Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 31
við systkinin ævinlega þakklát.
Um árabil rak Pálmar flutn-
ingafyrirtæki sem þjónaði upp-
sveitum Árnessýslu, hætti hann
þeim rekstri fyrir nokkru og
hugði nú gott til að geta snúið
sér alfarið að garðyrkjunni með
konu sinni, en Ragnhildur hefur
rekið SR-grænmeti á Flúðum í
mörg ár.
Pálmar vildi hvers manns
vanda leysa, mörg ungmennin
sem starfað hafa hjá þeim hjón-
um áttu hans trúnað og þáðu
hans ráð, þau sjá nú á bak vel-
gjörðarmanni sínum.
Við hugsum til Svövu sem
missir nú annan son sinn langt
um aldur fram.
Megi góður Guð styðja og
styrkja systur okkar og fjöl-
skylduna alla.
Það er allra að missa, en fyrir
mestu er að hafa átt. Fyrst og
fremst fyllist hugur okkar þakk-
læti fyrir að hafa átt hann að
samfylgdarmanni öll þessi ár,
allar gleðistundirnar sem við átt-
um saman og samveru í blíðu
sem stríðu, þau kynni verða
ávallt rík í hugum okkar. Við öll
sem þekktum hann munum ætíð
minnast hins lífsglaða manns og
góða drengs.
Steinunn, Sigríður,
Þorfinnur, Guðríður
og Bjarney.
Mildir, fræknir
menn best lifa,
sjaldan sút ala.
Þessi heilræði standa í upp-
hafi 48. vísu Hávamála. Vísu-
brotið segir að sönn lífsgleði sé
fólgin í örlæti, hreysti og
áhyggjuleysi.
Þegar við systkinin hugsum
til baka um Pálmar Þorgeirsson,
hennar Ragnhildar móðursystur,
þá er það þakklæti sem skín í
gegnum allar góðar minningar.
Þakklæti fyrir það að hafa feng-
ið að kynnast Pálmari. Hann var
höfðingi heim að sækja, greið-
vikinn og örlátur á sjálfan sig.
Miðdepill athyglinnar, afar vin-
sæll, betri sagnamaður vand-
fundinn. Mannamót, útilegur, af-
mæli, fermingar, ættarmót
Alltaf var hann hrókur alls fagn-
aðar. Mætti fyrstur, var síðastur
heim og var alltaf langflottastur.
Þær eru óteljandi sögurnar
sem Pálmar sagði af sér og sín-
um og við grétum öll af hlátri yf-
ir. Eftirfarandi saga er e.t.v.
ekki viðeigandi, en samt fær hún
að flakka sem eitt lítið brot.
Þannig var það að faðir okkar
fékk það hlutverk að vera sér-
legur ráðgjafi Pálmars og Ragn-
hildar í raflögnum í nýja húsinu
á Vesturbrúninni. Eitt kvöld
hringdi síminn í Kóngsbakkan-
um og í upphafi færði Pálmar
þær gleðifréttir að þau Ragn-
hildur væru nýbúin að kaupa sér
forláta vatnsrúm. Samtalið tók
óvænta stefnu þegar Pálmar
spurði pabba hvað væri til ráða
því hann væri í stökustu vand-
ræðum með Ragnhildi. Hún
væri í svo miklu stuði í nýja
vatnsrúminu! Pabbi maldaði í
móinn og fannst það varla við-
eigandi að hann ráðlegði honum
með það. Pálmar svaraði að
bragði, með sínum einstaka tal-
anda: Já, sko það virðist vera
einhver útleiðsla í vatnshitaran-
um á nýja rúminu og Ragnhildur
fær í sig rafstuð, ég finn ekki
fyrir neinu.
Við syrgjum góðan vin. Hugur
okkar er hjá Ragnhildi frænku,
Láru Bryndísi, Rúnari, Svavari
Geir og öllum aðstandendum.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina,
Pálmar Þorgeirsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Aðalheiður, Sæmundur og
Atli Helgabörn.
Á björtum og fögrum maí-
morgni barst mér sú harma-
fregn að Pálmar Þorgeirsson
hefði orðið bráðkvaddur. Ósjálf-
rátt fóru í gegnum huga minn
minningar um einstök kynni af
frábærum félaga og vini. Kynni
okkar hófust fyrir tæpum 40 ár-
um þegar ég fór að heimsækja
frænku hans á næsta bæ. Fljótt
gerðist ég áskynja um mann-
kosti Pálmars, jákvætt hugarfar
og bjartsýni. Ungur fann hann
sína góðu konu, Ragnhildi, og
settu þau saman bú og varð
þriggja barna auðið sem bera
foreldrum sínum fagurt vitni.
Það gerðist ósjálfrátt að ég lað-
aðist að þessum stóra og sterka
manni sem gerði hverja stund
betri. Áhugamál hans lágu á víðu
sviði enda var hann virkur í sam-
félagi sínu og á hann hlustað.
Hestamennska var okkur báðum
hugleikin enda var hann liðtæk-
ur hestamaður og fékkst við
tamningar með Þorgeiri föður
sínum á unglingsárum. Nokkrar
ferðir fórum við Pálmar saman á
landsmót hestamanna og í þeim
ferðum naut Pálmar sín vel. Það
var ekki ónýtt að fara með Pálm-
ari, hann þekkti menn úr öllum
fjórðungum landsins. Að
skiptast á skoðunum við Pálmar
voru sælustundir þar sem hann
naut sín. Hann hafði sterkar
skoðanir en gætti þess að hlusta
og virða skoðanir viðmælenda.
Nýverið sat ég veislu þar sem ég
hafði Pálmar sem sessunaut. Að
þetta væru okkar síðustu sam-
fundir rann mér ekki í grun.
Pálmars verður sárt saknað í
samfélagi sínu. Hans einstöku
mannkosta, bjartsýni og trúar.
Það var ekki til vandamál sem
óx honum í augum. Það síðasta
sem fór okkur í millum var að nú
væri orðið mál að hittast og taka
spjall. Sá fundur verður að bíða
um sinn. Minning Pálmars mun
lifa sem frábærs persónuleika
sem bætti allt sem hann kom
nærri. Kæra Ragnhildur, börn
og barnabörn, megi minning um
góðan eiginmann og föður lifa.
Sverrir Ágústsson.
Nú máttu hægt um heiminn líða,
svo hverju brjósti verði rótt,
og svæfa allt við barminn blíða,
þú bjarta heiða júlínótt.
Hver vinur annan örmum vefur
og unga blómið krónu fær.
Þá dansar allt, sem hjarta hefur,
er hörpu sína vorið slær.
(Þorsteinn Erlingsson)
Elsku frændi, þá hafa leiðir
skilið. Mann setur hljóðan eftir
algjörlega ótímabært fráfall
góðs frænda. Hvers vegna? Við
Pálmar áttum samleið alla mína
ævi og enn meiri eftir því sem
árin liðu og ég komst til vits og
ára. Við áttum ýmsa samleið
bæði í starfi og leik. Allir sem
þekktu Pálmar vita að þar fór
sterkur karakter, sem hafði
gaman af því að vera innan um
fólk og taka þátt í gleði þess og
hafði gaman af því að þjónusta
fólk og uppfylla þarfir þess og
væntingar. Hann rak flutninga-
þjónustu í uppsveitum Árnes-
sýslu í áratugi, eða allt frá árinu
1980, þegar hann stofnaði fyr-
irtækið Flúðaleið. Það má með
sanni segja að rétt sé það sem
kom fram í umfjöllun í Morg-
unblaðinu, árið 1980, þegar
fjallað var um 20 ára afmæli
Flúðaleiðar, en þar sagði:
„Það er mikils virði hverju
byggðarlagi að hafa örugga
flutningaþjónustu þar sem
traustir menn annast flutninga
til og frá viðkomandi sveitarfé-
lagi. Þessir dugmiklu bílstjórar,
sem eru eins konar konungar
veganna, leggja sig fram um að
koma vörum á áfangastað, í
hvernig veðrum og færð sem er,
til eða frá sínum kaupstað, kaup-
túni eða sveit.“
Svona var Pálmar frændi
minn. Efir að ég tók við starfi
svæðisstjóra Eimskips á Suður-
landi, m.a. að áeggjan Pálmars,
urðu samskipti okkar enn meiri
og oft á tíðum mörg símtöl á
viku. Við veittum hvor öðrum
góð ráð og ræddum margt varð-
andi það sem við vorum að sýsla
hverju sinni. En margt áttum við
órætt, sem átti að ræða við betra
tækifæri, tækifæri sem nú er
runnið okkur úr greipum, að
sinni.
Elsku Ragnhildur, Lára
Bryndís, Rúnar, Svavar og fjöl-
skyldur, megi góður Guð veita
ykkur styrk í sorg ykkar.
Helgi Sigurður Haraldsson.
Elsta minning mín um kæran
frænda og besta vin er frá bað-
stofunni í Dalbæ þegar Pálmar
kom í heimsókn til ömmu sinnar
og afa, heiðurshjónanna Mar-
grétar og Páls, þar sem ég var í
sveit. Hann var elsta barnabarn-
ið og ég systursonur Páls. Við
Pálmar áttum þarna náðuga
daga, afi sagði okkur sögu eftir
matinn, lagði svo Tímann yfir
andlitið og sofnaði. Þarna hófst
vinátta okkar sem engan skugga
bar á til hinstu stundar. Pálmar
var ungur orðinn fullgildur
vinnumaður heima á Hrafnkels-
stöðum. Við hittumst hinsvegar
oft í sundlauginni á Flúðum á
kvöldin en þar var aðalsam-
komustaður krakkanna í sveit-
inni. Ef Pálmar var á undan mér
í laugina, gat ég gengið að hon-
um vísum í hópi aðdáenda af
veikara kyninu. Stundum var
hann vart sjáanlegur vegna
stelpugers kringum hann í laug-
inni. Mörgum þótti nóg um
kvenhyllina og hefðu sjálfsagt
gjarnan viljað að henni væri
jafnar skipt. Pálmar dvaldi oft
hjá okkur á Laufásveginum og
ég fór stoltur í bæinn með þessu
glæsimenni, enda var hann
„langflottastur“. Hann fór ungur
á vetrarvertíð á Mb. Ásþór frá
Reykjavík og ég fylgdi honum
oft til skips. Í landlegum skrapp
hann stundum í Glaumbæ. Þeg-
ar hann kom heim á Laufásveg
síðla nætur, með svið og sam-
lokur frá BSÍ fyrir okkur báða,
upplýsti hann um gang kvölds-
ins. Okkur á Laufásveginum
þótti gott að hafa Pálmar í hús-
inu og mamma sá vart sólina
fyrir frænda sínum. Það hvarfl-
aði aldrei að henni að hann, eða
ég, ætti nokkurn þátt í dular-
fullu matarhvarfi úr frystikist-
unni í kjallaranum eða öðrum
einkennilegum atvikum sem ekki
áttu alveg augljósar orsakir.
Þegar sjómennsku lauk fór hann
æ oftar austur um helgar.
Heimahagarnir toguðu eða öllu
heldur Ragnhildur, heimasæta á
Spóastöðum, sem komin var í líf
Pálmars til að vera, báðum til
gæfu. Ragnhildur fór í skóla í
bænum og þau hófu búskap á
Laufásveginum. Síðar byggðu
þau sér reisulegt hús á Flúðum
og Pálmar keypti flutningafyr-
irtæki og rak í 36 ár. Honum lík-
aði starfið, enda fannst honum
maður manns gaman. Hann
hafði einstaka þjónustulund og
góða skipulagshæfileika og hefði
með réttu átt að uppskera eins
og til var sáð. En síðustu árin
var einfaldlega ekki rétt gefið í
þeim leik. Ragnhildur gerðist
með árunum umsvifamikill garð-
yrkjubóndi og eldhugi á þeim
vettvangi. Á síðasta ári þótti full-
reynt með flutningastarfsemina.
Það var erfið ákvörðun. Pálmar
söðlaði um og sneri sér alfarið að
garðyrkjunni með Ragnhildi af
endurnýjuðum krafti. Þar stóðu
þau þétt saman sem fyrr og það
var mikill hugur í honum að gera
enn betur og hann hlakkaði til
komandi sumars. Við Pálmar
gátum alltaf talað saman – talað
oft og lengi. Ekkert umræðuefni
var svo ómerkilegt eða erfitt að
okkur tækist ekki að leysa mál-
in. Pálmar var stór í sniðum á
alla lund, bóngóður og tryggða-
tröll gagnvart mér og mínum og
fjölskyldu minni lagði hann oft
lið. Fyrir það er ég þakklátur en
fyrst og fremst er ég á þessari
stundu þakklátur fyrir að hafa
átt vináttu hans. Veri Pálmar
Þorgeirsson, vinur minn og
frændi, kært kvaddur.
Guðmundur Osvaldsson.
Meira: mbl.is/minningar
Við hittumst síðast við útför
Mása á Geysi. Þá var ekki að sjá
á þér fararsnið, þrátt fyrir þá
stóru ferð sem þú áttir þá fyrir
höndum, strax daginn eftir. Því
er mér og öðrum svo brugðið.
Pálmar hefur svo sem marga
ferðina farið fyrr án þess að
kveðja, bara alltaf komið aftur
til baka.
Ég kynnist þessum öðlingi
upp úr 7́9 og höfum við átt
marga gleðistundina síðan.
Pálmar var einn af þeim sem alla
sína tíð skreyttu sveitina, með
sjálfum sér, „langflottustum“,
með þjónustu sinni við sveitung-
ana, orðfæri sínu og athöfnum.
Þarna fór maður, mikill á velli
og fagur sýnum, gjarnan hrókur
alls fagnaðar, hvort heldur á
heimili sínu eða Laufskálarétt-
um, reyndar hvar sem hann fór.
Sannkölluð skrautfjöður sér-
hvers hóps. Það verða snautleg-
ar réttir Uppsveitanna eftir
þetta. Meðan ég bjó á Flúðum
áttum við Pálmar, ásamt völdum
hópi, ófáar sleðaferðirnar í
Klakkinn í Kerlingarfjöllum um
helgar, hvar við sprautuðum
brekkurnar á daginn og nutum
svo skrínukosts að kveldi.
Ógleymanlegar stundir og ekki
síst vegna þess að Pálmar var
með í för, og alla tíð langlang-
flottastur, eins og hann orðaði
það sjálfur. Þarna fór ekki bara
skemmtilegur, heldur og örugg-
ur og þægilegur ferðafélagi.
Í dag má ég þakka honum
fyrir að vera sjálfur á lífi. Ég
kenndi brjóstsviða en hafði
hugsað mér að sinna því síðar.
Þá berst mér andlát Pálmars,
sem réði því að ég leitaði læknis
fyrr en ella, og mátti ekki seinni
vera.
Ekki efa ég að honum verði
tekið höndum tveim í hæstu
hæðum, þar hlýtur að vera þörf
fyrir svona menn, ekki síður en
hér.
Við söknum þín öll, og minn-
umst. Vildum öll njóta samfylgd-
ar þinnar lengur, það var bara
ekki í boði.
Elsku Ragnhildur og niðjar
ykkar. Votta einlæglega samúð
mína.
Maggnús Víkingur Grímsson.
Elsku Pálmar, mikið var sárt
að fá þær fregnir að þú værir
farinn frá okkur, allt of snemma.
Þó svo að ég geri nú ekki ráð
fyrir því að þú farir að halda
áfram að safna Mogganum og
lesa gamlar minningargreinar, á
þeim stað sem þú ert nú, sendi
ég þér samt hér smá kveðju og
vona að hún endi hjá þér. Ég
man það eins og það hafi bara
verið í síðasta mánuði sem þú
hringdir í mig og spurðir hvort
mig vantaði ekki vinnu, en síðan
eru víst liðin 10 ár. Það leið ekki
langur tími þar til ég og fjöl-
skylda mín vorum orðin hluti af
þinni, því þið Ragnhildur voruð
bæði með opinn faðminn og
ávallt tilbúin að bjóða alla vel-
komna.
Ég þakka fyrir góðan vinskap,
gott samstarf og allar sögurnar
sem sagðar voru á milli borða á
skrifstofunni. Þessa alls mun ég
sakna.
Ég vona að þú nýtir nú bjart-
ar sumarnætur til reiðtúra á
góðum gæðingum með vodka-
pela, diet kók og rækjusamloku í
hnakktöskunni.
Elsku Ragnhildur, Lára, Rún-
ar, Svavar, Alli, Hrafnhildur,
Brynhildur, Svava og fjölskyld-
ur, ég votta ykkur innilega sam-
úð mína.
Skrifstofustúlkan þín,
Halldóra.
Pálmar Þorgeirsson er fallinn
frá langt um aldur fram. Þótt ég
efist ekki um að hann sé kominn
á góðan stað er svolítið erfitt
fyrir þá sem þekktu Pálmar að
sjá hann fyrir sér sem vængj-
aðan engil.
Fyrstu kynni mín af Pálmari
voru á réttadaginn, skömmu eft-
ir að hann fékk bílprófið, en þá
ók hann nokkuð greitt inn á
hlaðið á Grafarbakka og endaði
Moskvich-bifreiðin á hliðinni upp
við blómsturgarð. Pálmar stökk
ómeiddur og óbeygður út, sem
var í takt við það æðruleysi og
jafnaðargeð sem einkenndi hann
alla tíð. Bifreiðinni var velt á
réttan kjöl og ferðinni haldið
áfram.
Þótt þessi ökuferð hefði getað
endað betur var það einmitt
akstur og vörubifreiðaútgerð
sem Pálmar gerði að ævistarfi
sínu. Hann tók ungur við græn-
metisflutningum úr Hruna-
mannahreppi af Guðmundi í Ak-
urgerði. Þeir flutningar höfðu
verið í föstum skorðum um ára-
bil. Tvær ferðir til Reykjavíkur í
viku. Byrjað að lesta grænmeti
hjá Flúðabændum en endað á
Grafarbakka og Reykjabakka.
Ef uppskeran var góð kom það
fyrir að skilja þurfti eftir græn-
meti á síðustu bæjunum og
geyma, jafnvel yfir helgi, þótt
eftirspurn væri eftir grænmet-
inu fyrir sunnan. Með Pálmari
breyttist þetta. Ef þörf krafði
fór hann tvær ferðir á dag og
svo margar á viku sem þurfti til
að koma öllu grænmetinu strax
á markað. Pálmar fór ekki í
manngreinarálit og lét sig engu
varða hver áfangastaður græn-
metisins væri. Þannig flutti hann
grænmeti fyrir svokallaða
framhjásölumenn, en það voru
þeir kallaðir sem áttu viðskipti
við aðra en Sölufélag garðyrkju-
manna eða Grænmetisverslun
landbúnaðarins. Pálmar fylgdi
ávallt sannfæringu sinni og kom
hreint og beint fram við alla,
jafnvel þótt það gæti kostað
hann viðskipti.
Mig grunar að hin umfangs-
mikla flutningastarfsemi Pálm-
ars um áratugaskeið hafi oftar
verið byggð á tilfinningu og
ástríðu fyrir að þjóna viðskipta-
vinunum en nákvæmum útreikn-
ingum á framlegð í anda Excel-
kynslóðarinnar. Minnisstæð er
myndin sem birtist í fjölmiðli af
Pálmari glaðbeittum, skömmu
eftir bankahrunið, fyrir framan
tvær nýjar flutningabifreiðar
sem hann var að fá afhentar frá
umboðinu. Bjartsýnin var hreint
ódrepandi á hverju sem gekk.
Þær Ragnhildur, kona Pálm-
ars, og móðir mín hófu samstarf
um garðyrkju á Grafarbakka
upp úr 1990, sem Ragnhildur og
fjölskylda hennar tóku síðan al-
farið við. Þetta samstarf þróaðist
síðan upp í trausta vináttu. Um-
hyggjusemi fjölskyldunnar við
móður mína var ómetanleg og
þar var Pálmar betri en enginn.
Pálmar var glaður á góðri
stundu. Lætur þannig nærri að
hann hafi verið þjóðsagnaper-
sóna í Skagafirði vegna árlegra
heimsókna í Laufskálarétt í
Hjaltadal þar sem hann lét með-
al annars til sín taka á uppboð-
um. Hrossið Mórall var afrakst-
ur einnar slíkrar ferðar en þá
sögu kunna aðrir betur að segja.
Pálmar Þorgeirsson setti
sterkan svip á samfélagið í
Hreppunum og víðar. Hans
verður sárt saknað. Við fjöl-
skyldan sendum Ragnhildi og
öðrum aðstandendum Pálmars
hlýjar samúðarkveðjur.
Sigurður Tómas Magnússon.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLGERÐUR PÁLSDÓTTIR,
Lautasmára 3,
Kópavogi,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 31. maí klukkan 13.
Páll Halldórsson Sólveig Ásgrímsdóttir
Ásta Halldórsdóttir Einar Erlendsson
Elín Ýrr Halldórsdóttir
Ólöf Eir Halldórsdóttir Jenni Guðjón Clausen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir minn, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Nátthaga 16,
Skagafirði,
lést mánudaginn 15. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. maí klukkan 13.
Sandra Hlín Guðmundsdóttir
Ágúst Fannberg Friðgeirsson
Torfi Gunnþórsson Fjóla Svavarsdóttir
og frændsystkin