Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 7
SKOGRÆKT Edda Björnsdóttir í Miðhúsum við eikartré sem Ólafur Njálsson seldi henni. Eikin á uppruna sinn í Raumsdal í Noregi sem er jafnframt nyrsti vaxtarstaður trjátegundarinnar þar í landi. Edda segir eikina vaxa eina 40 til 60 sentimetra í bestu árum var gefið með. „Þá var ég fyrst og fremst að hugsa um skjólið, koma þeim í skjól undan krapahríðinni. Ætli þær hafi ekki verið þarna í um þrjá sólarhringa," segir Eyjólfur og bætir því við að þetta hafi gefist vel þar sem ekkert pláss hafi verið til þess að hýsa ærnar á miðjum sauðburði. Að mati Eyjólfs fer skógrækt prýðilega vel saman með sauðfjárrækt. Hann segist ekki sjá að honum endist aldur til þess að njóta einhverra tekna af skóginum þegar hann fer að gefa af sér nytjatimbur, en enn sem komið er veitir skógurinn skjól og einhverja smástaura til girðinga. EIK - LISTIÐJA ( Miðhúsum á Héraði búa hjónin Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson. Þau hafa í rúm þrjátíu ár rekið fyrirtæki sem þau kalla Eik- listiðju en þau hjón framleiða list- muni úr efni tengdu landbúnaðinum - mestmegnis úr viði sem kemur úr íslensk- um skógum á Héraði. Þau hófu sauðfjárbú- skap í Miðhúsum árið 1972 í félagsskap við foreldra Hlyns sem áttu jörðina. Edda og Hlynur eru í hópi á fjórða tug ábúenda á Héraði sem tekið hafa þátt í Héraðsskóga- verkefninu frá upphafi þess. (lok níunda ératugarins, í kjölfar þess að sauðfjárriðan náði hámarki á Héraði og ráðist var í niðurskurð til þess að stemma stigu við henni, var allt fé skorið í Miðhús- um. Á þessum tíma var ekki bjart fram und- an hjá þeim bændum á Héraði sem höfðu stærstan ef ekki allan hluta tekna sinna af sauðfjárrækt. Eftir að skorið var niður í Miðhúsum sneru ábúendur sér alfarið að listiðninni. Hjónin í Miðhúsum voru í hópi þeirra sem hlutu landbúnaðarverðlaunin í ár fyrir skógrækt, listiðn og félagsstörf. Þau reka í dag listmunagallerí og vinnuaðstöðu í Hjónin í Miðhúsum reka gallerí í gömlu hlöðunni sem þau hafa innréttað úr viði af Héraði. Þessar rósir eru dæmi um handverk sem þessi hjón framleiða og selja gömlu hlöðunni í Miðhúsum, sem þau breyttu árið 1998, þar sem þau sýna og selja eigin framleiðslu. Að henni kemur líka sonur þeirra, Fjölnir Björn, sem er mennt- aður skúlptúristi frá Listaháskóla íslands. Halldór, faðir Hlyns, tók alla tíð virkan þátt í framleiðslunni á meðan hann lifði. Þau vinna mest úr birki, og þá sem eðalvið, en einnig úr lerki. Allur efniviður er fenginn úr skógum á Héraði. Edda sat sem fulltrúi Félags skógar- bænda á Fljótsdalshéraði ásamt fjórum öðrum í undirbúningsnefndinni sem skipuð var af landbúnaðarráðherra og vinna átti að stofnun Héraðsskóga. ,,Byggðasjónar- Hlynur í Miðhúsum er húsgagnasmiður að mennt en er þó vissulega margt til lista lagt eins og þessi gítar ber vott um. Gítarinn er smíðaður úr bændaskógum Héraðsins. Birkið er frá Hallormsstað en framhliðin, sem er úr greni, kemur frá Guttormi Þormar í Geitagerði. Hann seldi grenitré sem torgtré í Fellabæ og eftir að hafa lokið hlutverki sínu um jólahátíðina endaði það framan á þessum gítar Hlyns. Hvíta röndin í stólnum undir strengjunum er úr hvaltönn frá Brimnesi í Seyðisfirði miðin vógu þungt þegar verkefnið fór af stað," segir Edda og bætir við „Þetta styrkti það fólk sem fyrir var á jörðunum svo það gat setið þær áfram. Annars hefði það hreinlega farið," aðspurð um hugmynda- fræðina að baki Héraðsskógum. „Við höfð- um fyrir okkur Fljótsdalsáætlun og sáum að við gátum ræktað timbur og eftir að aðrir fóru að feta í fótsporin hefur þetta sjónar- mið vikið. En við höfum alltaf staðið að þessu hér á Héraði, þetta er fyrst og fremst timburframleiðsla. Þetta á að vera skóg- rækt í sátt við landbúnað og við hugsuðum það þannig að þegar kæmi sá tími að við gætum tekið aftur fé eða hafið hefðbund- inn búskap að nýju þá væru jarðirnar enn- þá betur í stakk búnar til þess að taka við því en þær voru áður. Og sú er raunin." Edda er formaður Landssamtaka skógar- eigenda og situr sem fulltrúi þeirra á næsta Búnaðarþingi. FRAMTÍÐIN Það er Ijóst að austur á landi er mikil þekk- ing á sviði skógræktar. Hönnun og hand- verk úr íslenskum viðarafurðum er í stór- sókn og eftirspurn eftir íslenskum efniviði til innréttinga er alltaf að aukast. Agnes Brá bendir á að margt sé ókannað í þessum efn- um og sóknarfæri skógarbænda um allt land liggi tvímælalaust í margvíslegum hug- myndum um viðarnýtinguna sem margar hverjar eru mjög spennandi. FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.