Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 28
ALIFUGLARÆKT
Alifuglarækt
Upplýsingar um ræktunarstarf, sölu,
verðlag og afkomu greinarinnar
Afurðir alifugla eru egg og kjöt,
aðallega kjúklingakjöt en einnig
kjöt af kalkúnum og gæsum.
Samkvæmt gjaldstofni til búnaðar-
gjalds vegna tekjuársins 2004 voru
verðmæti alifuglaafurða annarra en
eggja um 1.553,8 milljónir króna
eða 4,8% af heildargjaldstofni og
verðmæti eggja um 1.113,4 milljónir
króna eða 3,5% af heildar-
gjaldstofni.
FJÖLDI ALIFUGLA
Alifuglaræktin skiptist í tvær búgreinar,
eggjaframleiðslu og alif uglakjötsf ram-
leiðslu. Árið 2005 voru varphænsni í land-
inu 166.119 en holdahænsni 46.626, sam-
kvæmt búfjárskýrslum. Rösklega 76% af
varphænsnum eru á Reykjanessvæðinu.
Tafla 1 sýnir fjölda alifugla eftir landshlutum
á síðasta ári.
Tafla 1. Fjöldi alifugla árið 2005
Fjöldi Fjöldi
varphænsna holdahænsna
Reykjanessvæði 126.835 31.131
Vesturland 1.721 5
Vestfirðir 244 0
Norðurland vestra 3.680 0
Norðurland eystra 11.909 2
Austurland 706 2
Suðurland 21.024 15.486
Allt landið 166.119 46.626
Heimild: Bændasamtök íslands
Tafla 2. Fjöldi alifugla 2001-2005
Fjöldi varphænsna Fjöldi holdahænsna
2001 128.241 28.733
2002 160.537 41.296
2003 165.242 48.953
2004 166.466 25.230
2005 166.119 46.626
Heimild: Bændasamtök íslands
RÆKTUNARSTARF
Ræktunarstarf í alifuglarækt er nú í hönd-
um stórra fjölþjóðlegra fyrirtækja sem nýta
sér bestu þekkingu og tækni til að velja
bestu foreldrafuglana. Erfðaefnið er að-
gengilegt fyrir þá sem gera samninga við
fyrirtækin. Hérlendis reka Félag eggjafram-
leiðenda og Félag kjúklingabænda saman
einangrunarstöð á Hvanneyri i Borgarfirði.
i gegnum þessa stöð eru flutt inn frjó egg
stofnfugla af holda- og varpkyni. Frá árinu
1991 hafa varpstofnar verið fluttir inn frá
Noregi og holdastofnar frá Svíþjóð og
Finnlandi. Með þessum innflutningi fæst
aðgangur að besta erfðaefni sem til er í
heiminum hverju sinni. Mun meiri fram-
leiðsla er nú á hvern fugl en áður. Varp-
hænur verptu t.d. vel yfir 20 kg af eggjum
hver árið 2005 samanborið við um 11,5 kg
árið 1987. Afurðamagn eftir hverja hænu
af holdastofni var allt að 150 kg árið 2005
samanborið við um 83 kg árið 1997. Vaxt-
arhraði kjúklinganna hefur aukist verulega
og er 5 vikna gamall kjúklingur nú jafn stór
og 8 vikna kjúklingur var fyrir 20 árum.
Meginorsök þessara miklu framfara má
rekja til aukinnar kunnáttu i stofneldi og
aðgengi að besta erfðaefni sem völ er á
hverju sinni. Vaxtarhraði kjúklinga og
eggjamagn íslenskra varphænsna er vel
samburðarhæft við önnur lönd.
Árlega koma erlendir ráðunautar og
starfsmenn þeirra fyrirtækja sem selja
erfðaefni hingað til lands til að leiðbeina
um meðferð þeirra stofna sem notaðir eru
á hverjum tima. Þé eru gefnar út hand-
bækur um stofnana og hirðingu þeirra
sem íslenskir alifuglabændur fá afhentar.
Dýralæknir alifuglasjúkdóma, sem einnig
er ráðunautur Bændasamtaka (slands í
hlutastarfi, hefur auk þess mikil afskipti af
faglegri stjórn búanna þar sem hann er
eins konar milliliður um fagleg málefni
milli einstakra búa og erlendra seljenda
erfðaefnisins. Með þessari tengingu dýra-
læknis við ræktunarstarfið hefur náðst
góður árangur i baráttunni við sjúkdóma
og sýkla í alifuglum og afurðum þeirra.
Hefur sá árangur vakið athygli meðal vís-
indamanna og alifuglaræktenda erlendis.
Nú er einnig rekið eftirlitskerfi með
salmonellu í kjúklingum þar sem allir eldis-
hópar eru rannsakaðar í eldi og við slátrun.
Ef salmonella greinist í eldishópi þá er hon-
um fargað.
28
FREYR 08 2006