Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 37
TÓNNINN
„Bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
því skal hann virður vel"
Jón Bjarnason alþingismaður
Öldum saman var meginhluti jarða í eigu
fárra stóreignamanna, kóngsins og bisk-
upsstólanna. Frumkvöðlar sjálfstæðisbar-
áttunnar á nítjándu öld töldu brýnt fyrir
sjálfstæði þjóðarinnar og framfarir í land-
búnaði að bændur ættu jarðirnar, sjálfs-
eignabóndinn var í lykilhlutverki. Með svo-
kölluðum ábúðarlögum var þessari stefnu
fylgt eftir þannig að þeir sem höfðu jarð-
irnar á leigu fengu lífstíðarábúðarrétt á
þeim sem setti þá nánast að fullu upp að
hlið sjálfseignarbóndans. Fjölskyldubúin
voru grunneining í landbúnaði. Þetta hefur
reynst þjóðinni farsælt og um þessa stefnu
ríkt sátt til þessa. Stuðningur hins opinbera
við landbúnað hefur miðast við að bæta
náttúruleg gæði landsins til framtfðar,
tryggja neytendum holla og góða vöru á
hagstæðu verði en ekki hvað síst að við-
halda öflugri byggð um allt land.
Með nýjum ábúðar- og jarðalögum hef-
ur ríkisstjórnin breytt þessum forsendum í
grundvallaratriðum og kippt stoðum und-
an tilveru sjálfseignarbóndans og fjöl-
skyldubúanna.
BÚSETUKVAÐIR FYLGI JÖRÐUM
Með dreifðri búsetu skapast forsendur fyr-
ir því að gæði landsins séu vernduð og nýtt
á sjálfbæran hátt. Þessi stefna krefst bú-
setumynsturs þar sem bændurnir sitja jarð-
irnar og mynda samfélag fólks þar sem
hver styður annan. Ekki aðeins hin nátt-
úrulegu gæði eru auðlind heldur einnig
samfélagið og gerð þess.
Sérlög um landbúnað þurfa fyrst og
fremst að lúta að hagsmunum byggðanna
og varanleika náttúruauðlindanna ásamt
framleiðslu gæðavöru og þjónustu. Hlutur
löggjafans er að skapa þeim sem vilja búa
í sveit og stunda þar atvinnuveg sinn full-
nægjandi starfsumgjörð. Réttur þeirra á að
hafa algjöran forgang og fyrir þá eiga sam-
tök bænda að berjast. Þar fara saman
hagsmunir þjóðarinnar til skemmri og
lengri tíma og bændanna I landinu. Bú-
vörusamningar ríkisins við bændur byggðu
á því að þessari grunnhugsun væri fylgt
m.a. þannig að framleiðslurétturinn væri
ávallt í höndum þeirra sem búa á jörðun-
um.
UPPKAUP OG JARÐASÖFNUN
ER ÓGN VIÐ BYGGÐ
OG BÚSETU I LANDINU
Nú vakna menn upp við vondan draum.
Fjársterkir einstaklingar, félög og fyrirtæki
kaupa upp í stórum stíl framleiðsluheim-
ildir, lönd og bújarðir, jafnvel í fullum
rekstri. Sjálfseignarbóndinn, fjölskyldubú-
ið, verður ekki lengur grunneining, heldur
leiguliði stóreignamanna. Framleiðslan
færist á hendur fárra aðila og matvælaör-
ygginu er stefnt í hættu.
Beingreiðslum til bænda var ætlað að
tryggja búsetu, dreifða byggð og ódýrari
og heilnæma framleiðslu. Fari svo fram
sem horfir verða beingreiðslurnar notaðar
til hins gagnstæða og til að fjármagna
skipulögð uppkaup á bújörðum á verði
sem engin landbúnaðarframleiðsla stend-
ur undir. Viljum við það? Nágrannaþjóðir
okkar á Norðurlöndum leggja áherslu á að
verslun með land og landgæði hafi sér-
stöðu. Öfugt við okkur eru í löggjöf þeirra
gerðar ákveðnar og skilgreindar kröfur til
landeigenda um búsetuskyldu og meðferð
auðlindarinnar.
ÞJÓÐIN VILL ÖFLUGAN
LANDBÚNAÐ TIL FRAMTÍÐAR
Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin
vill öflugan, íslenskan landbúnað, treystir holl-
ustu hans og gæðum og vill öryggi í framboði
varanna. Landbúnaðurinn er einnig undir-
staða byggðar, búsetu og fjölþætts atvinnulífs
víða um land. Þróun ferðaþjónustu byggir á
dreifðri búsetu og vörslu náttúrufars, menn-
ingar og landgæða. íslenskur landbúnaður á
gríðarlega mikla möguleika til framtíðar ef
rétt er á málum haldið. En til þess að svo megi
verða þarf heldur betur að endurskoða og
breyta um stefnu. Land og landgæði eru í
sjálfu sér félagsleg eign framtíðarinnar.
Stuðningur ríkisins þarf í auknum mæli að
vera bundinn búsetunni, jörðunum, vörslu
landgæða og sjálfbærum, heilnæmum fram-
leiðsluháttum. Því verður nú þegar að stöðva
uppkaup á jörðum og framleiðslurétti. Draga
þarf úr magntengdum stuðningi ríkisins, setja
honum takmörk og afnema framsalsrétt á
þeim stuðningi. Einnig þarf að grípa til að-
gerða til að tryggja möguleika ungs fólks til
að taka við búum foreldra sinna og skyld-
menna eða koma inn í landbúnaðinn.
FREYR 08 2006
37