Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 20
NAUTGRIPARÆKT
Ný rannsókn á orsökum
ungkálfadauða
Magnús B. Jónsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla íslands, er verkefnisstjóri nýrrar
samhæfðrar rannsóknar á orsökum ungkálfadauða. Hjalti Viðarsson dýralæknir
er starfsmaður verkefnisins
Ungkálfadauði hefur á undan-
förnum árum verið stöðugt vaxandi
vandamál í íslenskri mjólkurfram-
leiðslu. Má ætla að tjón af völdum
taps á erfðaframförum og afurðum
nemi milljónum króna á ári. Um
þessar mundir er verið að koma af
stað stórri og fjölþættri rannsókn á
orsökum ungkálfadauða. Með vel
skilgreindum verkefnum rannsókn-
arinnar er ætlunin að afla nýrrar
og/eða viðbótarþekkingar um
kálfadauða í íslenska kúa-
stofninum.
Magnús B. Jónsson, prófessor við
Landbúnaðarháskóla íslands, hefur
yfirumsjón með verkefninu en
starfsmaður þess er Hjalti
Viðarsson dýralæknir. Sérstakar
tilraunir verða framkvæmdar á
tilraunastöðvum Landbúnaðar-
háskóla íslands og gagna aflað á
búum bænda þar sem kálfadauði
hefur verið viðvarandi vandamál
undanfarin ár. Rannsóknin
spannar tvö ár.
FORSAGAN
Fagráð í nautgriparækt skipaði fyrir að
verða þremur árum sérstakan vinnuhóp
sem fékk það hlutverk að fjalla um aukinn
ungkálfadauða og mögulegar leiðirtil rann-
sókna á honum. í vinnuhópnum áttu sæti
þeir Jón Viðar Jónmundsson, landsráðu-
nautur í búfjárrækt, Halldór Runólfsson yfir-
dýralæknir og Bragi Líndal Ólafsson, fóður-
fræðingur hjá Landbúnaðarháskóla (slands.
Vann hópurinn að undirbúningi þessa verk-
efnis ásamt þeim Þorsteini Ólafssyni dýra-
lækni, Grétari Hrafni Harðarsyni, tilrauna-
stjóra á Stóra-Ármóti og Baldri Helga Benj-
amínssyni, framkvæmdastjóra Landssam-
bands kúabænda. Á grundvelli þeirrar
vinnu var sett saman rannsóknaáætlun sem
nær til almennrar þekkingaröflunar um
þætti sem hugsanlega gætu skýrt orsakir
ungkálfadauðans og veitt innsýn í hugsan-
lega lífeðlisfræðilega röskun sem valdið
getur því að kálfurinn kemst ekki lifandi í
þennan heim.
RANNSÓKNAÁÆTLUNIN
I rannsóknaáætluninni er sjö misstórum en
samhæfðum verkefnum gerð skil. Er hvert
þeirra af þeirri stærðargráðu og þannig
tímasett að það skili sem allra fyrst niður-
stöðum og eða vísbendingum sem mótað
geta framhaldsverkefni. Rannsóknaáætlun-
in felur í sér verkefni á sviði lífeðlisfræði og
fóðurfræði, á sviði erfða og kynbóta svo og
á sviði jarðræktar og fóðuröflunar.
Verkefni þetta er samstarfsverkefni
þriggja stofnana, Landbúnaðarháskóla ís-
lands, Bændasamtaka íslands og Landbún-
aðarstofnunar. Auk þess leggja Tilrauna-
stöðin á Keldum, Búnaðarsamband Suður-
lands, Búnaðarsamtök Vesturlands, Leið-
beiningamiðstöðin á Sauðárkróki og Bú-
garður-Ráðgjafaþjónusta á Norðausturlandi
fram margháttaða aðstoð. Hluti verkefnis-
ins er unninn í samstarfi við kúabændur og
hafa rúmlega 60 kúabú víðsvegar um land
verið fengin til samstarfs.
Magnús B. Jónsson, prófessor hjá Land-
búnaðarháskóla íslands, var fenginn til þess
að fara með yfirstjórn verkefnisins. Hann er
ábyrgur fyrir framvindu verkefnisins gagn-
vart stofnunum þremur og öðrum aðilum
sem fjármagna verkefnið. Þá eru verkefnis-
stjórar fyrir hvert undirverkefni og eru þeir
faglega ábyrgir fyrir viðkomandi verkefni og
framvindu þess. Hjalti Viðarsson dýralæknir
hefur verið ráðinn sem starfsmaður verkefn-
isins og mun hann annast sýnatöku og
hluta krufninga sem fram fara á dauðum
kálfum og sjá um samskipti við þá bændur
sem taka þátt í verkefninu.
Verkefnið er fjármagnað af þróunarfé
nautgriparæktarinnar sem Framleiðnisjóður
landbúnaðarins hefur til umsýslu að feng-
inni umsögn Fagráðs í nautgriparækt. Verk-
efnið er ekki fjármagnað af því fé sem land-
búnaðarráðherra lagði til á slnum tíma til
aukinna rannsókna á íslensku mjólkurkúnni.
TVÍSKIPT VERKEFNI
Freyr hitti þá Magnús og Hjalta og innti þá
eftir framkvæmd verkefnisins. „Það má
segja að þetta skiptist í raun og veru í
tvennt. Annars vegar er þetta stórt verkefni
þar sem við erum að vinna með bændum
að skráningu og upplýsingaöflun um burð-
arferli og burð hjá fyrstakálfskvígum og
hinsvegar eru þetta formlegar tilraunir,"
segir Magnús og bætir því við að hin
dreifða en mikilvæga gagnaöflun sé stærsti
kostnaðarliður verkefnisins I heild. Áburðar-
og heyverkunartilraunirnar eru unnar á
Hvanneyri og eru því staðbundnari í fram-
kvæmd, en gagnaöflunin frá þeim bænd-
um sem taka þátt í verkefninu er að mestu
í verkahring Hjalta og samstarfsmanna hans
og Magnúsar hjá Landbúnaðarstofnun og
leiðbeiningamiðstöðvunum.
Viðmiðið er að fá til rannsókna um 1.000
fyrstakálfskvígur og þá má ætla að allt að
20
FREYR 08 2006