Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 24

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 24
SAUÐFJÁRRÆKT Ljósm. Jón Eiríksson og Sauðfjárræktarfélag Öxfirðinga með 7.093 skýrslufærðar ær. Það félag hafði um áratuga skeið verið langfjárflesta félagið á landinu. SKRÁNING Á ÞUNGA Því miður er áframhaldandi öfugþróun um skráningu á þungaupplýsingum um ærnar. Það eru aðeins um 5,4% af fullorðnu ánum sem hafa skráðar þungaupplýsingar bæði að hausti og vori. Samkvæmt þeim niður- stöðum hafa ærnar verið eilítið léttari haustið 2005 en árið áður eða 65,7 kg (66,6 kg árið 2004) en fóðrun á þessum ám er með afbrigðum góð og að vori höfðu þær að meðaltali þyngst um 12,4 kg (9,6 kg árið 2004) um veturinn þannig að þær voru talsvert vænni en vorið áður. Sú góða bú- skaparhefð að skrá þunga ánna til að fylgj- ast með fóðrun þeirra að vetrinum viðhelst öðru fremur á þeim svæðum þar sem hún er gamalgróin eins og á Ströndum, í Suður- Þingeyjarsýslu, Austur-Skaftafellssýslu og Árnessýslu. FRJÓSEMI ÁNNA Þegar horft er á tölur um frjósemi ánna þá eru breytingar fré fyrra éri nánast engar. Eft- ir hverja á, sem lifandi er á sauðburði, fæð- ist að jafnaði 1,81 lamb (1,80 árið 2004) og til nytja að hausti koma 1,65 lömb (1,65 árið 2004) að meðaltali. Það er því Ijóst að vorin 2004 og 2005 hefur frjósemi hjá íslensku sauðfé verið meiri en nokkru sinni áður. Þegar horft er nánar á skiptingu í frjósemi ánna kemur eftirfarandi i Ijós. Alls 10.051 ær er algeld vorið 2005 eða 3,34% (3,26 % árið 2004), einlembdar ær voru 55.363 eða 18,41% (18,54% árið 2004), tvílemburnar voru 217.822 eða 72,41% (72,84% árið 2004), þrilemburnar voru 16.995 eða 5,65% (5,19% árið 2004) og 559 ær átti fjögur lömb eða fleiri, eða 0,19% þeirra (0,17% árið 2004). Breytingarnar eru hverf- andi litlar en samt á þann veg að dreifing í fjölda fæddra lamba eykst örlítið þar sem bæði geldum ám og fleirlembum fjölgar hlutfallslega en einlembum og tvilembum fækkar að sama skapi. Mynd 1 gefur yfirlit um frjósemi ánna í einstökum héruðum og hún er að sjálf- sögðu um flest mjög lík hliðstæðu yfirliti frá undangengnum árum. Eins og oft er frjó- semi ánna mest vorið 2005 i Suður-Þingeyj- arsýslu, eða 1,88 fædd lömb að jafnaði eft- ir ána, og Austur-Skaftafellssýsla er nánast í sömu stöðu með 1,87 lömb að hausti. Standa þessi héruð síðan jöfn með 1,73 lömb til nytja að meðaltali eftir ána. Strandasýsla kemur næst þessum héruðum með fjölda lamba að hausti en þar eru 1,70 lömb til nytja að jafnaði eftir ána og eru lambahöld þar betri en í öðrum héruðum líkt og oft hefur verið. Þá kemur Eyjafjörður með 1,69 lömb til nytja og í Vestur-Húna- vatnssýslu og Norður-Múlasýslu er þetta meðaltal 1,68 lömb. Lakastur er árangurinn hins vegar í ísafjarðarsýslum og Austur- Húnavatnssýslu. Með þvi að bera saman meðaltal fyrir fjölda fæddra lamba og fjölda lamba til nytja má fá yfirlit um lambahöld og sést þá að munur í þeim efnum er veru- legur é milli svæða og að sjálfsögðu enn meiri ef skoðaðar eru tölur í töflu 1 fyrir ein- stök félög. Það sem vekur athygli í þessu samhengi, séu meðaltalstölur héraðanna skoðaðar, er hins vegar að ekkert samband er að sjá á milli lambahalda og frjósemi, metið út frá fjölda fæddra lamba. Sé sam- bandið eitthvert er það á annan veg en ætla mætti, þ.e. vanhöldin eru heldur meiri þar sem eðlisfrjósemi ánna er minni. Athygli vekur að hvað slökustu lambahöldin eru í héruðum umhverfis þéttbýlissvæði á suð- vesturhorninu, auk Vestfjarða, (nema Strandasýslu þar sem lambahöld eru best á öllu landinu) og vekur þetta spurningar um hvort umferðin í landinu sé mögulega farin að taka það stóran toll I þessum efnum að mælanlegt sé. FRJÓSEMI í EINSTÖKUM FÉLÖGUM Þegar skoðaðar eru meðaltalstölur um frjó- semi ánna í einstökum félögum í töflu 1 má sjá margt athyglisvert og skal athygli vakin á örfáum tölum. Mestur lambafjöldi eftir ein- staka á í einu félagi er, eins og stundum áður, í Sauðfjárræktarfélaginu Frey en þar fæðast 2,02 lömb að meðaltali eftir ána og lambahöld eru þar umtalsvert betri en árið áður vegna þess að haustið 2005 koma til nytja að jafnaði 1,82 lömb eftir ána. í Sauð- fjárræktafélagi Norðfjarðar eru að vísu mjög fáar ær skýrslufærðar en þessar ær fæða að jafnaði 2,00 lömb hver vorið 2005 en afföll lambanna eru nokkur þannig að til nytja kom að meðaltali 1,71 lamb eftir ána að hausti. Sauðfjárræktarfélagið Austri í Mý- vatnssveit hefur um langt árabil verið í hópi toppfélaganna í þessum samanburði og töl- urnar voru glæsilegar vorið 2005 því þá fæddust að jafnaði 1,94 lömb eftir hverja á og til nytja fengust 1,78 lömb eftir ána. Þá eru í þessum samanburði mjög glæsilegar tölur árið 2005 fyrir ærnar (Sauðfjárræktar- félagi Borgarfjarðar vegna þess að þær eiga að meðaltali 1,92 lömb að vori og skila til nytja aðjafnaði 1,79 lömbum að hausti. FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.