Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 27

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 27
SAUÐFJÁRRÆKT færðar og voru meðalafurðir þeirra 38,0 kg af dilkakjöti haustið 2005 og skilaði hver þeirra að jafnaði 1,90 lömbum til nytja. Þetta bú hefur verið í hópi afurðahæstu búa landsins um langt árabil þó að árangurinn núna sé hvað glæsilegastur. Þetta frábæra afurðafé var fellt haustið 2005 vegna loka á sauðfjárbúskap í Gröf. Bú þeirra Hjálmars og Guðlaugar á Bergsstöðum á Vatnsnesi hefur um áratuga skeið verið í hópi afurða- mestu búa landsins, auk þess sem það er einnig löngu landsþekkt fyrir einstaka út- komu úr kjötmati dilka. Haustið 2005 létu þau hjón af fjárbúskap en gerðu það ekki endasleppt vegna þess að þau skipuðu eins og oft áður annað sæti í röð afurðahæstu búanna á landinu. Það voru 348 ær á búinu og skilaði hver þeirra haustið 2005 að jafn- aði 36,4 kg af dilkakjöti en hver ær skilaði að jafnaði 1,96 lambi til nytja að hausti. í flokki þessara búa fylgja síðan næst búið í Búðarnesi í Hörgárdal og á Smáhömrum í Steingrímsfirði. LITLAR HJARÐIR I allmörgum smáhjörðum sem eru með skýrsluhald fást ótrúlegar afurðir eftir ærn- ar. Enginn keppir þar samt við Þorvald Jóns- son á Innri-Skeljabrekku en hann á átta ær og nær hver þeirra að skila að meðaltaii 50,3 kg af dilkakjöti enda er meðallamba- fjöldi til nytja í þessum hópi 2,25 lömb eftir ána. Það skal að vísu enn einu sinni undir- strikað að afurðamagn eftir hverja kind og mikill vænleiki dilka getur aldrei orðið ein- hlítur mælikvarði á stöðu fjárbúanna. Mark- miðin hljóta að vera breytileg eftir aðstæð- um og aldrei lögð næg áhersla á að í fram- leiðslunni þurfa að haldast í hendur magn Ljósm. Jón Eiríksson og gæði. Það verður sífellt brýnna fyrir sauðfjárræktina að geta mætt breytilegum markaðskröfum. Einn mesti veikleiki dilka- kjötsframleiðslunnar er óumdeilanlega hve framleiðslan er árstímabundin og fellur nær öll til á örskömmum tíma að haustinu. Þess vegna er Ijóst að hluti af framvarðarsveit framleiðslunnar eru þeir bændur sem hafa verið öflugastir við að bjóða fram vöru utan hins hefðbundna sláturtíma. Það er alveg Ijóst að þeir bændur sem mest og best sinna kröfum um framleiðslu í sumarslátrun geta ekki gert sömu kröfur um framleiðslu- magn og þeir sem slátra eingöngu seint að haustinu. VETURGÖMLU ÆRNAR Að lokum skal fjallað í stuttu máli um nokkrar helstu fjölda- og meðaltalstölur fyr- ir veturgömlu ærnar. Fram hefur komið að veturgömlu ánum fjölgar hlutfallslega frá fyrra ári meira en fullorðnu ánum en það má fremur rekja til þess að nú skila nánast allir skýrsluhaldarar skýrslum um veturgaml- ar ær frekar en að ásetningur hafi verið hlutfallslega meiri haustið 2004 en 2003. Eins og áður hefur komið fram voru skýrslu- færðar veturgamlar ær samtals 57.528. Sem tölur um vænleika dilka haustið 2004 sögðu til um eru það eðlilegar niður- stöður að ásetningsgimbrarnar haustið 2004 séu ívíð léttari en árið áður. Fyrir þann hluta þeirra sem hefur fulla þungaskrán- ingu er meðalþungi 41,8 kg (42,4 kg árið 2004) en þennan þungamun vinna þær upp og gott betur yfir veturinn vegna þess að þær þyngjast frá hausti til vors um 14,6 kg (11,4 kg árið 2004) sem líklega er það mesta sem dæmi eru um. SVIPUÐ FRJÓSEMI MILLI ÁRA Eins og hjá fullorðnu ánum eru litlar breyt- ingar í frjósemi hjá veturgömlu ánum þó að frjósemi þeirra árið 2005 sé örlítið meiri en árið áður. Þannig fæðast að jafnaði 0,84 lömb (0,82 árið 2004) eftir hvern ásettan gemling og þeir skila að jafnaði 0,68 lömbum til nytja að hausti (0,67 árið 2004). Þegar tölurnar um frjósemi eru nánar greindar kemur f Ijós að 8.914 af þessum ám eða 15,61 % voru hafðar geld- ar (15,44% árið 2004). Af þeim sem ætlað var að eiga lamb vorið 2005 voru hins veg- ar 8.556 eða 17,76% sem reyndust vera geldar (17,45% árið 2004), 31.618 voru einlembdar eða 65,62% (67,79% árið 2004), tvílembdar voru 7.942 eða 16,48% (14,67% árið 2004) og 67 veturgamlar ær voru þrílembdar eða 0,14% (0,09% árið 2004). Þannig er Ijóst að frjósemi vetur- gömlu ánna sem báru lambi er talsvert meiri að meðaltali vorið 2005 en vorið áður. Líkt og vænta má kemur fram alveg hlið- stæð vænleikaaukning frá árinu áður hjá gemlingslömbunum og hjá fullorðnu ánum. Þannig skilar hver veturgömul ær sem skilar lambi til nytja haustið 2005 að jafnaði 17,5 kg (16,9 kg árið 2004) og eft- ir hverja þeirra, sem lifandi var á sauð- burði, fást að meðaltali 10,6 kg af dilka- kjöti (10,2 kg árið 2004). KOLLÓTTIR GEMLINGAR AFURÐAHÆRRI Mynd 3 gefur yfirlit um meðalframleiðslu veturgömlu ánna I einstökum héruðum. Um flest er þessi samanburður mjög keim- líkur því sem verið hefur undanfarin ár. Hlutfallslegur afurðamunur á milli héraða er enn meiri hjá veturgömlu ánum en hjá þeim fullorðnu. Það er að vísu eins og hjá full- orðnu ánum að veturgömlu ærnar eru af- urðamestar á Ströndum og yfirburðir þar hlutfallslega meiri en hjá ánum. Það er einn- ig greinilegt að afurðir veturgömlu ánna eru meiri í þeim héruðum þar sem hlutdeild kollótta fjárins er há, heldur en á þeim svæðum þar sem hyrnda féð ræður ríkjum. ULLIN Að siðustu skal nefna skráningu á ullar- magni. Því miður má segja að þessi þáttur sé nánast horfinn úr skráningu í sauðfjár- ræktinni, en umfang þeirrar skráningar hef- ur reyndar ætlð verið takmarkað. Núna eru það aðeins á þriðja hundrað áa sem hafa slíka skráningu. Fyrir fullorðnu ærnar er meðalmagnið 2,70 kg (2,63 kg árið 2004) en hjá þeim veturgömlu 2,30 kg (2,20 kg árið 2004). FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.