anum. Cooney hefði einnig þurft að huga betur að notkun sinni á nútíma- tækni til þess að láta unglingana ekki líta út eins og kjána, því til að láta plottið ganga upp þurfa unglingarnir jafnfljótt og þeir hafa kynnst á netinu að gleyma því að hægt er að nota far- símann og ýmis samskiptaforrit til að ná tali af öðrum. Líkt og í farsanum Beint í æð, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu haustið 2014, byrjar Úti að aka á fullu spítti og helgast það ekki síst af leiktextanum sjálfum. Gallinn við að skrúfa orkustigið í botn frá fyrstu setningu er að lítið sem ekkert svig- rúm gefst til að skapa stígandi eftir því sem lygavefurinn þéttist og ör- væntingin eykst. Leikhópurinn allur sýndi að hann ræður tæknilega al- gjörlega við þann hraða sem leik- skáldið og leikstjórinn leggja upp með og sviðsumferðin gengur smurt, en hraðinn í textameðferðinni kom reglulega niður á framsögninni og öskurleikstíll sumra leikara varð óskaplega þreytandi til lengdar. Einn ljósasti punktur sýningar- innar er hversu vel gáskafulli líkam- legi gamanleikurinn, svonefnt „slap- stick“, er útfærður. Hilmir Snær Guðnason sýnir mikla fimi þegar hann stekkur og kastar sér yfir hús- gögn í örvæntingarfullri tilraun til að fela sig. Og Bergur Þór Ingólfsson stelur hreinlega senunni þegar hann loksins birtist eftir hlé í hlutverki hins aldraða Guðmundar og sýnir ótrúlega fimi hvort sem hann dettur niður stiga eða er hlaupinn um koll. Aðdáendur Cooney munu vafalítið skemmta sér á Úti að aka, enda val- inn maður í hverju rúmi. Hins vegar er svolítið dapurlegt að jafngóðir leikarar og listrænir stjórnendur og hér er um að ræða fái ekki úr meiri og bitastæðari efnivið að moða. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Lygar „Aðdáendur Cooney munu vafalítið skemmta sér á Úti að aka, enda valinn maður í hverju rúmi. Hins vegar er svolítið dapurlegt að jafngóðir leikarar […] fái ekki úr meiri og bitastæðari efnivið að moða,“ segir í rýni. Á fullri ferð Borgarleikhúsið Úti að aka bbmnn Eftir Ray Cooney. Íslenskun og heim- færsla: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýs- ing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Amabadama. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikgervi: Margrét Bene- diktsdóttir. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Halldóra Geirharðsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Hilmar Guð- jónsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldór Gylfason og Bergur Þór Ingólfs- son. Frumsýning á Stóra sviði Borgar- leikhússins laugardaginn 4. mars 2017. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Úti að aka (Stóra svið) Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Lau 1/4 kl. 20:00 aukas. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Mið 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 6/4 kl. 20:00 aukas. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. Elly (Nýja sviðið) Mán 13/3 kl. 20:00 Fors. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn Þri 14/3 kl. 20:00 Fors. Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn Mið 15/3 kl. 13:00 Fors. Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn Fim 16/3 kl. 13:00 Fors. Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fös 17/3 kl. 20:00 Fors. Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn Lau 18/3 kl. 20:00 Frums. Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn Sun 19/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Þri 21/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn Mið 22/3 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn Fös 24/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 5 sýn Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn Fös 19/5 kl. 20:00 aukas. Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Samstarfsverkefni við Vesturport MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 20/5 kl. 20:00 152 s. Þri 11/4 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Fim 25/5 kl. 20:00 167 s. Mið 19/4 kl. 20:00 Fös 12/5 kl. 20:00 Fös 26/5 kl. 20:00 176 s. Lau 22/4 kl. 20:00 Fös 19/5 kl. 20:00 112 s. Lau 27/5 kl. 20:00 157 s. Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 12/3 kl. 13:00 aukas. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 97 s. Sun 19/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 86 s. Sun 7/5 kl. 13:00 85 s. Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 102 s. Sun 14/5 kl. 13:00 123 s. Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 12/3 kl. 13:00 11. sýn Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Illska (Litla sviðið) Fös 10/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Lau 1/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar Fórn (Allt húsið) Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 12/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 2/4 kl. 13:00 Sun 12/3 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Sun 2/4 kl. 16:00 Sun 19/3 kl. 13:00 Lau 1/4 kl. 13:00 Sun 9/4 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 16:00 Lau 1/4 kl. 16:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Fim 9/3 kl. 19:30 Aðalæfing Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 10/3 kl. 19:30 Frums Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 11/3 kl. 19:30 Lau 25/3 kl. 20:00 Varmahlíð Lau 18/3 kl. 20:00 Egilsstaðir Lau 1/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 aukasýn Allra síðasta sýning! Óþelló (Stóra sviðið) Fös 17/3 kl. 19:30 Sýningum lýkur í mars! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 9/3 kl. 20:00 Fim 16/3 kl. 20:00 Fim 23/3 kl. 20:30 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 17/3 kl. 20:30 Fös 24/3 kl. 20:30 Fös 10/3 kl. 22:30 Fös 17/3 kl. 23:00 Fös 24/3 kl. 23:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 22:30 Lau 18/3 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.