Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 29
ALIFUGLARÆKT
VERÐLAGSMÁL
FRAMLEIÐSLA OG SALA
Síðan árið 1998 hefur framleiðsla og sala
eggja verið áætluð á grundvelli stærðar
varpfuglastofnsins og upplýsinga um af-
urðasemi. Talið er að heildarframleiðsla
eggja árið 2005 hafi verið 2.800 tonn og
því hafi látið nærri að neysla á íbúa væri 9,4
kg.
Tafla 3. Framleiðsla og sala eggja
2001-2005 (kg)
Ár Framleiðsla Sala á ísl. framleiðslu Sala á íbúa
2001 2.750.000 2.654.643 9,7
2002 2.652.187 2.645.000 9,2
2003 2.650.232 2.645.000 9,1
2004 2.631.978 2.624.213 9,0
2005 2.800.000 2.800.000 9,4
Heimild: Bændasamtök íslands
Mikil aukning hefur orðið í framleiðslu
og sölu alifuglakjöts síðustu ár. Árið 2005
var framleiðslan 6.029 tonn og jókst um
786 tonn frá fyrra ári. Að sama skapi jókst
salan úr 5.292 tonnum í 6.169 tonn. Um
140 tonn af alifuglakjöti, unnu sem
óunnu, voru flutt inn árið 2005. Neysla á
alifuglakjöti nam því 20,3 kg á íbúa á síð-
asta ári og er það 7,2 kg aukning frá árinu
2001, sem svarar 55% aukningu. Tafla 4
sýnir framleiðslu og sölu alifuglakjöts árin
2001-2005.
Þróun verðs til framleiðenda á eggjum og
alifuglakjöti er sýnd í töflu 5. Verð til fram-
leiðenda er áætlað í samstarfi við búgreina-
félög og fleiri aðila og verður að hafa þann
fyrirvara á. Engu að síður ætti hér að vera á
ferðinni góð visbending um verðþróun.
Þannig er áætlað að verðlag til bænda hafi
sveiflast nokkuð á liðnum árum og endur-
speglast þar skýrt mikil samkeppni, ekki síst
á kjötmarkaðnum, árið 2003.
Tafla 4. Framleiðsla og sala alifuglakjöts 2001-2005 (kg)
Ár Framleiðsla Sala á ísl. framleiðslu Inn- flutningur Saia samtals Sala á íbúa Þar af ísl. frl.
2001 3.801.460 3.718.688 70.986 3.789.674 13,3 13,1
2002 4.633.147 4.311.351 142.044 4.453.395 15,5 15,0
2003 5.705.617 5.433.425 125.090 5.558.515 19,2 18,8
2004 5.388.536 5.242.983 149.285 5.392.268 18,5 17,9
2005 5.769.007 6.029.101 140.331 6.169.432 20,8 20,3
Heimild: Bændasamtök íslands
FREYR 08 2006
29