Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 8
FERÐAÞJÓNUSTA
Fornleifar og
ferðaþjónusta
Auðlind í landnýtingu
IEftir Guðrúnu
Helgadóttur,
Ferðamáladeild
Hólaskóla
- háskólans á Hólum
Vinnufélagarnir við Ferðamáladeild Hólaskóla spá I útsýnið af Virkishól við Flugumýri.
Ljósm. Ingibjörg Sigurðardóttir
Fortíðarþráin er sterkur leiðarþráður
í öllum ferðalögum, við viljum kynn-
ast lífsbaráttunni gegnum tíðina og
jafnvel heimsækja staði þar sem
tíminn stóð í stað. Ferðaþjónusta
skapar forsendur fyrir upplifun,
meðal annars þeirri að kynnast og
fræðast um fornleifar, sem er ein
leið ferðafólks til að kynnast áfanga-
staðnum sem það er statt á eða
hefur hug á að heimsækja.
Fornleifar hafa notið aukinnar athygli und-
anfarin ár og umræðan um varðveislu
þeirra og nýtingu farið vaxandi. Hérlendis
var gert átak á sviði fornleifarannsókna með
tilstyrk Kristnihátíðarsjóðs (Forsætisráðu-
neyti, 2005). Þessi mikla rannsóknavirkni
fornleifafræðinga hefur fengið töluverða
umfjöllun í fjölmiðlum og almenningur sýnt
rannsóknunum og niðurstöðum þeirra
áhuga.
Þessa áhuga hefur orðið vart á þeim stöð-
um þar sem fornleifauppgröftur fer fram,
en það er reynsla flestra rannsóknahópanna
að þörf sé á að hafa starfsmann á vakt við
það að taka á móti ferðafólki. Á Hólum í
Hjaltadal hefur verið boðið upp á fornleifa-
rölt, þ.e. leiðsögn um fornleifarnar, sem
sýndi sig að vera vinsælt meðal gesta (Hóla-
rannsóknin, 2005). Það kom nokkuð á
óvart að áhuginn snerist ekki bara um minj-
arnar sjálfar og tengsl þeirra við söguna,
heldur var rannsóknin sjálf áhugaverð fyrir
hinn almenna gest.
HVAÐ ERU FORNLEIFAR?
Samkvæmt núgildandi lögum sem eru Þjóð-
minjalög 107/2001 eru fornleifar skilgreind-
ar sem: „...hvers kyns leifar fornra mann-
virkja og annarra staðbundinna minja sem
menn hafa gert eða mannaverk eru á. Að
jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til
fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri
minjar." (Alþingi, 2001) Samkvæmt skipu-
lagslögum er fornleifaskráning ein af for-
sendum skipulags, en allt landið er skipu-
lagsskylt (Alþingi, 1997).
í dag er vitað um rúmlega 200.000 forn-
leifar á Islandi. Til fornleifa teljast öll merki
um mannvirki, ekki bara byggingar heldur
líka tún, girðingar og garðar, skipsflök, sam-
göngumannvirki, minningarmörk, atvinnu-
svæði s.s. verstöðvar og svo má lengi telja
(Fornleifavernd ríkisins, 2006). Það má ætla
að aðeins brot af þeim fornleifum sem fyr-
irfinnast séu þekktar því sífellt uppgötvast
minjar þar sem enginn átti þeirra von. Þetta
varðar mjög landnýtingu í samtímanum því
fornleifar eru friðaðar, eða eins og segir í
10. gr. Þjóðminjalaga: „Fornleifum má eng-
inn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur
annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur
hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja
nema leyfi fornleifanefndar komi til."
(Alþingi, 2001)
Menn spyrja sig eðlilega hvort þetta sé
ekki mikil kvöð og takmörkun á landnýt-
ingu? En fornleifar eru ekki helsta takmörk-
un á landnýtingu. Öll landnýting sem felur í
sér mannvirkjagerð er háð leyfum til fram-
kvæmda samkvæmt skipulagslögum. Forn-
leifar eru einungis einn af fjölmörgum þátt-
um sem taka þarf tillit til þegar ákvörðun er
tekin og framkvæmdir hafnar t.d. við að
setja niður sumarbústað.
ERU FORNLEIFAR AUÐLIND
í LANDNÝTINGU?
Reynsla þeirra sem taka á móti gestum á
stöðum þar sem fornleifar eru þekktar
og/eða uppgröftur fer fram er sú að forn-
leifar geti reynst raunveruleg auðlind í land-
nýtingu. Það má til dæmis nefna ferðaþjón-
ustu bænda í Keldudal í Hegranesi, en þar
urðu framkvæmdir við að setja niður ferða-
þjónustuhús til þess að merkar og áður
óþekktar fornleifar uppgötvuðust.
Framkvæmdir töfðust meðan rannsókn
fór fram, en sú athygli sem þessi fundur og
rannsóknin vakti var mikil kynning á Keldu-
dal. Um ókomin ár verður fjallað um Keldu-
dal meðal fræðimanna, Þjóðminjasafn ís-
lands og Byggðasafn Skagfirðinga munu
vísa til þessarar rannsóknar og eru henni
gerð töluverð skil á sumarsýningu Byggða-
safns Skagfirðinga 2006 sem nefnist Margt
býr í moldinni (Byggðasafn Skagfirðinga,
2006).
Þó fornleifar séu friðaðar, þ.e. að ekki má
hrófla við þeim án leyfis, þá eru þær ekki
alltaf varðveittar til framtíðar. Þegar fornleif-
ar finnast við framkvæmdir sem leyfi hefur
verið gefið til, er jafnan farið í að rannsaka
þær en síðan er framkvæmdum haldið
áfram. Þetta kann að virðast undarleg
verndarstefna, en fornleifauppgröftur er
eðli málsins samkvæmt röskun og jafnvel
eyðing fornleifanna. Þær eru grafnar upp
og eftir standa heimildirnar um rannsókn-
ina og rannsóknargögnin.
Hvað er þá eftir til að skoða og upplifa?
Það er æði margt, því eins og fornleifarann-
sóknir undanfarinna ára hafa sýnt vakna
sífellt nýjar spurningar og ráðgátur um staði
og fólk í tímans rás. Minjar veita margvísleg
tækifæri til að tengja starfsemi ferðaþjón-
ustunnar sterkari böndum við fortíðina.
8
FREYR 08 2006