Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 18

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 18
NÝJA SVÍNAHÚSIÐ Nýtt geldstöðu- og tilhleypingahús fyrir gyltur Á Brúarlandi á Mýrum búa hjónin Guðbrandur Brynjúlfsson og Snjólaug Guðmundsdóttir ásamt syni sínum Brynjúlfi og sambýlis- konu hans Theresu Vilstrup Olesen. Saman eiga þau fyrirtækið Búvang ehf. sem rekur svína- og sauðfjárbú. Fyrr á árinu tóku ábúendurnir í notkun nýtt geldstöðu- og tilhleyp- ingahús fyrir gyltur. Með þessari viðbót auka þau fjölda gyltna á búinu úr 80 í 110. Búið telst vera meðalsvínabú. SJÖ GYLTUR í UPPHAFI Guðbrandur hefur frá árinu 1967 búið með svín á jörðinni. Upphaflega samanstóð hjörðin einungis af sjö gyltum en með byggingu húss fyrir geldneyti og eldisgrísi árið 1971 fjölgaði gyltunum í fimmtán. Guðbrandur og tveir af bræðrum hans tóku við búskapnum á Brúarlandi af foreldrum sínum árið 1973. Frá árinu 1975 bjuggu Guðbrandur og Snjólaug í félagi við Eirík Ágúst bróður Guðbrands sem lést árið 1998. Á Brúarlandi var því búið með naut- gripi, sauðfé og svín lengst af og árið 1996 stofnuðu Guðbrandur og Snjólaug I félagi við syni sína tvo fyrirtækið Búvang ehf. sem í dag rekur svína- og sauðfjárbúið. Fyrirtæk- ið keypti dánarbú Eirfks Ágústs árið 1998 og ári síðar jörðina, sem áður var I eigu rík- isins. Með tilkomu nýbyggingarinnar geta ábú- endurnir aukið framleiðsluna sem nemur afurðum 30 gyltna. Fyrir eru tæplega 80 gyltur auk galta og eldisgrísa ásamt tæp- lega 140 ám á vetrarfóðrum. Feðgarnir koma báðir að rekstri búsins og hafa ráðið sér til fulltingis starfsmann yfir sumarmán- uðina undanfarin ár. Snjólaug vinnur að handverki og rekur lítið gallerí heima á hlaðinu og Theresa starfar við Ijósmyndun. Alls eru því rétt rúm tvö stöðugildi á árs- grundvelli við búreksturinn. DANSKAR INNRÉTTINGAR Loftorka ehf. í Borgarnesi reisti nýbygging- una en Guðbrandur og Brynjúlfur sáu sjálfir um uppsetningu innréttinga og þaks. Hug- myndir ábúendanna um fyrirkomulag og Fjölskyldan á Brúarlandi á Mýrum. Frá vinstri: röðun innréttinga voru sendar Hans Hojer Staldbyg a/s í Danmörku en það fyrirtæki sérhæfir sig í hönnun og ráðgjöf vegna inn- réttinga í svínahús. Lífland ehf. hafði þar milligöngu. Að uppgefnum öllum forsend- um er vörðuðu búið gat danska fyrirtækið sett saman hugmyndir um uppröðun inn- réttinganna og komið fram með tillögur. Á Brúarlandi hafa svínahúsin verið byggð í áföngum frá árinu 1967 og aðrar bygging- ar hafa skipt um hlutverk og verið innrétt- aðar fyrir svín. Má ( því samhengi nefna að gamla fjósið hýsir nú eldisgrísi. Alls er um sex byggingar að ræða að meðtöldu nýja geldstöðu- og tilhleypingahúsinu eins og sjá má á meðfylgjandi afstöðumynd. Nýja húsið er hannað af Magnúsi Sig- steinssyni hjá Byggingaþjónustu Bænda- samtaka Islands en burðarþolsteikningar út- veggja voru í umsjá Loftorku ehf. og lím- tréssperra í umsjá Límtrés-Vírnets ehf. GOTT SKIPULAG Guðbrandur segist vera mjög ánægður með það skipulag í byggingu húsanna sem náðst hefur. Byggingarnar samanstanda af tveimur húsalengjum. ( eystri húsalengj- unni, þar sem nýbyggingin er, eru bara geltir, gyltur og smágrísir fram að fráfær- um. Eldisgrísirnir eru allir í vestari lengjunni og því aðskilnaður á milli lífdýra og slátur- dýra. Húsalengjurnar tvær eru tengdar með fóðurblöndunarhúsinu en í því er ein- Theresa, Brynjúlfur, Guðbrandur og Snjólaug mitt miðstöð tölvustýringarinnar fyrir loft- ræstingu í öllum húsunum sem og fóður- gjafar. Við hönnun á eldissvínahúsinu frá árinu 2001 var gert ráð fyrir gangi eftir húsinu endilöngu sem nýtist ekki síður fyr- ir lagnir en sem aðhald við rekstur slátur- dýranna. Ábúendurnir hyggja ekki á frek- ari húsbyggingar í bráð en eiga þó eftir að byggja haugtank. ALLT INN - ALLT ÚT í svínaræktinni eru viðhafðar strangar hrein- lætiskröfur á hverju býli og er meginástæð- an sú að koma í veg fyrir hugsanlegt smit sjúkdóma á milli býla. Aðgangur óviðkom- andi er stranglega bannaður og heimsóknir í svínahúsin takmarkaðar. Þeir sem ganga um svínahúsin fylgja ströngum vinnu- og verklagsreglum sem miða að því að gæta ýtrasta hreinlætis. Svokallað „Allt inn - allt út" kerfi miðar að því að koma í veg fyrir að hverskyns smit ber- ist á milli deilda innan búsins sjálfs með sótt- hreinsun hverrar deildar á milli þess sem dýr- in eru flutt úr einni deild og nýjum dýrum komið fyrir í staðinn. Eldisdýrin á Brúarlandi flytjast tvisvar sinnum á milli deilda áður en þau eru leidd til slátrunar. Hafa ábúendurnir með byggingum sínum markvisst stefnt að því að ná einstefnu í ferlinu eins og Guðbrandur orðar það. Þar á hann við að eld- isdýr færist frá gotdeild í smágrísadeild og þaðan seinna í eldissvínadeild áður en það fer 18 FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.