Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 3

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT 8-9 ■ FORNLEIFAR OG FERÐAÞJÓNUSTA - Guðrún Helgadóttir, Ferðamáladeild Hólaskóla - háskólans á Hólum, skrifar um vaxandi auðlind í landnýtingu. 20-21 ■ NÝ RANNSÓKN Á ORSÖKUM UNGKÁLFADAUÐA - Freyr hitti Magnús B. Jónsson, prófessor við Land- búnaðarháskóla fslands, og Hjalta Viðarsson dýralækni. ■ AFKVÆMARANNSÓKNIR Á HRÚTUM Á VEGUM BÚNAÐARSAMBANDANNA HAUSTIÐ 2005 - Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunautur í búfjár- rækt, tók saman helstu niðurstöður. ■ ALIFUGLARÆKT - Upplýsingar um ræktunarstarf, sölu, verðlag og afkomu greinarinnar sem áður birtust í Búnaðarriti. Skógrækt á Austurlandi - Freyr sótti fjórðunginn heim og tók fólk í skógræktargeiranum tali.4 Fornleifar og ferðaþjónusta - eftir Guðrúnu Helgadóttur, Ferðamáladeild Hólaskóla - háskólans á Hólum......................8 Afkvæmarannsóknir á hrútum á vegum búnaðarsambandanna haustið 2005 - eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum Islands...10 Sníkjudýr í hrossum - eftir Matthías Eydal, Tilraunastöð Háskóla islands í meinafræði að Keldum................13 Framvirkir samningar til stýringar mjólkurframleiðslu -eftir Daða Má Kristófersson, Bændasamtökum íslands................16 Nýja svínahúsið - nýtt geldstöðu- og tilhleypingahús fyrir gyltur á Mýrum..........18 Ný rannsókn á orsökum ungkálfadauða - Freyr tók tvo af aðstandendum rannsóknarinnar tali...............20 Yfirlit um skýrsluhald fjárræktarfélaganna árið 2005 - eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum Islands...............22 Alifuglarækt - upplýsingar um ræktunarstarf, sölu, verðlag og afkomu greinarinnar. Samantekt unnin af starfsfólki félagssviðs Bl......................28 BLUP-kynbótamatið fyrir kjötmatseiginleika hjá íslensku sauðfé haustið 2006 - eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum islands, Ágúst Sigurðsson og Þorvald Kristjánsson, Landbúnaðarháskóla Islands ....30 Alþjóðaviðskiptastofnunin - WTO - Freyr veltir fyrir sér stöðunni í Doha-viðræðulotunni.....34 Vélar og tæki - tæki sem efnagreinir búfjáráburð..................36 „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel" - Jón Bjarnason alþingismaður gefur Tóninn........................37 Markaðurinn - verð á greiðslumarki og yfirlit yfir sölu ýmíssa búvara og kjötmarkað..38 FORMÁLI Nú þegar sumri hallar og langflestir komnir langt með akur- vinnuna býr fólk sig frekar undir veturinn. Með haustinu hefjast réttirnar og því brýnt að vanda vel valið á ásetningn- um. Freyr leggur sitt af mörkum til þess að auðvelda fólki valið því í þessu tölublaði má finna niðurstöður úr BLUP-kyn- bótamatinu fyrir kjötmatseiginleika hjá íslensku sauðfé. Þetta fjórða tölublað Freys á árinu er í senn fjölbreytt og fræðandi. Matthías Eydal, Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, tekur saman upplýsingar um sníkju- dýr í hrossum og Þorsteinn Davíðsson, grafískur hönnuður, leggur honum lið með lýsandi teikningu á lífsferli hrossa- orms. Um þessar mundir er að hefjast mikil rannsókn á orsökum ungkálfadauða en hann hefur verið vaxandi vandamál í ís- lenskri mjólkurframleiðslu undanfarin ár. Freyr tók Magnús B. Jónsson verkefnisstjóra og Hjalta Viðarsson, starfsmann verkefnisins, tali en í tölublaðinu er að finna stutta umfjöll- un um rannsóknina í heild sinni. Fornleifafundir sumarsins fengu góða umfjöllun í fjölmiðl- um. Guðrún Helgadóttir, Ferðamáladeild Hólaskóla, fjallar í grein sinni í þessu tölublaði um það hvernig hnýta megi sam- an á skemmtilegan og áhugaverðan hátt fornleifar og ferða- þjónustu til sveita. Þar leggur hún réttilega áherslu á hversu mikilvægt það er að fá að njóta leiðsagnar staðkunnugra. Umfjöllun um jarðakaup stóreignamanna og möguleg áhrif þeirra á búsetu til sveita hefur verið hávær í samfélagsumræð- unni að undanförnu. Bændasamtök íslands hyggjast láta gera úttekt á eignarhaldi á jörðum og jafnframt meta áhrif þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á nýtingu jarða og þau sveit- arfélög sem þær tilheyra. Jón Bjarnason alþingismaður segir álit sitt á málinu í Tóni þessa tölublaðs. Ritstjóri Freys, Tjörvi Bjarnason, hefur nú snúið aftur úr feðraorlofi og er því afleysingatíma mínum lokið. Samstarfs- fólki og greinarhöfundum kann ég bestu þakkir fyrir ánægju- legt samstarf. Orri Páll Jóhannsson ritstjóri FREYR - Búnaðarblað - 102. árgangur - nr. 4, 2006 • Útgefandi: Bændasamtök Islands • Ritstjóri: Orri Páll Jóhannsson (ábm.) • Auglýsingar: Orri Páll Jóhannsson • Prófarkalestur: Oddbergur Eiriksson og Álfheiður Ingimarsdóttir • Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blaer Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg - Póstfang: Bændahöllinni v. Hagatorg, 107 Reykjavík • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, simi: 563-0300, bréfsími: 562-3058 • Netfang FREYS: freyr@bondi.is • Netfang auglýsinga: freyr@bondi.is • Prentun: Isafoldarprentsmiðja, 2006 • Upplag: 1.600 eintök • Forsíða: Heyskapur á Brúarlandi á Mýrum. Ljósm. Theresa Vilstrup Olesen.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.