Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 46

Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 46
Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5 - 22.10 2017 Listamannaspjall með Hrafnhildi Arnardóttir / Shoplifter sunnudaginn 28. maí kl. 14. STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Steinholt-saga af uppruna nafna í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Grímsey á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17. Glaðir sýningargestir Gunnar Ólafsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Óttarr Proppé og Svanborg Sigurðar. Morgunblaðið/Ófeigur » Taugafold VII, sýning myndlistar-konunnar Hrafnhildar Árnadóttur, sem þekktari er undir listamannsnafni sínu Shoplifter, var opnuð boðsgestum í gærkvöldi í Listasafni Íslands. Hrafnhildur er þekkt fyrir litríka og oft umfangsmikla skúlptúra sína og innsetningar úr gervihári sem takast á við efni á borð við skreytiþörf, hé- góma, umbreytingu og mannslíkam- ann sjálfan. Shoplifter opnaði sýningu í Listasafni Íslands í gærkvöldi Sæt saman Rúnar Örn Jóhönnu-Marínóson og Ásgerð- ur Birna Björnsdóttir voru viðstödd opnunina. Flottar Svanhildur Einarsdóttir, Sigurbjörg Gylfadóttir, Bryndís Jóhannsdóttir og Sóldís Lydia Ármannsdóttir. Glæsilegar Lilja Baldursdóttir, framleiðandi sýning- arinnar, Elísabet Alma Svendsen og Saga Sig. 46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2017 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Teikningin er útgangspunktur sýn- ingarinnar,“ segir Una Lorenzen um myndlistarsýninguna Dáið er allt án drauma sem opnuð verður í Sverris- sal Hafnarborgar í Hafnarfirði í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningunni stilla Una og Sara Gunnarsdóttir saman verk sem þær hafa unnið í sitthvoru lagi á sl. sjö árum. „Við Sara vorum í CalArts listahá- skólanum í Kaliforníu á svipuðum tíma þar sem við lærðum tilraun- kennda hreyfimyndagerð,“ segir Una sem útskrifaðist 2009, en Sara 2012. „Við þekktumst því vel þaðan, en höfðum aldrei unnið saman áður,“ segir Una sem býr í Montreal meðan Sara býr í New York. Tekur hún fram að þær Sara hafi því eðlilega tekið afar vel í hugmynd sýning- arstjóra Hafnarborgar, þeirra Ás- laugar Friðjónsdóttur og Unnar Mjallar Leifsdóttur, um að vinna saman sýningu. „Verkin sem Sara sýnir hefur hún unnið að sl. sjö ár og ég hafði þau til hliðsjónar þegar ég vann mín verk frá áramótum. Við höfum verið í miklum samræðum um sýninguna,“ segir Una og bendir á að Sara færi teikn- inguna yfir í annan miðil í verkum sínum, frá penna á blaði yfir í þræði á textíl. Alls má sjá 13 útsaumsmyndir Söru á sýningunni ásamt nokkurn fjölda skissubóka. Venjuleg augnablik leysast upp Aðspurð segir Una titil sýning- arinnar fengna að láni frá Nóbel- skáldinu Halldóri Laxness og hann vísi í heim ímyndunaraflsins sem listamaðurinn býr yfir og sækir inn- blástur sinn í. „Við sköpum heima í kringum valin augnablik eða hug- mynd og leikum okkur að abstrakt og stundum súrrealískum umbreyt- ingum eða afmyndunum,“ segir Una og tekur fram að lykilþema sýning- arinnar sé í raun bjögun. „Það er ein- hver bjögun þarna í gangi sem tengir okkur Söru saman, bæði sjónræn bjögun á persónum og tilfinningaleg bjögun.“ Að sögn Unu vinnur hún með gagnsæi teikningarinnar í hreyfi- myndaseríu sem nefnist „Lygasög- ur“. „Lygar eru stór partur af lífi okkar. Þetta er innskot inn í lífi fólks. Í raun má segja að þetta sé bjögun á raunveruleikanum, sem er stór part- ur af okkar lífi. Þarna sjá áhorfendur venjuleg augnablik í lífi fólks leysast upp eða umbreytast í abstrakt eða óhlutbundinn myndheim eða afmynd- un sem er uppfull af bæði trega og húmor,“ segir Una og tekur fram að hún vinni mikið með stemningu og til- finningu í verkum sínum. Hreyfimynd á einu blaði „Ég sýni einnig vídeóverk sem er unnið þannig að ég er með autt blað og teikna mynd með þurrkrít eða þurrpastel. Tek ljósmynd. Breyti myndinni og tek aftur ljósmynd og svo koll af kolli þannig að úr verður „sequence“ eða röð mynda. Ég sýni líka stakar myndir sem eru gerðar með sömu aðferð. Til sýnis er því víd- eóverkið sjálft og myndirnar sem voru notaðar til að skapa verkið. Einnig sýni ég annað lítið vídeó þar sem sjá má hvernig ég vinn verkin, því vinnuferlið sjálft er stór hluti af verk- unum sjálfum, þ.e. þessi aðferð að gera alla hreyfimyndina á eitt blað.“ „Teikningin er útgangs- punktur“  Dáið er allt án drauma í Sverrissal Ljósmynd/Áslaug Friðjónsdóttir Bjögun Una Lorenzen og Sara Gunnarsdóttir vinna með bjögun á sýningu sinni í Sverrissal Hafnarborgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.