Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 34

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 34
Alþjóðaviðskiptastofnunin - WTO Staðan í Doha-viðræðulotunni Seint í júlí bárust þær fréttir að slitnað hefði upp úr Doha-viðræðu- lotunni og jafnframt að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort og hvenær hún skyldi tekin upp aftur. Viðræðurnar hófust í borginni Doha í Katar í Miðaustur- löndum árið 2001 og hafa verið kenndar við hana síðan. Samninga- viðræðurnar nú taka til fjölmargra þátta annarra en viðskipta með landbúnaðarvörur. Þar má nefna þjónustuviðskipti, hugverkaréttindi, markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur og þróunarlönd. Eitt af yfirlýstum markmiðum þessarar lotu er einmitt að ná sérstaklega fram ávinningi fyrir fátækustu ríki heimsins. Hér eru því flókin mál til umfjöllunar og gríðarlegir hagsmunir í húfi. Þrjú atriði eru þarna talin hafa mesta þýð- ingu í lausn viðræðnanna: markaðsaðgang- ur fyrir landbúnaðarvörur, markaðstengdur stuðningur við landbúnaðarframleiðslu og tollar á iðnvörum. Nú þegar enn einu sinni hefur mistekist að leiða viðræðurnar til lykta er eðlilegt að velta framhaldinu fyrir sér, þ.e. hvenær takist að koma þeim í gang að nýju. Skammtímafrestun felur væntanlega í sér að þær hefjist að nýju í haust. Til að svo megi verða verða Bandaríkin m.a. að sýna fram á raunverulegan sveigjanleika í að draga úr markaðstruflandi stuðningi við landbúnað. Þrýstingur á þau er mikill því margir benda á stefnu þeirra sem eina meg- inástæðu þess að viðræðurnar sigldu í strand. Náist ekki að koma viðræðunum á skrið í haust blasir jafnvel við að þær dragist í mörg ár. Afleiðingar þess eru ekki að fullu Ijósar en væntanlega mun WTO standa áfram á þeim grunni sem fyrir er. I staðinn má hins vegar reikna með vaxandi vægi tví- hliða viðskiptasamninga milli landa og ríkja/viðskiptabandalaga. Þróunarlöndin munu hins vegar bera mjög skarðan hlut frá borði frá því. SAMEIGINLEG YFIRLÝSING Samtök bænda víðs vegar i heiminum fylgj- ast grannt með þróun mála á vettvangi WTO. Þegar ráðherrafundur WTO var haldinn i Seúl í Suður-Kóreu í desember 2005 náðist nánara samstarf með samtök- um bænda frá mörgum þróunarríkjum, G10- löndunum og ESB auk fleiri landa sem eiga m.a. sameiginlegt að vera inn- flytjendur á matvælum. I yfirlýsingunni taka bændur frá iðnríkjum og þróunar- löndum sameiginlega afstöðu til landþún- aðarviðræðna Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar. Að henni standa 22 aðildar- og hagsmunafélög bænda frá 53 af þjóðrikj- um heimsins, þar á meðal Bændasamtök íslands. Af öðrum samtökum má nefna Bændasasamtök Evrópu (COPA og COGECA), norsku og svissnesku bænda- samtökin ásamt fjölda bændasamtaka frá Asíu og Afríku. Yfirlýsingin hefur verið kynnt í fjölmiðlum víða um heim og birtir Freyr hér þýðingu á henni. 34 FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.