Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.05.2017, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 ✝ Sigríður Ingi-mundardóttir fæddist á Kirkju- skarði í Laxárdal í Húnavatnssýslu 21. janúar 1922. Hún lést í Reykjavík 12. maí 2017. Foreldrar hennar voru Sveinsína Bergsdóttir, f. 1894, d. 1981, og Ingi- mundur Bjarnason járnsmiður, f. 1886, d. 1976. Þeg- ar Sigríður var barn að aldri fluttu þau á Suðurgötu 5, Sauð- árkróki, þar sem Ingimundur var með járnsmiðju í kjallaranum. Sigríður var elst fjögurra systra, hinar eru: Fannlaug, f. 1924, d. 2007, Herdís Helga, f. 1928, d. 1990, og Steinunn, f. 1938. Sigríður giftist 17. júlí 1943 Ólafi Tryggvasyni rafmagns- verkfræðingi, f. 26. mars 1913. Ólafur lést árið 2003. Þau bjuggu fyrst á Sóleyjargötu 23 en reistu sér íbúðarhús sem Ólafur teikn- aði á Sunnuvegi 25 og fluttu þangað árið 1961. Sigríður bjó áfram á Sunnuveginum eftir að Ólafur lést og ræktaði sinn stóra garð, eða þar til fyrir tveimur ár- um. Þau Sigríður og Ólafur eignuðust fimm börn sem fædd eru á árunum 1944-1964. Þau eru: 1) Inga Arndís, gift Gunnari Helga- syni og eiga þau tvö börn, Helgu Þórdísi og Ólaf Arnar, og fjögur barnabörn. 2) Sig- ríður, gift Þóri Guðjónssyni og eiga þau tvær dætur, Ingunni og Hrafnhildi, og þrjú barnabörn. Fyrir átti Þórir soninn Þröst. 3) Tryggvi, kvænt- ur Önnu Ósk Völundardóttur og eiga þau fjögur börn; Bjarna Óskar, Guðnýju Völu, Eyrúnu Önnu og Elínu Láru og fimm barnabörn. 4) Auður, en hún á dæturnar Melkorku Sigríði og Arndísi Lóu Magnúsdætur og 5) Hildur, sem á dæturnar Hrund, Kolbrúnu og Bryndísi Andradæt- ur. Þau Sigríður og Ólafur áttu jörðina Suðurkot í Grímsnesi og stunduðu þar skógrækt og jarð- yrkju og dvöldu löngum stundum með börnum og barnabörnum. Sigríður var jarðsett í kyrrþey frá Áskirkju 19. maí 2017. Ég kynntist minni góðu tengdamóður fyrir hartnær 40 ár- um. Sigríður var þessi sanna hús- móðir eins og ég trúi að margir af minni kynslóð minnist með mikilli hlýju og eftirsjá sem landsins feg- urstu dætra. Með eiginmanni sín- um, Ólafi Tryggvasyni, eignaðist hún fimm börn á árunum 1944 til 1964. Á fyrstu áratugunum eftir heimsstyrjöldina var það almenna reglan að eiginkonur sem áttu þess nokkurn kost ynnu heima og helguðu sig heimilinu. Á þeim ár- um voru það þær sem báru ábyrgð á velferð barna, höfðu þau til í skólann og tóku á móti þeim með tilheyrandi umhyggju að skóladegi loknum. Garðyrkjukonan Sigríður var alveg einstök. Garðurinn við húsið þeirra Ólafs við Sunnuveginn bar greinileg auðkenni mikils listfeng- is, vanvirkni og natni – og svo auð- vitað ómældrar vinnu. En víst er að það var Sigríði hvíld og endur- næring að „dedúa“ í garðinum sínum. Það var ekki síðra en það mikla uppgræðslu- og gróður- setningarverk sem hún vann í sumarlandinu þeirra Ólafs. Þar höfðu þau, þegar á 5. áratugnum, byggt sér „kotið“ sem þau lögðu alla tíð einstaka rækt við og dásamlegt að sjá þá væntumþykju sem þau báru þar til umhverfisins og landsins. Þótt handtökin væru mörg var augljóst að í sveitinni upplifðu þau bæði góða hvíld og frið. Þar endurspeglaðist einnig ákaflega vel innileikinn og hlýjan sem auðkenndu öll samskipti þeirra í millum og einnig við allt sitt samferðafólk. Að tala við smáfólkið eins og alla aðra var algert forgangsmál hjá Sigríði og naut sín þar vel innsæi hennar og léttleiki. Hún var brosmild, hlýleg og ræðin um alla hluti – og svo var húmorinn hennar – alveg sér á parti. Gam- ansemin – að sjá hið skemmtilega og jákvæða í lífinu og tilverunni – var Sigríði eðlislæg. Það er mikil gæfa að eignast slíka vini. Guð blessi mína kæru tengda- móður með þökk fyrir samfylgd- ina. Öllum afkomendunum og tengdafólki sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þórir Guðjónsson. Mikið er ég þakklát að hafa kynnst henni Sigríði, tengda- ömmu minni. Það var alltaf nota- legt að koma í hlýjuna á Sunnu- veginum þar sem hún tók á móti manni með geislandi brosi sínu. Hún fylgdist alltaf með í öllu sem gerðist og hafði óbilandi áhuga á því sem„unga fólkið“ tók sér fyrir hendur. Kringum eldhúsborðið var mikið skrafað og oftar en ekki var hún með heimabakaðar pönnsur, sem strákarnir mínir héldu mikið upp á. Þeir vissu líka nákvæmlega í hvaða skáp súkku- laðirúsínurnar voru geymdar. Henni var þó mjög umhugað um að börnin fengju hollan mat og hafði hún góða þekkingu í þeim efnum. Það var líka yndislegt að koma í Suðurkot og finna hlýjuna og umhyggjuna í því húsi. Sigríð- ur var falleg fyrirmynd og mun ég oft hugsa til hennar. Matja. Í æsku var fátt betra en að koma á Sunnuveginn, eða Sunnó eins og við kölluðum götuna þeirra ömmu og afa. Þau bjuggu í um 10 mínútna göngufæri frá æskuheimili mínu og alltaf stóðu dyrnar opnar. Hjá þeim ríkti ákveðin ró sem ég sótti í. Minningar úr garðinum þar sem uxu jarðaber, rifsber og helj- arinnar bóndarósir eru dýrmæt- ar. Að sitja á Sunnó í fallegu stof- unni með bláa teppinu og hlusta á afa spila á píanóið og fylgjast með ömmu bardúsa í eldhúsinu var ómetanlegt. Minningar um spilin sem voru spiluð og ljóðin sem voru lesin hafa fylgt mér alla tíð. Amma var svo glæsileg kona og einstaklega góð fyrirmynd. Hún var alla tíð svo vel til höfð, þó svo að það væri ekkert tilefni. Fjöl- skyldan var henni mikilvægust og sinnti hún henni af mikilli natni. Mínar bestu minningar eru á jól- unum á Sunnó. Þar komum við stórfjölskyldan saman 24. desem- ber ár hvert og héldum gleðileg jól. Þegar mest var vorum við hátt í 25 saman komin í fallegu stóru stofunni þar sem snarkaði í arn- inum sem lýsti upp fallega jóla- tréð sem höggvið var úr garðin- um. Mikið sem ég sakna þessara stunda, mikið sem ég held fast í minninguna Það mætti segja að amma á Sunnó hafi verið einstaklega góð í graffítílistsköpun. Henni dugði ekki pappír og blýantur heldur kaus hún heldur veggi og penna. Heima á Sunnuveginum skráði hún öll símanúmer sem hún þurfti að muna á símavegginn í eldhús- inu og þótti það hinn sjálfsagðasti hlutur. Í Suðurkoti lét hún einnig vegglistina ráða ef tapaðist pláss á hæðastikunni þar sem barnabörn- unum var raðað upp á hverju sumri og hæð þeirra mæld. Ef of margir voru af svipaðri hæð var ekkert annað í stöðunni en að skrá nafn viðkomandi bara á vegginn. Það hlýjar mér um hjartarætur að hugsa til þess hve innilega hún amma á Sunnó hló. Hún ýmist skellti upp úr eða bretti upp á nef- ið með hálfgerðum prakkarasvip. Amma var ætíð glöð og hafði mik- inn húmor fyrir sjálfri sér og lífinu almennt. Ég fór oft með ömmu og afa í sumarhúsið þeirra Suðurkot þeg- ar ég var lítil. Við vorum dágóða stund á leiðinni, þar sem afi var sérlega löghlýðinn ökumaður og í ofanálag með kerru í eftirdragi. Í sveitinni lék ég mér frá morgni til kvölds, við tíndum rabarbara og gróðursettum grenitré. Það var mikil hátíðarstund þegar afi dró svo fánann að húni og kenndi mér að binda fánahnút. Ég minnist þess þegar amma bakaði uppá- haldskökuna sína, súkkulaðiköku með rabarbarasultu á milli og möndlumulningi meðfram könt- um, og ég fékk að skreyta hana einn páskadagsmorgun með litlum gulum páskaungum sem við bjuggum til úr marsípani. Það þurfti ekki stærra hlutverk en það til að minnast góðra stunda með ömmu. Í Suðurkotslandinu munum við dvelja um ókomna tíð og munum við ávallt minnast ömmu og afa við komuna þangað. Við munum þakka fyrir allar góðu stundirnar og fræða börnin okkar um allt það sem þau hafa kennt okkur. Ég vil þakka þér, elsku amma mín, fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Ég trúi því að nú séuð þið afi sameinuð á góðum stað, umvafin ástvinum sem fallið hafa frá. Þar til við sjáumst næst, Hrafnhildur Þórisdóttir. Það er komið að kveðjustund og samhliða söknuði gleðja minn- ingar um sterka kvenfyrirmynd. Konu sem lét sér annt um að vel væri búið að börnum og þau byggju við gott atlæti og öryggi. Konu sem var annt um náttúruna og samferðafólk. Konu sem sýndi alltaf stuðning í verki. Konu með bros og hlátur sem lýsti upp heilu húsin. Rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þriggja ára dama hóf sam- tölin við ömmu sína á: „Amma, í gamla daga þegar ég var lítil…“ Í augum ömmunnar var hins vegar örlítið lengri tími frá „í gamla daga“ en hún var alin upp á tímum þegar samhjálp nágranna gat skipt sköpum um hvort tækist að koma ungviði á legg. Dugnaður, seigla og samhjálp einkenndu hana, og teymið sem hún myndaði með pabba varð bæði þeirra gæfa sem og okkar barnanna og barnabarna. Eða svo notuð séu orð pabba: „Því allt er þetta takið tveggja, í tryggð og trú á búið beggja.“ Í augum barnabarnanna var hún amman sem var kletturinn í lífi svo margra. Amman sem framkvæmdi það sem hún ætlaði sér. Amman sem hafði einstakt lag á að finna skemmtileg aðstoð- arverkefni fyrir smáfólk. Amman sem bjó til leikföng og ótrúlegustu hluti úr engu. Amman sem notaði jólatré úr garðinum af því að það þurfti að grisja og sá fegurðina í að vera með fimm toppa á trénu. Amman sem fann alltaf einhverja lausn til að framkvæma ótrúleg- ustu hluti. Amman með hendurn- ar sem höfðu unnið svo mörg verk en voru samt alltaf svo mjúkar. Amman sem kippti sér ekkert upp við þótt uppáhaldsjólakúlurnar brotnuðu í meðförum barnabarns- ins, þetta voru bara hlutir. Amm- an sem gerði alla hluti einstaka með sínum hætti. Amman sem hafði húmor fyrir sjálfri sér. Elsku mamma mín og ammslan okkar, hafðu þökk fyrir allar góðu stundirnar og stuðninginn við okkur. Vinátta þín var ómetanleg. Þínar Hildur, Hrund, Kolbrún og Bryndís. Þegar ég loka augunum sé ég þig svo skýrt fyrir mér. Í Suður- koti að setja niður nokkrar títlur eins og þú kallaðir þær kartöfl- urnar og tína svo bláber í skyrdós, klædd í vaðstígvél og rauða úlpu, hlæjandi þessum smitandi hlátri. Eða að velta fyrir þér spábollum dagsins – hvað botninn væri nú alltaf fallegur og hvort það væri rúta eða flugvél sem lagt væri þarna upp með jaðrinum. Þú varst svo mikill pælari, amma. Annað- hvort að spá í fjarlæg sólkerfi, nýja eðlutegund í Mósambík eða hvaða stjórnmálaflokkur setti náttúruvernd í fyrsta sæti. Ég hringdi í þig úr sporvagni í Amsterdam í rigningu og þú vildir fá að vita hvað kúrsar í samtíma- dansi hétu og frá hvaða fjarlægu löndum nýju vinirnir væru. Svo loka ég aftur augunum og sé þig fyrir mér á Sunnó. Þar sem tíminn stoppaði hjá okkur vinkonunum Sigríður Ingimundardóttir Innilegar þakkir og hlýhugur til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ELÍNAR KRISTBERGSDÓTTUR, Lækjargötu 32, Hafnarfirði. Kristján S. Sigurgeirsson Friðrik Friðriksson Guðrún Helga Sigurðardóttir Herborg Friðriksdóttir Guðjón Ágúst Sigurðarson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, Kirkjubæjarbraut 2, Vestmannaeyjum, sem lést mánudaginn 22. maí, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 3. júní klukkan 13. Guðrún Sveinbjörnsdóttir Gunnlaugur Claessen Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir Sigurður V. Vignisson Egill Sveinbjörnsson Guðný Þórisdóttir Ásdís I. Sveinbjörnsdóttir Kristján Þ. Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, bróðir, afi og langafi, JÓN JÓHANNESSON læknir, Furugrund 11, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 20. maí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 31. maí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkast en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Ómar Örn Ragnarsson Vilborg Ragnarsdóttir Hulda Jóhannesdóttir og fjölskyldur Ástkær pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, EGGERT KONRÁÐSSON, Hjallabrekku 24, lést fimmtudaginn 18. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. maí klukkan 15. Erna Eggertsdóttir Einar Þór Gíslason Haraldur Eggertsson Elsa Þóra Eggertsdóttir Trausti Þór Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og afi, HAUKUR HANNESSON rafvirki, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 19. maí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja forvarnarstarf SÁÁ, Kennitala 521095-2459, bankareikningur 0116-26-452. Sonja Berglind Hauksdóttir Íris Hauksdóttir Hannes Vigfússon Ómar Hannesson Elín Hannesdóttir Baldur Hannesson Bryndís Hannesdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRAFN BACHMANN, fyrrverandi kaupmaður, lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 23. maí. Útför hans fer fram í Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. júní klukkan 15. Steinunn Þórðardóttir Gunnar Bachmann Margrét Sigurðardóttir Þórður Bachmann Claudia Luckas Guðný Bachmann Ástgeir Kristjánsson Guðrún Bachmann Istvan Seres barnabörn og barnabarnabörn BERGSVEINN G. GUÐMUNDSSON flugvirki er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldu og annarra aðstandenda, börn og barnabörn Elskulegur sonur okkar og bróðir, ÓLIVER EINARSSON, Laugartröð 9, Eyjafjarðarsveit, lést af slysförum 22. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 31. maí klukkan 10.30. Jarðsett verður í Grundarkirkjugarði. Einar Geirsson Heiðdís Fjóla Pétursdóttir Valgeir Einarsson Lovísa Kristín Einarsdóttir Alex Þór Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.