Morgunblaðið - 27.05.2017, Side 8

Morgunblaðið - 27.05.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 NÝTT! TINTED LIP BALM - VARASALVI MEÐ LIT. Varasalvi sem mýkir varirnar, náttúrulegur litur og gefur glans. Inniheldur lífrænar jurtaolíur og shea butter. Natrue vottað. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda: Heilsuverslanir og apótek um allt land. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaiceland Ýmsir hafa furðað sig á að fjár-málaráðherra skyldi á dög- unum viðra sig í viðtali í bol merktum erlendri vandræðamynt til að ræða gjaldmiðlamál.    Katrín Jak-obsdóttir lýsti þeirri skoðun sinni að ráðherrann væri væntanlega ekki í evrubolnum þar sem hann ætti ekki annað hreint til að bregða yfir sig. Ráðherra væri að senda ákveðin skilaboð.    Ekki þarf aðefast um að þetta er rétt hjá Katrínu, Benedikt hlýtur að hafa verið að senda skilaboð með bolnum.    En hvað ætli samstarfsmönnumhans finnist um þessi skila- boð? Ætli þeir séu sáttir við þessa framgöngu fjármálaráðherrans og ætli þessi háttur verði hafður á framvegis hjá ríkisstjórninni þeg- ar koma þarf á framfæri sjón- armiðum sem njóta hvorki stuðn- ings innan né utan ríkisstjórnar?    Mega landsmenn vænta þess aðráðherrar skrýðist hér eftir hinum ýmsu búningum til að koma sérvisku sinni á framfæri?    Og af því að sumir horfa stund-um til fordæma erlendis og telja allt best sem erlent er, ekki síst þeir sem sjálfir eru gengnir í ESB og evruna, hvernig halda þeir menn að erlendum fjár- málaráðherrum yrði tekið sem klæddu sig í myntir annarra ríkja?    Dettur einhverjum í hug aðslíkir sætu lengi eftir það? Benedikt Jóhannesson. Er allt í lagi? STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir. Veður víða um heim 26.5., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 8 rigning Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 13 léttskýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 23 skýjað Glasgow 25 heiðskírt London 24 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 25 heiðskírt Hamborg 23 léttskýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 23 heiðskírt Moskva 17 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Róm 23 léttskýjað Aþena 21 skýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 12 rigning New York 20 þoka Chicago 16 þoka Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:35 23:16 ÍSAFJÖRÐUR 3:01 23:59 SIGLUFJÖRÐUR 2:43 23:44 DJÚPIVOGUR 2:56 22:54 Norsk-íslenska síldin er í ár fyrr á ferð í fæðugöngu vestur á bóginn heldur en undanfarinn tæpan aldar- fjórðung. Sérfræðingar varast að draga of miklar ályktanir af því þótt síldin finnist einhverjum vikum fyrr heldur en verið hefur. Það er nánast eingöngu eldri síld sem vart hefur orðið við í íslenskri lögsögu, en aust- ar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa rannsóknarskip fundið yngri síld. Er það einkum árgangur frá 2013 en vísbendingar frá fyrri leið- öngrum hafa bent til að hann kunni að vera stór og eru talsverðar vonir bundnar við hann. Í vikunni lauk tæplega þriggja vikna leiðangri Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-ís- lenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi ár- legi leiðangur var nú farinn í 23. árið í röð og taka þátt í honum auk Ís- lendinga rannsóknarskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Einkum 12 og 13 ára gömul síld Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir úr íslenska hlutanum og sýna þær mun meiri útbreiðslu og magn á norsk-íslenskri síld innan landhelg- innar austur af landinu en verið hef- ur undanfarin vor. Eftir hrygningu við Noreg heldur síldin til vesturs í fæðuleit og í maí er síldin ýmist ný- komin í lögsögu Íslands eða enn að ganga frá hrygningarsvæðunum. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði síðustu ár. Síldin hrygnir að stórum hluta við Møre í Noregi í mars. Ungsíld frá uppeldissvæðum í Barentshafi og norsku fjörðunum fer einnig í fæðugöngur en er þá norðar og austar en sú eldri. aij@mbl.is Síldin óvenjusnemma á ferðinni  Nánast eingöngu eldri síld  Vonir eru bundnar við árganginn frá 2013 Auk rannsókna á norsk-íslensku síldinni var magn kolmunna austur og norðaustur af landinu metið í leiðangri Árna Friðrikssonar. Þá voru gerðar umfangsmiklar mæl- ingar til að kanna ástand hafsins og vistkerfisins, m.a. með rannsóknum á magni átustofna. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna, svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Kolmunninn var blandaður að stærð en var öllu smærri norðar. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum, en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Ís- lands og Færeyja. Þessar niður- stöður gefa því ekki tilefni til að álykta um makrílgengd inn á ís- lensk hafsvæði í sumar. Leiðangursstjóri var Guðmundur J. Óskarsson og skipstjóri Ingvi Frið- riksson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vísindi Árni Friðriksson á útleið. Nær ekkert af makríl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.