Morgunblaðið - 27.05.2017, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
um sem vilja birta upplýsingar um
mælikvarða þeirra varðandi sam-
félagsábyrgð. Birting á ESG-upplýs-
ingum verður ekki skylda fyrir skráð
fyrirtæki, en Nasdaq Nordic hefur
útbúið leiðbeiningarnar til að aðstoða
skráð félög sem hafa einsett sér að
birta slíkar upplýsingar. Þær eru því
valfrjálsar og óskuldbindandi og er
ekki ætlað að keppa við, leysa af
hólmi eða bæta neinu við þá ramma
um birtingar sem þegar eru við lýði,
eins og segir í upplýsingum frá kaup-
höllinni.
Spurður nánar um ástæðu þess að
leiðbeiningarnar eru gefnar út segir
Harvey að Nasdaq hafi áttað sig á því
að fyrirtækið gæti átt þátt í að bæta
þennan þátt í rekstri félaganna.
„Það eru svo mörg viðmið og mæli-
kvarðar í gangi að það getur verið
erfitt að finna rétta upphafspunktinn
í þessum málum, og fjárfestar gætu
átt erfitt með að bera fyrirtækin
saman þegar kemur að þessum atrið-
um.“
Harvey hvetur öll skráð fyrirtæki
til að huga að sjálfbærni. „Það að
fylgjast með og birta sjálfbærnigögn,
gæti orðið eðlilegur hluti af tilkynn-
ingum frá fyrirtækjum. Hagsmuna-
aðilar eru einnig farnir að kalla meira
eftir svona gögnum og við viljum að-
stoða fyrirtækin við að fóta sig í þess-
um nýja veruleika.“
Hvernig geta nýju leiðbeiningarn-
ar hjálpað fyrirtækjunum?
„Sumt í leiðbeiningunum eru
mælikvarðar sem eru ekki skil-
greindir sem fjárhagslegir, en þeir
munu hafa fjárhagslegar afleiðingar.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á
sterka fylgni á milli fyrirtækja sem
huga að sjálfbærni og lægri fjár-
magnskostnaði, minna flökti á hluta-
bréfaverði og betra virðismati yfir
lengri tíma. Aðrir hlutir eins og lægri
starfsmannavelta, vörumerkjastyrk-
ur og orðspor, tengjast þessu einnig
sterkt. Þannig að það er margt á
þessu að græða,“ segir Harvey.
Betri heimur
Harvey er sannfærður um að leið-
beiningarnar geti bætt markaðina og
Jörðina alla.
„Ég tel að gegnsæi, aðgengi og
sjálfbærni í flæði fjárfestinga geti
gert kraftaverk. Hagkerfi og mark-
aðir geta haft áhrif til góðs og stuðlað
að réttlátari, sjálfbærari og heild-
rænni heimi. Okkur er ekki einungis
umhugað um okkar iðnað og skjól-
stæðinga, heldur alla Jörðina.“
Kauphallir í kjöraðstöðu til að
leiðbeina um samfélagsábyrgð
Morgunblaðið/Þórður
Upplýsingar Nokkur íslensk félög eru framarlega í sjálfbærniupplýsingagjöf.
Fylgni milli sjálfbærni og fjármagnskostnaðar Leiðbeiningar óskuldbindandi
Samtakamáttur
» Nasdaq var einn stofnaðila
að samtökum sjálfbærra kaup-
halla hjá Sameinuðu þjóðunum
árið 2012.
» Sjö kauphallir samstæð-
unnar á Norðurlöndunum og í
Eystrasaltsríkjunum slógust í
hópinn í nóvember 2016.
27. maí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.63 100.11 99.87
Sterlingspund 129.26 129.88 129.57
Kanadadalur 73.98 74.42 74.2
Dönsk króna 15.045 15.133 15.089
Norsk króna 11.937 12.007 11.972
Sænsk króna 11.481 11.549 11.515
Svissn. franki 102.53 103.11 102.82
Japanskt jen 0.8948 0.9 0.8974
SDR 137.77 138.59 138.18
Evra 112.01 112.63 112.32
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 138.4872
Hrávöruverð
Gull 1265.0 ($/únsa)
Ál 1953.0 ($/tonn) LME
Hráolía 54.15 ($/fatið) Brent
● Fyrirtækið Ker-
ecis hlaut Vaxt-
arsprotann 2017,
en velta félagsins
jókst um 100%
milli ára. Við-
urkenningin er
veitt til að vekja at-
hygli á góðum ár-
angri sprotafyr-
irtækja í örum
vexti, samkvæmt
tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.
Kerecis er lækningavörufyrirtæki
sem notar roð til að græða sár og
styrkja líkamsvefi.
Kerecis hlaut Vaxtar-
sprotann 2017
Afhending fór
fram í Kaffi Flóru.
STUTT
hugverkasviði Samtaka iðnaðar-
ins.
Í ráðinu eru Ragnheiður H.
Magnúsdóttir hjá Marel, Kristinn
Árni Lár Hróbjartsson hjá Ko-
libri, Pétur Már Halldórsson hjá
Nox Medical, Svana Helen Björns-
dóttir hjá Stika, Frosti Ólafsson
hjá ORF líftækni, María Braga-
dóttir hjá Alvogen, Jóhann Þór
Jónsson hjá Advania, Valgerður
Hrund Skúladóttir hjá Sensa, Íris
Ólafsdóttir hjá Kúla 3D, Erlendur
Steinn Guðnason hjá Vizido, Hilm-
ar Veigar Pétursson og Stefanía
G. Halldórsdóttir hjá CCP og
Kristinn Þórðarson og Helga Mar-
grét Reykdal hjá framleiðslufyr-
irtækinu Truenorth.
Nýtt Hugverkaráð Samtaka iðn-
aðarins hefur verið skipað, en
rúmlega ár er frá því ráðið var
sett á laggirnar.
Í tilkynningu frá Samtökum
iðnaðarins segir að hlutverk ráðs-
ins sé að styrkja þau málefni sem
eru sameiginleg fyrirtækjum sem
starfa á alþjóðamörkuðum og
byggja afurðir sínar og þjónustu
á tækni og hugverki. „Markmið
ráðsins er að efla samkeppn-
ishæfni hugverka- og tæknifyr-
irtækja á Íslandi með því að vera
leiðandi afl í hagsmuna- og
stefnumálum þeirra,“ segir í
fréttinni.
Í ráðinu sitja fulltrúar sjö
starfsgreinahópa sem tilheyra
Nýtt hugverka-
ráð SI skipað
Eflir samkeppnishæfni fyrirtækja
Hugverk Fulltrúar starfsgreinahópanna sem mynda Hugverkaráð SI.
Atvinna
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Mygla ogmeindýr í
mannvirkjum
Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnir fræðslufund á
sviði Rannsóknastofu byggingariðnaðarins
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Mycoteam í Noregi
heldur fræðslufund ummyglu og meindýr í mannvirkjum.
Mánudaginn 29. maí nk. frá kl 15:00 til 16:00
Prófessor Ólafur H. Wallevik forstöðumaður Rb á Nýsköpunar-
miðstöð Íslands opnar fundinn en fyrirlesarinn er dr. Johan
Mattsson líffræðingur og yfirmaður rannsókna hjá Mycoteam.
Erindi hans er um myglu í mannvirkjum, en jafnframt mun hann
fjalla um baráttu við ýmis meindýr í mannvirkjum, svo sem
veggjatítlur.
Mycoteam hefur yfir 30 ára reynslu á rannsóknum á myglu-
sveppi, loftgæðum innandyra, rakavandamálum og ýmsum
meindýrum sem valda m.a. skemmdum á trévirki bygginga.
Fræðslufundurinn verður haldinn í húsakynnum Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands að Árleyni 8. Fundurinn er öllum opinn og
aðgangur er ókeypis. Fyrirlesturinn verður á ensku.
Skráning í tölvupósti á shruthi@nmi.is
Viðburðurinn er hluti af nýju fræðsluátaki Rannsóknastofu
byggingariðnaðarins (Rb) á Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir
almenning og fagaðila í byggingariðnaði.
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
„Kauphallir eru í kjöraðstöðu, sem
aðili mitt á milli fyrirtækja, fjárfesta
og löggjafans, til að setja fram leið-
beiningar um samfélagslega ábyrgð
skráðra fyrirtækja,“ segir Evan Har-
vey í samtali við
Morgunblaðið, en
Harvey fer með
málefni sam-
félagslegrar
ábyrgðar fyrir-
tækja hjá Nas-
daq.
Hann mun
halda erindi um
málið á morgun-
verðarfundi Nas-
daq á þriðjudaginn næsta á Hilton
Nordica undir yfirskriftinni Nýjar
ESG leiðbeiningar Nasdaq Nordic –
fyrir heilbrigðara atvinnulíf og
jörð, en skammstöfunin ESG stend-
ur fyrir Environmental, Social og
Governance, eða umhverfismál, sam-
félagsmál og stjórnarhætti.
Nýjar leiðbeiningar ekki skylda
Nýverið gáfu kauphallir Nasdaq á
Norðurlöndunum og í Eystrasalts-
ríkjunum, út valfrjálsar leiðbeining-
ar til stuðnings skráðum fyrirtækj-
Evan Harvey