Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 26
SAUÐFJÁRRÆKT
AFURÐAMAGN EFTIR HVERJA Á
Afurðamagn ánna er margfeldi af lamba-
fjölda þeirra og meðalþunga lambanna.
Haustið 2005 komu lömb víðast um land
ákaflega væn af fjalli þannig að sjaldan
hefur glæsileiki þeirra verið jafn og þá.
Haustveðrátta var hins vegar í mörgum
héruðum áfallasöm og nýting haustbeitar
af þeim sökum miklu breytilegri en undan-
gengin ár. Þrátt fyrir það er Ijóst að árið
2005 nálgast mjög að vera metár í sauð-
fjárframleiðslunni hér á landi.
Reiknuð d i I ka kjötsf ram leiðsla eftir
hverja tvílembu í fjárræktarfélögunum
haustið 2005 var 31,8 kg (31,0 kg árið
2004) en einlemban skilaði 17,6 kg (17,3
kg árið 2004). Eftir hverja á sem skilaði
lambi að hausti var reiknuð dilkakjöts-
framleiðsla 28,6 kg (27,9 kg árið 2004) og
eftir hverja á sem lifandi var á sauðburði
fengust að meðaltali 26,3 kg af dilkakjöti
(25,7 kg árið 2004). Þessar tölur sýna um-
talsverða afurðaaukningu frá fyrra ári (yfir
2%).
MEÐALFRAMLEIÐSLA
í EINSTÖKUM SÝSLUM
Mynd 2 gefur yfirlit um meðalframleiðslu
eftir hverja á í einstökum sýslum haustið
2005. Þarna sést að munur á milli héraða
er með ólíkindum mikill. Þannig skilar
meðalærin í Strandasýslu rúmlega 18%
meira magni af kjöti en hver ær í Austur-
Húnavatnssýslu og hlýtur að muna um
minna. ( grundvallaratriðum er héraða-
munur mjög líkur og áður. ( Strandasýslu
eru afurðir mestar eins og oftast áður og
skilar tvílemban 33,4 kg af dilkakjöti að
meðaltali og einlemban 18,5 kg og eftir
hverja á sem skilar lambi fást að jafnaði
30,4 kg og eftir hverja á að meðaltali 28,6.
Líkt og myndin sýnir fylgja nágrannar
þeirra í Vestur-Húnavatnssýslu næstir með
28,3 kg og í Eyjafirði er meðalframleiðslan
28,1 kg. Þegar saman fer hvað mestur
meðalfallþungi lamba í sömu héruðum og
frjósemi ánna er mest, verða afurðir þar
mestar. Eina héraðið þar sem meðalfram-
leiðsla eftir ána virðist ívið minni haustið
2005 en árið áður er Vestur-Skaftafells-
sýsla en þar var fádæma góður vænleiki
hjá sauðfé haustið 2004.
MEÐALFRAMLEIÐSLA
í EINSTÖKUM FÉLÖGUM
Þegar horft er til afurða ánna í einstökum
fjárræktarfélögum eru það talsvert fleiri fé-
lög sem rjúfa 30 kg múrinn en árið áður,
líkt og vænta má með auknum vænleika,
eða samtals 11 félög. Að þessu sinni eru
meðalafurðir mestar í Sauðfjárræktarfélagi
Norðfjarðar eða 32,3 kg af dilkakjöti eftir
ána. í Sauðfjárræktarfélagi Kaldrananes-
hrepps, þar sem vænleiki dilka úr hinum
rúmu beitilöndum er með ólíkindum, skilar
hver ær 32,0 kg af dilkakjöti. Félögin sem
nefnd eru hér að framan fyrir mikinn
lambafjölda skora að sjálfsögðu einnig vel í
þessum samanburði, þannig skilar ærin í
Sauðfjárræktarfélaginu Frey 31,4 kg að
jafnaði. Hin gamalgrónu félög Sauðfjár-
ræktarfélag Kirkjubólshrepps og Sauðfjár-
ræktarfélag Vatnsnesinga, sem oft hafa
deilt með sér einhverjum efstu sætanna,
eru með fádæma góða útkomu fyrir jafn
mikinn ærfjölda og þarna er skýrslufærður
í hverju félagi og standa hnífjöfn með 30,0
kg að meðaltali eftir ána. Að sfðustu er
ástæða til að vekja athygli á glæsilegum ár-
angri í Sauðfjárræktarfélagi Öræfinga en
þar fengust að meðaltali 30,3 kg af dilka-
kjöti haustið 2005 eftir hverja á.
TOPPBÚIN
Ekki eru lengur birtar töflur um afurða-
hæstu búin heldur vísað til þeirra lista sem
finna má á vef Bf (www.bondi.is). Mikill
fjöldi búa skilaði frábærum niðurstöðum að
þessu leyti haustið 2005. Þannig voru 144
bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær þar
sem meðalframleiðslan eftir ána náði 30 kg
af dilkakjöti eða þaðan af meira haustið
2005. Þannig fjölgar með hverju ári þeim
búum í landinu sem kynna öfluga og góða
fjármennsku sína með miklum og góðum
afurðum á þennan hátt. Undanfarin ár hef-
ur röð efstu búa á þessum lista verið nokk-
uð fastmótuð en að þessu sinni er örlítil til-
færsla og ástæða til að geta sérstaklega
tveggja efstu búanna vegna þéttaskila í bú-
skap á þeim báðum haustið 2005. Efsta
sætið skipar bú Tryggva Eggertssonar f Gröf
á Vatnsnesi en þar voru 113 ær skýrslu-
26
FREYR 08 2006