Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 10

Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 10
SAUÐFJÁRRÆKT Afkvæmarannsóknir á hrútum á vegum búnaðarsambandanna haustið 2005 IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum Islands Umfangsmesta verkefni í ræktunar- starfi á íslensku sauðfé eru afkvæma- rannsóknir þær sem byrjað var að vinna að haustið 1998 þegar tekið var upp nýtt kjötmat hér á landi. Þær hafa frá þeim tíma verið unnar á vegum búnaðarsambandanna og umfang þeirra vaxið með hverju ári. Þessar rannsóknir byggja á því að samþættar eru annars vegar niður- stöður úr skipulegum ómsjármæling- um á úrtaki lamba úr hverjum afkvæmahópi og hins vegar þær niðurstöður er fást úr kjötmati sláturhúsa á sláturlömbum undan hlutaðeigandi hrúti. Áhersla hefur verið lögð á það að til þess að ná árangri á grundvelli slíkra rannsókna þurfi að vinna með þann fjölda hrúta í rannsókn á hverju búi að niðurstöðurnar gefi grundvöll að markvissu vali bestu hrútanna til áfram- haldandi notkunar út frá niðurstöðum rann- sóknarinnar á hverju búi. Þegar tölur um fjölda búa og afkvæmahópa eru skoðaðar sést einmitt mjög glöggt að umtalsverður ávinningur hefur á síðustu árum náðst í þess- um efnum þar sem á stórum svæðum eru rannsóknir á hverju búi farnar að telja fast að tíu afkvæmahópa að jafnaði. Áreiðanlega er ekkert ofsagt með því að fullyrða að haustið 2005 hafi lömb komið af afréttum glæsilegri en nokkru sinni áður. Rysjótt haustveðrátta víða um land leiddi hins vegar til að haustbati lambanna varð breytilegri en undangengin ár. Þátttaka í afkvæmarannsóknunum var mikil. Tafla 1 gefur yfirlit um skiptingu eftir landsvæðum á llkan hátt og birt hefur verið undanfarin ár. Þar sést að samtals voru unn- ar rannsóknir á 217 búum og komu þar í dóm samtals 1.837 afkvæmahópar. Það má því fullyrða að umfang þessara rannsókna hafi aldrei verið jafn mikið og haustið 2005. Þessi starfsemi er hins vegar, eins og taflan sýnir, mjög misskipt eftir landsvæðum. Starf- ið er feikilega öflugt á Vesturlandi og Norð- urlandi og eykst þar með hverju ári en á Austurlandi og Suðurlandi er þessi starfsemi öll miklu minni í sniðum. ÁTTA RANNSÓKNASTAÐIR Vegna ræktunarstarfsins hafa rannsóknir á vegum sæðingastöðvanna, sem eru unnar á nokkrum stöðum á landinu á hverju ári, þegar skilað sameiginlegu ræktunarstarfi í landinu miklum árangri. Þær hafa lagt grunninn að miklu nákvæmara vali á kyn- bótahrútum fyrir stöðvarnar en áður var. Haustið 2005 voru þessar rannsóknir á eft- irtöldum stöðum á landinu; á Hofsstöðum á Snæfellsnesi, í Stóra-Fjarðarhorni í Kolla- firði, á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, á Bjarnastöðum í Öxarfirði, feikilega mikil sameiginleg rannsókn var unnin í Hafra- fellstungu og Ærlæk í Öxarfirði og eins og í mörg ár var rannsókn í Ytri-Skógum und- ir Eyjafjöllum. Auk þess var sérstaklega gerð grein fyrir hinum skipulegu afkvæma- rannsóknum kennslu- og rannsóknarfjár- búsins á Hesti í 3. tölublaði Freys á þessu ári. Sérstaklega hefur verið gerð grein fyrir ávöxtum þessara rannsókna í hrútaskrám sæðingastöðvanna en úr þessum rann- sóknum kom fjöldi harðefnilegra kynbóta- hrúta til notkunar á stöðvunum. Niðurstöður fyrir hverja einstaka rann- sókn er mögulegt að skoða á vef Bænda- samtakanna, www.bondi.is. Auk tölulegra niðurstaðna er þar einnig umfjöllun um þá hrúta sem sýna mesta yfirburði í hverri Tafla 1. Yfirlit um afkvæmarannsóknir á hrútum haustið 2005, skipt eftir landssvæðum Svæði Fjöldi búa Fjöldi hópa Vesturland 44 370 Vestfirðir 14 139 Strandir 25 210 Húnavatnssýslur 41 340 Skagafjörður 28 230 Eyjafjörður 7 48 S-Þingeyjarsýsia 13 111 N-Þingeyjarsýsla 23 201 Múlasýslur 7 65 A-Skaftafellssýsla 3 28 Suðurland 12 95 Landið allt 217 1.837 rannsókn þar sem gerð er grein fyrir upp- runa þeirra og mestu kostum samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Þar eru einnig aðgengilegar allar niðurstöður þriggja undangenginna ára. Þarna er því orðið að finna mjög öflugan upplýsinga- grunn um fjárstofn og fjárrækt þeirra búa sem eru virkir þátttakendur í þessum þætti ræktunarstarfsins. FREYR 08 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.