Morgunblaðið - 27.05.2017, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
• AMT eru hágæða pönnur úr 9 mm þykku áli
• Allar pönnur mega fara inn í ofn við allt að 240° hita
• 3 ára ábyrgð á verpingu
• Ný byltingakennd viðloðunarfrí húð sem
er sterkari en Teflon og án eiturefna
• Nothæf fyrir allar eldavélar
• Má setja í
uppþvottavél
• Kokkalands-
liðið notar
AMT potta
og pönnur
Úlfar Finnbjörnsson
notar AMT potta og pönnur
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Þýskar hágæða pönnur frá AMT
Ný sending
WORLD’S
BESTPAN
„
“
THE
* “Theworld‘s best pan” according to VKD, largest German Chefs Association
*
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
Nú eru meir en 20 ár liðinsíðan taflmennska á net-inu hófst fyrir alvöru ogvinsælasti þjónninn í þá
daga var Internet chess club, ICC.
Menn tóku oft góðar rispur á þess-
um vettvangi en fyrir 15 árum eða
svo hætti greinarhöfundur að tefla
þarna svo heitið gæti og lágu til
þess ástæður sem ekki er þörf á að
rekja hér. Ágætur tölvumaður og
vefhönnuður, Ingvar Þ. Jóhann-
esson, kom mér aftur á sporið og
setti upp aðgang á Chess.com. Þessi
vefur slær flestu við sem gerist á
netinu; þarna má finna ágætar æf-
ingar fyrir börn, byrjendur og
lengra komna, alls kyns vídeó og
sagnfræðilegar upprifjanir. Áskrif-
endur eru kringum 18 milljón tals-
ins og á degi hverjum eru tefldar yf-
ir tvær milljónir skáka. Þeir sem
hafa rangt við eiga ekki sjö dagana
sæla á Chess.com; „vélarnar“ hafa
það hlutverk að þefa þá uppi sem
nota hugbúnað til að bæta árangur
sinn. Og meiri háttvísi er ríkjandi;
menn semja yfirleitt jafntefli í dauð-
um jafnteflisstöðum en því var ekki
alltaf að heilsa á ICC. Vinsælustu
tímamörkin eru 3 0 og „bullett“, 1 0,
þ.e. mínúta á alla skák án viðbót-
artíma, er að sögn þeirra sem
þekkja, stórkostleg rússíbanareið.
Þar er Hikaru Nakamura kóng-
urinn en hann hefur skrifað bók um
efnið sem vel gæti heitið: klækja-
brögð götustráks á skáksviðinu.
Chess.com virðist laða til sín alla
bestu skákmenn heims og heldur
reglulega hraðskákmót. Eitt þeirra
nefnist „Titled tuesday“ eða Titil-
hafar á þriðjudegi. Tímamörkin er 3
2 sem þýðir að tvær sekúndur bæt-
ast við eftir hvern leik. Þessi tíma-
mörk eru notuð á heimsmeist-
aramótunum í hraðskák. Þau
krefjast gífulegrar einbeitni,
minnsta truflun í nærumhvefinu
getur kostað, síminn hringir, eða:
„ … ertu til í að fara út með ruslið“
– nei elskan, ég er að tefla við
heimsmeistarann“.
En þegar öllu er á botninn hvolft
dásamar maður enn og aftur þenn-
an frábæra samruna tölvutækni og
skáklistar. Fyrr í þessum mánuði,
nánar tiltekið rétt eftir kl. 8 þriðju-
dagkvöldið 2. maí, hafði ég byrjað
vel á „Titled tuesday“ og beið spak-
ur eftir næsta mótherja:
Helgi Ólafsson – Magnús Carlsen
Drottningarbragð
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4.
Rc3 a6 5. cxd5 exd5 6. Bf4 Bd6 7.
Bg3 Bf5 8. e3 O-O 9. Hc1 He8 10.
Be2 c6 11. O-O Bxg3 12. hxg3 Rbd7
13. b4 De7 14. a3 b5 15. Rd2 a5 16.
g4 axb4 17. axb4 Bg6 18. g5 Re4
Áður en lengra er haldið vill
greinarhöfundur taka það strax
fram að afsakanir fyrir tapi eru hér
ekki teknar gildar, ástæðan fyrir
tapi er yfirleitt vitlaus ákvörðun
einhvern tíma í skákinni. „Vélarnar“
gera ekki mikinn greinarmun á með
hvorum riddaranum tekið er á e4.
Mistökin koma síðar. En nánari at-
hugun á stöðunni leiðir í ljós að eftir
19. Rdxe4 dxe4 20. d5! á svartur við
ramman reip að draga.
19. Rcxe4 dxe4 20. Hxc6 Dxg5
21. Hc7 Bf5 22. Db3?
Afleikur. Hvíta staðan er aðeins
betri eftir 22. g3. Í framhaldinu gef-
ur Magnús engin færi.
22. … Bh3 23. g3 h5 24. Hfc1 h4
25. Kh2 Be6 26. Dc2 hxg3+ 27.
fxg3 Rf6 28. Rf1 Ha2 29. Dd1
Dh5+!
- og hvítur gafst upp.
Eftir tveggja klukkustunda
mótshald vann Magnús Carlsen
með yfirburðum, hlaut 9 ½ vinning
af tíu mögulegum. Nakamura varð
í 2.-3. sæti með 8 vinninga. Grein-
arhöfundur hlaut 5 ½ vinning, jafn-
marga og hinn íslenski þátttakand-
inn „Eldur 16“ – Jóhann
Hjartarson.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/SÍ
Íslandsmeistari í annað sinn Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs
Hafnarfjarðar, afhenti hinum nýbakaða Íslandsmeistara Guðmundi Kjart-
anssyni hinn glæsilega verðlaunagrip gefinn af VISA við verðlaunaafhend-
ingu um síðustu helgi. Var myndin tekin við það tækifæri.
Titilhafar
á þriðjudegi
Tilgangur Sprengi-
sandslínu er að bæta
raforkukerfi landsins,
auka flutningsgetu
þess, öryggi raf-
orkuafhendingar og
gæði raforku.
Í kerfisáætlunum
Landsnets er lítið
fjallað um stofnkostn-
að einstakra fram-
kvæmda. Þó er í
skýrslu Landsnets frá febrúar 2015
„Lagning jarðstrengja á hærri
spennum í raforkuflutningskerfinu“
nefnt að kostnaður við 220 kV loft-
línu yfir Sprengisand sé áætlaður
4086 MISK eða 36,5 MUSD miðað
við gengi 112 ISK/USD.
Forsendur Sprengisandslínu um
6% reiknivexti, 30 ára líftíma, árleg-
an rekstrar- og viðhaldskostnað sem
nemur 2,5% af stofnkostnaði og
orkugetu 170 GWh/ári leiða til
kostnaðarverðs raforku upp á 21
USD/MWh.
Þá á eftir að taka tillit til og meta
aðra jákvæða þætti fyrir flutnings-
kerfið, en einnig neikvæð umhverfis-
áhrif.
Það kann að hljóma undarlega að
flutningslína fái orkugetu, en með
orkugetu Sprengisandslínu er átt við
þá aukningu í markaði sem lands-
kerfið gæti annað með tilkomu lín-
unnar.
Nefndur líftími er notaður við arð-
semismat en með sæmilegu viðhaldi
gæti raunverulegur líftími hæglega
orðið tvöfalt lengri.
Til samanburðar er kostnaðarverð
raforku frá vatnsafls- og jarð-
varmavirkjunum 40 USD/MWh.
Sem orkuaukandi að-
gerð í raforkukerfinu
er Sprengisandslína
þess vegna mjög hag-
kvæm framkvæmd.
Í ljósi þess ættu
orkufyrirtækin og sam-
tök náttúruverndar að
sjá sóma sinn í því að
taka höndum saman
um að Sprengisands-
lína verði að raunveru-
leika og þá haganlega
komið fyrir í landslagi
þannig að vel fari.
Sjálfsagt væri að leggja heils árs
akveg meðfram línunni til að opna
víðerni hálendisins fyrir ferðafólki.
Sprengisandslína
Eftir Skúla
Jóhannsson
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
» Orkufyrirtækin og
samtök náttúru-
verndar ættu að taka
höndum saman um að
Sprengisandslína verði
að raunveruleika.
Fasteignir
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn. Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Atvinna