Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 30
SAUÐFJÁRRÆKT
BLUP-kynbótamatið
fyrir kjötmatseigin-
leika hjá íslensku
sauðfé haustið 2006
IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum íslands,
Ágúst Sigurðsson og Þorvald Kristjánsson,
Landbúnaðarháskóla íslands
Traustasta mat á kynbótagildi
einstakra gripa í ræktunarstarfinu
fáum við með BLUP-kynbótamati
sem tengir á sem réttastan hátt
saman allar þær upplýsingar sem er
að finna í gögnum þeim sem við
vinnum með á hverjum tíma. Þegar
er fengin nokkurra ára reynsla af
þessu fyrir kjötmatsupplýsingar í
sauðfjárræktinni og reynslan hefur
sýnt okkur að úrval kynbótagripa á
þessum grunni skilar okkur
verulegum framförum.
Hér á eftir verður fjallað um nokkrar niður-
stöður úr matinu þegar teknar hafa verið til
úrvinnslu allar upplýsingar úr skýrsluhaldinu
frá haustinu 2005. I þeim gögnum voru
upplýsingar fyrir rúmlega 390 þúsund slát-
urlömb sem uppfylltu öll skilyrði úrvinnslu.
Gögnin í heild sinni ná yfir upplýsingar fyrir
yfir tvær milljónir sláturlamba á árunum
1998-2005 eða frá því að EUROP-matið var
tekið upp hér á landi. Auk þess koma fram
upplýsingar um foreldra þessara lamba og
forfeður þeirra og það er kynbótamat þeirra
sem við höfum áhuga á vegna þess að það
eru gripirnir sem nýtast okkur í ræktunar-
starfinu. Sláturlömbin sem leggja til upplýs-
ingarnar nýtast okkur af skiljanlegum
ástæðum ekki í ræktunarstarfinu.
LEIÐRÉTT FYRIR BÚSÁHRIFUM
Meðal bænda hefur verið nokkur umræða
um að munur sé á kjötmatsniðurstöðum á
milli sláturhúsa. Fullyrða má að þessi munur
hefur stórminnkað á því árabili sem þetta
kjötmat hefur verið notað. Það er hins veg-
ar ástæða til að benda á að þó að slíkur
munur geti verið fyrir hendi þá er líklegt að
það hafi sáralltil truflandi áhrif á þessar nið-
urstöður. Það er vegna þess að nánast allir
bændur slátra sfnum lömbum á hverju
hausti aðeins I einu sláturhúsi og í þessum
útreikningum er tekið tillit til áhrifa búsins í
gögnunum á hverju ári og þeim muni eytt í
útreikningunum (leiðrétt fyrir búsáhrifum).
Þannig hverfur mögulegur munur milli slát-
urhúsa í framkvæmd kjötmatsins. Annar
þáttur sem skiptir miklu máli fyrir þessar
niðurstöður er að hafa sem bestar niður-
stöður um ætterni gripanna. Það eru tengsl
( gegnum ætterni gripanna á milli búa sem
mynda grunn fyrir samanburð milli einstak-
linga á mismunandi búum í útreikningunum
og eru þau tengsl öryggisnetið f öllum sam-
anburðarútreikningum. ( þessum efnum má
aftur á móti verulega bæta gagnagrunn
okkar frá því sem nú er. Einkum skortir ætt-
ernisupplýsingar fyrir hrúta sem keyptir eru
inn á búin. Fyrir úrvinnslu sem þessa eru að-
keyptir gripir með fullar ætternisupplýsing-
ar verðmætastir.
MIKILVÆGI UPPLÝSINGA
Taka má afkvæmi þess hrúts sem á flest
sláturlömb í þessum gögnum sem dæmi
um mikilvægi annarra upplýsinga en ein-
göngu þeirra er varða sláturlömbin sjálf.
Eins og sjá má í töflu 4 eru fyrirliggjandi
upplýsingar fyrir kjötmat 2.534 sláturlamba
undan Læk 97-843. Þar að auki eru nær tvö
þúsund afkvæmi Læks skráð í ætternis-
grunni sauðfjárræktarinnar og undan þeim
eru f þessum gögnum upplýsingar um
margfaldan fjölda sláturlamba undan Læk
sjálfum. Til viðbótar því koma upplýsingar
frá fjarskyldari ættingjum.
Minnt skal á að hjá mörgum hrútum sem
hafa upplýsingar um fá sláturlömb byggir
matið oft meira á upplýsingum frá fjarskyld-
ari ættingjum en þegar afkvæmahópurinn
er orðinn stór ráða niðurstöður hans að
sjálfsögðu langmestu um matið.
MAT Á FITU OG GERÐ
Reiknað er sjálfstætt mat annars vegar fyrir
fitu og hins vegar mat fyrir gerð. Heildarein-
kunn er síðan reiknuð og þar hefur fitumat-
ið 60% vægi og mat fyrir gerð 40% vægi.
Um þessar áherslur geta verið skiptar skoð-
anir og skal bent á það að hver og einn get-
ur skoðað upplýsingar út frá mismunandi
vægi þessara þátta.
Hér eru birtar hefðbundnar töflur úr
þessu mati. Þær eru að vísu sumar heldur
minni að umfangi en áður en mun um-
fangsmeiri töflur er að finna á vef Bænda-
samtaka (slands, www.bondi.is.
TOPPHRÚTARNIR
Ýmsir af topphrútunum eru þekktir úr
sambærilegum töflum frá fyrri árum og er
því vfsað til þeirrar umfjöllunar.
Gibson 03-111 í Böðvarshólum skipar
efsta sætið í töflu 1 hvar finna má yfirlit
30
FREYR 08 2006