Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 15
HROSSARÆKT
Mynd 6. Hrossaspóluormar úr folaldi sem
drapst. Tæplega 800 ormar fundust í
mjógörn folaldsins. Ljósm. Matthías Eydal
Lífsferill sníkjuþráðorma felur í sér tvö stig,
annað utan hestsins og hitt inni í hrossinu. Á
mynd 1 er sýndur dæmigerður lífsferill
dreyraorms. Úr ormaeggjum sem berast með
saur hrossanna á beitilandið klekjast örsmáar
ormalirfur. Þær ná smithæfu stigi á nokkrum
dögum eða vikum, allt eftir tíðarfari. Eftir að
þessar lirfur berast ofan í hross með grasinu
hefst hið eiginlega sníkjulíf. Lirfurnar þroskast
og stækka, ná svokölluðu fjórða stigi og
verða að lokum að fullvöxnum, kynþroska
ormum sem halda sig í meltingarvegi. Þeir
verpa eggjum sem berast út með saur og er
þá hringrásinni lokið.
ORMALYF
Ormalyf sem hér eru á markaðnum hafa
breiða virkni. Þau drepa yfirleitt allar þráð-
ormategundir, en verkun þeirra ertakmörkuð
gegn lirfum lítilla dreyraorma sem eru í dvala
í slímhúð þarma, oft í mjög miklu magni.
Virkni gegn lirfunum er þó mismikil eftir lyfj-
um. Sérstök lyf þarf gegn bandormi eins og
áður er getið. Nauðsynlegt er að fara ná-
kvæmlega eftir leiðbeiningum við notkun
ormalyfja, hvorki gefa minni né meiri skammt
en mælt er fyrir um.
Þegar ormalyf er gefið drepast fullorðnir
ormar ( meltingarvegi. Þá eru engir verpandi
ormar til staðar í nokkurn tíma og smit berst
ekki lengur á beitilandið. í vísindalegum rann-
sóknum er árangur ormalyfsgjafa m.a. met-
inn eftir því hve lengi saurinn frá hrossunum
inniheldur engin eða fá ormaegg. Rannsókn-
ir hér á landi sýna að fyrstu vikurnar eftir lyfja-
gjöf hætta ormaegg að sjást í saur en 5-12
vikum eftir meðhöndlun byrja þau að koma
fram aftur. Ormlyfjagjöf að sumri kemur að
takmörkuðu gagni nema jafnframt sé hugað
Mynd 7. í sumarhitanum klekjast lirfur úr ormaeggjum í saurnum, skríða út á grasið og bíða
þess að berast ofan í meltingarveg hrossa (lengd lirfa er um 1 mm). Ljósm. Matthías Eydal
að því að hrossin séu ekki á beit þar sem
ormasmit gæti verið mikið. Árangurinn er
betri að vetri til enda eru þá minni líkur á að
hrossin fái í sig nýtt smit og á það einkum við
um dreyraorma. Smit spóluorms og hrossa-
njálgs getur hins vegar verið í umhverfinu all-
an ársins hring og gera má ráð fyrir smiti í
hesthúsum og í gerðum.
Þegar höfð er hliðsjón af lífsferli ormanna
og hvenær smit er í hámarki má leiða að því
líkur að árangursríkt sé að gefa ormalyf
snemma að vetri eða þegar tekið er á hús.
Lyfin ná þó ekki að útrýma lirfum lítilla dreyra-
orma í slímhúð eins og áður er getið. Talið er
að megnið af þessum lirfum komi út úr slím-
húðinni þegar líður á veturinn. Endurtekin
ormalyfsgjöf að vori eða þegar sett er í haga
myndi hreinsa þessa orma út, og hindrar það
jafnframt að smit berist í hagann. Hvort
ástæða er til frekari lyfjagjafa á ári, t.d. seinni
part sumars, fer eftir aðstæðum, s.s hve þétt
er á hrossunum og hvort mikið er af folöldum
og trippum I hópnum. Folöldum ætti að gefa
ormalyf mun oftar, enda sýkjast þau fljótt af
ormum, þ.á m. ormum sem eingöngu herja á
ungviðið. Almennt er mælt með því að gefa
ormalyf strax við 6-8 vikna aldur. Hiklaust má
mæla með ormalyfsgjöf aftur að hausti og
síðan næsta vor og sumar. Það getur skilað
sér í auknu heilbrigði, betri þrifum og vexti.
SMIT Á BEITILANDI - BEITARSTJÓRNUN
Mest berst af ormaeggjum á beitilandið að
sumri (sjá mynd 2) en þá er hitastig nægi-
lega hátt til að lirfur klekist og þroskist. Smit-
hæfar ormalirfur eru mjög lífseigar. Lirfurnar
dafna best í röku veðurfari. Sól og þurrkur
eða rysjótt veðurfar með frosti og þíðu á víxl
er óhagstætt lirfunum og þær drepast. Ein-
hver hluti lirfanna getur þó lifað af veturinn
á beitilandi og smitað hrossin að vori. Eftir
því sem þrengra er á hrossum eykst hætta á
mögnun smits. Best er að gefa öllum hross-
um sem ganga saman lyf samtímis. Gott ráð
I baráttunni við ormana er að skipta um
beitiland. Ef beitarhólfi er hlíft við beit eitt
sumar er líklegt að smit sé Ktið eða ekkert
næsta vor.
í jórturdýrum eru aðrar ormategundir en í
hrossum. Ef hross eru sett á land sem jórt-
urdýr hafa verið á jafngildir það því að þau
komi á „ormahreint" land. Þeirri aðferð er
stundum beitt í baráttunni gegn ormasýk-
ingum í grasbítum (ef þröngt er beitt á
ræktuðu landi) að flytja gripi seinni part
sumars á nýtt „ormahreint" beitarhólf sem
ekki hefur verið notað til beitar fyrri hluta
sumars. Bestur árangur næst ef lyf er gefið
um leið og gripir eru fluttir.
Á mynd 3 eru sýndar niðurstöður úr rann-
sókn sem gerð var á smiti hrossaorma á
beitilandi. Hross ( beitarhólfum, sem höfðu
verið beitt sumarið á undan, fengu ormalyf
um 10 dögum eftir að þau voru sett á beit.
Engar smithæfar lirfur fundust fyrrihluta
sumars. Þrátt fyrir lyfjagjöfina kom fram
mikill fjöldi smithæfra lirfa í grasi í ágúst og
september. Þetta gefur vísbendingu um að
hross taki upp mest af ormasmiti af beiti-
landi síðla sumars en hámark ( lirfusmiti
kemur alltaf nokkrum vikum eftir hámark í
ormaeggjafjölda í saur hrossa.
HEIMILDIR
Carl Oskar Paulrud, Rikke Engelbrecht Pedersen
og Matthías Eydal, 1997. Field efficacy of iv-
ermectin (Ivomec®) injection on faecal strongyle
egg output of lcelandic horses. (Áhrif ivermect-
in-inngjafar (Ivomec® stungulyf) á ormasýkingar
I hrossum). Búvísindi 11, bls. 131-139.
Einar Gestsson og Matthías Eydal, 1994. Áhrif
ivermectin-ormalyfsgjafar á ormasýkingar í
hrossum (The effect of ivermectin treatment on
faecal Strongyle egg output of horses in
lceland). Búvísindi 8, bls. 107-114.
Matthías Eydal, 1993. Bandormasýking I hrossum
(Cestode infections in horses in lceland). Dýra-
læknaritið, 1. tbl. 8. árg., bls. 30-35.
Matthías Eydal, 1983. Gastrointestinal parasites
in horses in lceland (Sníkjudýr í meltingarvegi
hrossa). (slenskar landbúnaðarrannsóknir,
15. árg., 1.-2. hefti, bls. 3-28.
Matthías Eydal og Eggert Gunnarsson, 1994.
Helminth infections in a group of lcelandic hors-
es with little exposure to anthelmintics (Orma-
sýkingar í hrossastóði þar sem ormalyf hafa litið
verið notuð). Búvísindi 8, bls. 85-91.
FREYR 08 2006
1