Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 36
VÉLAR OG TÆKI
Tæki sem
efnagreinir
búfjáráburð
í Bandaríkjunum hafa vísindamenn
hannað tæki sem gerir mönnum
kleift að mæla efnainnihald í
búfjáráburði með einföldum hætti,
einskonar mykjumæli. Tækið er enn
sem komið er á þróunarstigi en
stefnt er að því að koma því á
markað fyrir almenna bændur
innan skamms. James Reeves,
starfsmaður Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins í Maryland í
Bandaríkjunum, segir að tækið sem
unnið sé með gangi fyrir 12 voltum
og hægt sé að tengja það í
rafmagnstengi bifreiða.
Eins og íslenskir bændur þekkja er
búfjáráburður afar misjafn að gæðum.
Reeves segir að í Bandaríkjunum sé
vandamál hvað bændur beri mikinn áburð á
akra sína. „Öll efni sem eru umfram þörf,
sérstaklega köfnunarefni og fosfór, geta
mengað vatnasvæði með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Þess vegna er mikilvægt að
hægt sé að átta sig á magni þeirra efna sem
verið er að dreifa," segir Reeves. I dag er
mögulegt að mæla efnainnihald
búfjáráburðar á rannsóknarstofum en það
kostar tíma og fyrirhöfn. Þvi hafa flestir
bændur giskað á efnainnihaldið til þessa en
það er fjarri því að vera fullnægjandi að
mati Reeves. „Það nægir heldur ekki að
taka aðeins eitt sýni úr stórum mykjutanki
eða haugkjallara. Köfnunarefnismagnið
rokkar t.d. mikið eftir þurref nisstigi
mykjunnar," segir Reeves.
HERTAR REGLUR UM
UMHVERFISVERND
KALLA Á NÝJA TÆKNI
í Bandaríkjunum telja menn að í framtíðinni
verði reglur um dreifingu búfjáráburðar
hertar og þá komi mykjumælirinn að
góðum notum. Auknar kröfur um
umhverfisvernd kalla á að bændur hugsi
betur um hvaða efnum þeir dreifi á túnin.
Með því að mæla nákvæmlega
köfnunarefnisinnihald á nokkrum mínútum
án mikillar fyrirhafnar skapast möguleikar til
Efnafræðingurinn James Reeves með tilraunatækið sem mælir efnainnihald í búfjáráburði.
Ljósm. Stephen Ausmus
að nýta áburðinn betur. Efnahagslegu rökin
eru augljós ef upplýsingar um efnainnihald
þess áburðar sem dreift er liggja fyrir. Tækið
er þannig útbúið að ekki þarf að
meðhöndla sýnin fyrir mælingu né nota
aukaefni við efnagreininguna.
DRAUMURINN AÐ FRAMLEIÐA
HANDHÆGT TÆKI
Mykjumælirinn beinir innrauðu Ijósi á
búfjáráburðinn en við endurkastið reynist
mögulegt að mæla köfnunarefnis- og
vatnsinnihald. „Bændur verða að vita
vatnsmagnið í áburðinum sem dreift er svo
þeir geti reiknað út
köfnunarefnisinnihaldið. Við erum enn að
vinna að mæliaðferð fyrir fosfórinn en það
er erfiðara að eiga við hann. Aðferðin hefur
verið þróuð um nokkurt skeið á
rannsóknarstofu en síðustu tvö ár hefur
tækið sjálft verið í smíðum. Tilraunatækið
sem nú er unnið með er þó nokkuð stórt og
vegur um 9 kg. Við stefnum hins vegar á að
hafa það á stærð við skókassa og ekki
þyngra en 3 kg. Draumurinn er svo
auðvitað að minnka tækið enn frekar svo
bændur geti haft það í vasanum," segir
James Reeves.
Agricultural Research Magazine,
Don Comis, júlí 2006
Loftræstikerfi
fyrir gripahús
36
FREYR 08 2006