Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Ný glæsileg heimasíða acredo.is Hátúni 6a Sími 577 7740 carat.is acredo.is Trúlofunarhringir fh Giftingarhringir fh Demantsskartgripir Frelsi & jafnrétti Forsenda framfara S JÁ L F S TÆÐ I S F L O KKUR I N N Áréttri leið Vorferð eldri sjálfstæðismanna Samtök eldri sjálfstæðismanna og Félag eldri sjálf- stæðismanna á Suðurnesjum efna til vorferðar næsta miðvikudag 31.maí. Farið verður fráNesvöllum í Reykjanesbæ kl. 9:30 og ekið aðValhöll. Kl. 10:00 verður farið frá Valhöll og ekið til Eyrarbakka, Selfoss ogHveragerðis. Nánari dagskrá er auglýst á xd.is. Fargjaldið er 3.500 kr. á mann og best að leggja það inn á reikning 0513-26-007414, kt. 570269-1439. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 515-1700, ekki síðar enmánudaginn 29. maí kl. 15:00. Íþróttafélagið Fylkir fagnar 50 ára afmæli sínu um helgina en félagið var stofnað árið 1967 og hefur verið þungamiðja íþrótta- og tómstunda- starfs í Árbænum allar götur síðan. „Við ætlum að fagna þessum merka áfanga í sögu félagsins með fólkinu hér í hverfinu og Fylkis- mönnum um allt land,“ segir Björn Gíslason, formaður Fylkis, en boðið hefur verið til sérstakrar afmælis- dagskrár á sunnudag. „Það verður mikið um að vera hjá okkur og við ætlum að hefja afmælis- dagskrána með því að endurvekja Ár- bæjarhlaupið en það hefst klukkan tíu við Krónuna og hlaupið verður niður Rofabæinn að Þykkvabæ.“ Sérstök fimleikasýning verður í Fylkishöllinni að loknu hlaupi og boð- ið verður upp á afmæliskaffi klukkan 12:30 í Fylkisheimilinu. Þá verða íþróttakarl og íþróttakona Fylkis árið 2016 krýnd. „Þetta er líka stór dagur fyrir mei- starflokka okkar í knattspyrnu en bæði karla- og kvennalið okkar verða í sviðsljósinu. Stelpurnar munu taka á móti KR hér á Fylkisvellinum klukkan tvö og strákarnir sækja HK í Kópavoginum heim klukkan fimm,“ segir Björn og að sjálfsögðu hvetur hann alla Fylkismenn til að fjölmenna á völlinn. Ljósmynd/Christopher Lund Afmæli Fylkir heldur upp á 50 ára afmæli félagsins á sunnudag. Árbæj- arhlaupið verður endurvakið og er öllum Árbæingum boðið til veislu. Fylkir fagnar fimm- tíu ára afmælinu Benedikt Jóhannesson, fjármála- ráðherra og núverandi formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku á aðal- fundi sem fram fer í dag, klukkan 13, á sal skólans. Listfræðineminn Hrafnkell Hringur Helgason er í framboði. Hrafnkell telur óheppilegt að fjár- málaráðherra fari fyrir hollvina- félagi stofnunar sem hann ákvarðar sjálfur fjárframlög til. Benedikt sagði í ræðu við skólaslitin í gær að kannski hefði skólinn liðið fyrir það að margir stjórnmálamenn hefðu komið úr skólanum. Þeir væru hræddir um að láta skólann njóta jafnræðis við aðra skóla af ótta við að vera sakaðir um að hygla sínum gamla skóla. Í því ljósi sagðist hann ekki gefa kost á sér til endurkjörs, þannig að slíkar ásakanir kæmu ekki í hans garð, þó svo að einhvern tím- ann yrði staðið við loforð um að bæta húsnæði skólans og hann njóti jafn- ræðis við aðra. Benedikt segir af sér formennsku Morgunblaðið/Eggert Bikarinn á loft Nemendur MR í kunnuglegum stellingum. BAKSVIÐ Jón Þórisson Stefán E. Stefánsson Uppnám er nú varðandi eignarhalds- breytingu á Arion banka sem hófst með kaupum vogunarsjóðanna Taco- nic Capital, Attestor Capital og Och- Ziff Capital, ásamt fjárfestingar- bankanum Goldman Sachs úr hópi hluthafa Kaupþings, á ríflega 27% hlut í bankanum. Fyrirtækin voru fyrir viðskiptin eigendur að Kaup- þingi, sem átti 87% hlut í Arion banka fram að viðskiptunum. Tilkynnt var um viðskiptin í mars síðastliðnum. Tveir hafa leitað heimildar Samhliða þessum hlutabréfavið- skiptum var sjóðunum veittur kaup- réttur að 21,9% hlut í bankanum til viðbótar. Í kjölfarið hafa Taconic Capital og Attestor Capital tilkynnt Fjármálaeftirlitinu að þeir hygðust fara með virkan eignarhlut í bank- anum, hver í sínu lagi. Virkur telst sá eignarhlutur sem er 10% hlutafjár eða meira, samkvæmt lögum um fjár- málafyrirtæki. Och-Ziff festi kaup á 6,6% hlut í Arion banka í fyrrnefnd- um viðskiptum og því er beinn eign- arhlutur sjóðsins sá. Hins vegar er Och-Ziff einnig meðal stærstu hlut- hafa Kaupþings og fer því yfir 10% mörkin sem beinn og óbeinn eigandi að bankanum. Hljóti ekki náð hjá FME Það sem uppnámi veldur nú er að samkvæmt staðfestum heimildum Morgunblaðisins mun Och-Ziff Capi- tal hafa fengið ábendingu um að ekki væri víst að sjóðurinn myndi hljóta náð fyrir augum FME sem virkur eigandi í bankanum. Einkum veldur þar sú staðreynd að umtalsvert rót hefur verið á sjóðum vogunarsjóðsins eftir háværa umræðu um spillingar- mál tengd starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Fram kom í umfjöllun sunnu- dagsblaðs Mogunblaðsins 2. apríl sl. að vogunarsjóðurinn hafi tapað 130 milljónum Bandaríkjadala og fjár- festar dregið alls 5,5 milljarða dala út úr sjóðum þess á árinu 2016. Þá hafa einnig verið fluttar af því fréttir að matsfyrirtækið Standard&Poors hafi fært lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk. Við mat á því hvort aðili telst hæfur til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki er einkum litið til orðspors og fjárhags- legs heilbrigðis. Alþjóðleg orðsporsáhætta Munu forsvarsmenn Och-Ziff meta stöðuna svo, samkvæmt heimildar- mönnum Morgunblaðsins, að ef FME hafnar beiðni fyrirtækisins geti það falið í sér alvarlega og alþjóðlega orð- sporsáhættu sem smitað geti út í aðra starfsemi sjóðsins en hann er skráður í kauphöllina í New York og er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Telja þeir að ekki sé bæt- andi á það „orðsporsvandamál“ sem sjóðurinn tekst nú á við, eins og einn heimildarmanna orðaði það. Staðan sem upp er komin veldur því að þeir hinna sem eftir eru í hópi kaupendanna þurfa að finna stað- gengil Och-Ziff í viðskiptunum eða bæta hlut þess við það sem þeir þegar höfðu í hyggju að fara með, til þess að tryggja að beinn og óbeinn hlutur Och-Ziff fari ekki yfir fyrrnefnd 10% mörk. Ekki er talið að FME geti stað- ið í vegi fyrir því að Och-Ziff haldi í hlut sem er skilgreindur undir mörk- um. Lífeyrissjóðir aftur að borðinu Heimildir Morgunblaðsins herma jafnframt að til greina komi að reyna að fá lífeyrissjóðina, sem aðild áttu að viðræðum um kaup á hlutum í bank- anum á síðasta ári og fram að því að tilkynnt var um kaup vogunarsjóð- anna, aftur að borðinu. Heimildir inn- an úr lífeyrissjóðunum herma að blendnar tilfinningar séu til þess að taka viðræður upp að nýju þar sem sjóðirnir telji að Kaupþing hafi dregið þá á asnaeyrunum meðan unnið var að því að landa samningum við vog- unarsjóðina. Morgunblaðið leitaði viðbragða Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, vegna málsins en hún brást ekki við beiðni blaðsins. Och-Ziff hættir ekki á mögulega neitun FME  Hefur ekki lagt inn beiðni um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka Morgunblaðið/Eggert Langt ferli Kaupþing skuldbatt sig til að selja 87% hlut sinn í bankanum árið 2015 og að gera það innan þriggja ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.