Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 52

Morgunblaðið - 27.05.2017, Page 52
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Allt útpælt“ hjá Costco 2. Nafn drengsins sem lést … 3. Enn löng röð fyrir utan Costco 4. Súrefnisþjófnaður vekur ótta …  Myndlistarkonan Freyja Eilíf opnar sýninguna Land of abundance, þ.e. Allsnægtaland, í dag kl. 19 í galleríinu Frise í Hamborg í Þýskalandi en þar hefur hún verið við vinnustofudvöl síðastliðinn mánuð. Til sýnis verða ný verk, unnin á staðnum, sem fjalla um allsnægtasamfélagið. Freyja Eilíf er fyrsti íslenski listamaðurinn sem dvelur og sýnir í Frise á vegum Kling og Bang-gallerísins en nýlega hófst samstarf um listamannaskipti með sýningarrýmunum tveimur. Umsjón með verkefninu hafa Hekla Dögg Jónsdóttir og Michael Kress. Allsnægtir í Hamborg  Boðið verður upp á ókeypis tónleika í Dómkirkjunni á morgun kl. 16. Á dag- skrá verða einleiksverk fyrir fiðlu eftir Alexandre Zapolski, Fritz Kreisler og Krzysztof Penderecki auk kammer- tónlistar: Lark Ascending fyrir píanó og fiðlu eftir Vaughan Williams og Contrasts, tríó fyrir fiðlu, klarínett og píanó eftir Béla Bartók. Vera Panitch fiðluleikari leikur á tónleikunum en hún er af dönskum og rússneskum uppruna og leikur í haust sem annar konsertmeistari Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Með henni leika Mathias Susaas Halvorsen, norskur píanóleikari sem m.a. hefur komið fram með tónlistarkon- unni Peaches, Páll Pa- lomares sem tók sl. haust við starfi leiðara annarrar fiðlu SÍ og Arn- gunnur Árnadóttir, fyrsti klarín- ettleikari SÍ. Frítt inn á tónleika í Dómkirkjunni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Þurrt og bjart veður austan- lands, en sums staðar dálitlar skúrir vestan til, og einnig í innsveitum norðanlands síð- degis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast í innsveitum norðaustan til. Á sunnudag Hæg suðlæg eða breytileg átt, en austan 5-10 m/s með norðurströndinni. Víða væta með köflum, einkum um landið vestanvert. Hiti yfirleitt 6 til 12 stig. Á mánudag Fremur hæg austlæg átt og rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustan til. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslands- meistari úr GR, lék á 71 höggi eða á höggi undir pari á öðrum hring Volvik Championship í LPGA-mótaröðinni bandarísku í gærkvöld en mótið fer fram í Detroit í Michigan-ríki. Ólafía er samtals á fjórum höggum undir pari á mótinu og komst örugglega í gegnum niðurskurð keppenda og heldur áfram leik á mótinu í dag. »1 Ólafía Þórunn heldur áfram leik í Detroit „Maður veit í rauninni aldrei hvað andstæðingarnir munu gera en ég taldi mig geta barist um að fara á verðlaunapallinn,“ segir kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir í samtali við íþróttablaðið í dag. Fanney vann til silfurverðlauna í bekkpressu á heimsmeist- aramótinu í Kaunas í Lithá- en í gær og setti auk þess Norðurlandamet. »1 Taldi sig geta far- ið á verðlaunapall Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjórir nemendur í Varmahlíðarskóla í Skagafirði unnu til verðlauna í ný- afstaðinni nýsköpunarkeppni grunn- skólanna (NKG) 2017, en á undan- förnum átta árum hafa níu nem- endur skólans hlotið verðlaun í keppninni. NKG er keppni í nýsköpun fyrir 5.-7. bekk grunnskólanna. Hún fór fyrst fram 1991 og var nú haldin í 27. sinn. 25 hugmyndir, sem 34 nem- endur unnu að, voru valdar í úrslit af yfir 1.100 hugmyndum frá 34 skólum víðs vegar að af landinu. Þórdís Sævarsdóttir í Dalskóla hlaut hvatn- ingarverðlaun NKG „fyrir framúr- skarandi framlag sitt til eflingar ný- sköpunarmenntunar á Íslandi“ og er því Nýsköpunarkennari grunnskól- anna 2017. Indriði Ægir Þórarinsson og Ósk- ar Aron Stefánsson í 7. bekk Varma- hlíðarskóla hlutu 1. verðlaun fyrir einfalda markatöng en lyklaklemma þeirra komst einnig í úrslit. Lilja Diljá Ómarsdóttir og Þóra Emilía Ólafsdóttir úr 6. bekk urðu í 2. sæti með barnabjargara og fengu tækni- bikar Pauls Jóhannssonar fyrir hug- myndina og framúrskarandi sköp- unargáfu og eljusemi í vinnu- smiðjunni. Lilja Diljá komst líka í úrslit í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem Ósk- ar Aron kemst í úrslit. Hann lenti fyrst í 5. sæti með hárlosunarhár- bursta og síðan urðu þeir Indriði Æg- ir í 3. sæti í fyrra með markaappið. Félagarnir búa í Lýtingsstaða- hreppi; Óskar í Álfheimum og Indr- iði á Stórhóli. Þeir þekkja því vel til sveitastarfa og finna hvar skórinn kreppir. Það er því ekki tilviljun að verðlaunahugmyndir þeirra hafa með búskap að gera. Hugmyndaríkir krakkar Óskar segir að hugmyndirnar verði til með því að finna vandamál sem þurfi að leysa og í kjölfarið sé lausnarleiðin fundin. Indriði bætir við að hann hafi fengið hugmyndina að markatönginni frá Sverri, bróður sínum. „Ég spurði hann hvort það væru einhver vandamál í kringum kindurnar og hann sagði að sér fynd- ist leiðinlegt að marka sum mörk og sérstaklega markið fjöður.“ Strákarnir segja að þeir hafi ekki átt von á sigri í keppninni og það hafi óneitanlega verið gaman að fá 1. verðlaun, tölvu og gjafabréf. Þeir segja að næst á dagskrá sé að forrita appið, sem var verðlaunað í fyrra, og svo vilja þeir láta á það reyna hvort markaður sé fyrir framleiðslu á markatönginni. Þeir unnu hvataferð til Vestmannaeyja og hafa í hyggju að nota hana til þess að prófa mis- munandi hnífa á töngina. Stelpurnar voru ekki síður ánægðar með uppskeruna, en barna- bjargarinn virkar þannig að sé takka á handfangi barnavagns sleppt stoppar vagninn. „Ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Lilja Diljá. Hún segir að þær hafi verið í skólanum og hugsað hvað þær gætu gert. „Svo datt okkur þetta í hug og við áttum alls ekki von á því að við kæmumst áfram því þetta var eiginlega bara grínhugmynd.“ Þóra Emilía tekur í sama streng. „Ég var mjög ánægð,“ segir hún um viðbrögðin við verðlaununum og bætir við að framkvæmd hugmynd- arinnar hafi ekki vafist fyrir þeim. „Hún var svolítið erfið en ekki neitt svakalega.“ Markatöngin leysir málið  Nemendur í Varmahlíðarskóla í Skagafirði taka á vandamálunum Ljósmynd/Birgitta Sveinsdóttir Verðlaunahafar Frá vinstri: Lilja Diljá Ómarsdóttir, Þóra Emilía Ólafsdóttir, Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson. „Við áttum nánast allar stórleik á móti KR. Þannig að ég held að við séum á góðri leið nú þegar þriðjungur deildarkeppninnar er að baki. Sjálfs- traustið eykst jafnt og þétt eins og við leikum um þessar mundir. Ekki skemmir fyrir að halda marki okkar hreinu,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði þrennu fyr- ir Breiðablik gegn KR í Pepsi-deild kvenna. »3 Áttum allar stórleik og sjálfstraustið eykst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.