Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 31
SAUÐFJÁRRÆKT
Synir Hyls 01-883 frá Hesti í Borgarfirði, þeir
Ylur, Flosi og Askur, eru allir með yfir 131 í
heildareinkunn úr BLUP-kynbótamatinu.
Ljósm. Sauðfjársæðingastöðvarnar
yfir hrútana með besta mat fyrir fitu (-
minnsta fitu) þar sem gerðar eru lág-
markskröfur um gerð. Um þennan hrút er
fjallað í grein um afkvæmarannsóknir á
vegum búnaðarsambandanna haustið
2005, sem finna má í þessu tölublaði,
vegna þess að þar vöktu hinar einstöku
niðurstöður úr kjötmati lambanna mikla
athygli. Það sem enn styrkir hans niður-
stöður er að þetta fitumat er fengið hjá
mjög vænum sláturlömbum. Þessi hrútur
er skyldleikaræktaður afkomandi þess
þekkta hrúts, 97-133 í Steinadal, sem
efstur stóð á landinu öllu f fyrstu úrvinnslu
á BLUP-kynbótamati og er einn örfárra
eldri hrúta sem enn er að finna í hópi
efstu hrúta landsins. í öðru sæti er ná-
granni hans Arður 03-218 i Vfðidalstungu
sem var ofarlega í þessum samanburði á
síðasta ári en hefur enn styrkt stöðu sína
með auknum fjölda sláturlamba undan
honum, sem sýna feikilega hagfellt fitu-
mat. Þessi hrútur er sonur Lóða 00-871
líkt og ýmsir fleiri sem koma vel út í þess-
um efnum. Dóni 02-017 í Staffelli og
Bjartur 02-015 á Súluvöllum styrkja einnig
báðir stöðu sína gagnvart þessum þætti
með auknum fjölda afkvæma. Allt eru
þetta hrútar sem sýna einstakar niður-
stöður varðandi fitusöfnun. Það á einnig
við um Kalda 03-379 á Selalæk sem tæp-
ast er nein tilviljunarkind í þessum efnum
fremur en áðurgreindir hrútar því Kaldi er
frá Kaldbak, sonur öndvegishrútsins
Hnattar 02-111 en dóttursonur Sjóðs 97-
846. Það má nefna að talsverður hópur
forystuhrúta hefur langtum hærra kyn-
bótamat fyrir fitu en þessir hrútar en mat
þeirra fyrir gerð er hins vegar nánast utan
skalans.
BYLUR OG SPEGILL HÆSTIR
Fyrir töflu 2 um efstu hrúta fyrir gerð er rétt
að taka fram að talsverður hópur hrúta hef-
ur þar hærra mat en þeir sem eru í töflunni
en það eru hrútar sem hafa mjög slakt mat
fyrir fitu og á það sérstaklega við um marga
eldri hrúta. Athygli vekur þegar taflan er
skoðuð að allir hrútarnir sem þar birtast ut-
an einn eru fæddir 2003 eða 2004. I efsta
sætinu er Bylur 04-430 á Presthólum.
Lambahópurinn undan honum haustið
2005 sýnir nánast einstakar niðurstöður úr
kjötmati en fast að helmingur lambanna fer
i E-flokk fyrir gerð og hin nánast öll í U-
flokk. Þessi hrútur er undan Aldin 03-425,
sem var tvílembingsbróðir Mangós 03-948,
en móðir hans er dóttir Ljóra 95-828. Fitu-
mat fyrir þessi lömb er einnig mjög hag-
stætt. Aðeins sjónarmun á eftir honum
kemur Spegill 04-470 í Baldursheimi. Feiki-
lega stór hópur sláturlamba undan honum
sýnir líkt og lömbin undan Byl fágætar nið-
urstöður, nánast öll lambanna flokkast í U-
og E-flokk. Sjálfur hefur Spegill fáséða
vöðvafyllingu. Spegill er undan Oddi 03-
466 sem var ofarlega í samsvarandi saman-
Bylur 04-430 frá Presthólum í Núpasveit
vermir efsta sætið í kynbótamati fyrir gerð.
Fast að helmingur lambanna undan honum
haustið 2005 fór í E-flokk og nánast öll
hinna í U-flokk fyrir gerð.
Ljósm. Linda Margrét Sigurðardóttir
Lundi 03-945 frá Bergsstöðum á Vatnsnesi
stendur efstur sæðingarstöðva-
hrútanna í BLUP-kynbótamatinu.
Ljósm. Sauðfjársæðingastöðvarnar
burði á síðasta ári (sonur Leka 00-880) en
móðir hans er undan Mola 93-986. Spegill
gefur miklu hagstæðara fitumat en sumir
eldri topphrútar fyrir gerð sláturlamba í Mý-
vatnssveit. Hrútarnir sem næstir standa
voru til umfjöllunar á síðasta ári en Lómur
03-244 í Bæ er eini kollótti hrúturinn í þess-
ari töflu að þessu sinni. Fáni 04-176 er einn
Tafla 1. Hrútar með 143 eða hærra í kynbótamati fyrirfitu og Tafla 2. Hrútar með 145 eða hærra í kynbótamati fyrir gerð
að lágmarki 90 í kynbótamati fyrir gerð og að lágmarki 90 í kynbótamati fyrir fitu
Fjöldi Heildar- Fjöldi Heildar-
slátur- eink- slátur- eink-
Hrútur Númer Bú lamba Fita Gerð unn Hrútur Númer Bú lamba Fita Gerð unn
Gibson 03-111 Böðvarshólum 60 154 94 130,0 Bylur 04-430 Presthólum 35 109 153 126,6
Arður 03-218 Víðidalstungu 40 149 90 125,4 Spegill 04-470 Baldursheimi 84 106 152 124,4
Spakur 95-528 Vogum II 31 148 94 126,4 Melur 01-200 Holtahólum 93 95 152 117,8
Dóni 02-017 Staffelli 104 146 103 128,8 Lómur 03-244 Bæ 98 98 150 118,8
Þristur 99-242 Brekkubæ 281 146 91 124,0 Mörður 03-467 Reistanesi 32 98 150 118,8
Bjartur 02-015 Súluvöllum 153 143 107 128,6 Fáni 04-176 Borgarfelli 35 106 147 122,4
Kaldi 03-379 Selalæk 115 143 104 127,4 Papi 04-155 Bjarnastöðum 46 90 146 112,4
Karl 99-318 Gröf 27 143 103 127,0 Vorm 03-273 Holtahólum 89 115 145 127,0
Ósmann 04-418 Refsstöðum 26 143 101 126,2 Kat 04-207 Sveinungsvík 29 113 145 125,8
Fáfnir 99-645 Vatnsleysu 69 143 100 125,8 Ás 04-515 Smáragrund 86 106 145 121,6
Hjörtur 03-123 Eyjanesi 44 143 97 124,6 Dári 04-519 Brekku 40 105 145 121,0
FREYR 08 2006
31