Freyr - 01.08.2006, Blaðsíða 35
Bændur frá iðnríkjum og þróunarlöndum taka sameiginlega afstöðu til
landbúnaðarviðræðna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO)
Rödd meirihluta þjóða
í WTO heyrist ekki
Við undirritaðir, fulltrúar bænda í iðnríkjum og
þróunarlöndum, höfum mikilla sameiginlegra
hagsmuna að gæta í samningaviðræðum sem
nú standa yfir í Genf um alþjóðaviðskipti.
Raunviðskipti með landbúnaðarvörur á
heimsmarkaði eru tæp 10% af heildarfram-
leiðslu þeirra. Öll aukning í þessum viðskiptum
kemur aðeins fáum þjóðum til góða. Hags-
munir þjóða, sem hafa það helst að markmiði
að auka útflutning sinn, mega ekki ganga fyrir
víðtækari áhyggjum af landbúnaði sem koma
fram í afstöðu meirihluta þjóða í WTO. Þær eru
G33, ríki í Afríku, Karíbahafi og Kyrrahafi
(ACP), Indland, G10, Bandaríkin, Kanada og
Evrópusambandið*.
Frjáls verslun mun fyrst og fremst nýtast stór-
um framleiðendum landbúnaðarvara og al-
þjóðlegum viðskiptafyrirtækjum í iðnríkjum og
þróaðri löndum frekar en fétækari þjóðum.
Þróunarríki með viðkvæman og varnarlausan
landbúnað, á markaði sem fáir seljendur ráða
og stjórna, verða að geta tekið mið af dreifbýl-
isþróun, fæðuöryggi og/eða framfærsluþörf-
um sínum. Minna má á að Doha-viðræðulotan
snýst um „þróunarviðræður" en ekki „viðræð-
ur um markaðsaðgengi". Aðgengi að auðlind-
um eins og landi, fræjum, vatni, tækni og lán-
um er forgangsmál þróunarlanda. Fríverslun
gerir bændum ókleift að mæta lögmætum
kröfum samfélaga sinna er varða fæðuöryggi
og einnig mál sem varða umhverfið, velferð
dýra og byggð í dreifbýli. Allar þjóðir verða að
geta tryggt sjálfræði sitt til fæðuöflunar.
Skipulagsbreytingar þær sem Alþjóðabank-
inn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa þröngv-
að upp á þróunarlönd hafa dregið enn frekar
úr þjónustu við landbúnaðinn og um leið beint
landbúnaði að útflutningi og neytt stjórnvöld
til að lækka tolla sína. Þessar aðstæður verður
einnig að hafa til hliðsjónar í Doha-viðræðun-
um.
Við teljum að allar þjóðir hafi rétt til að
tryggja að hagsmunamálum íbúa þeirra varð-
andi fæðu og landbúnað, sem ná langt út fyr-
ir viðskiptalega hagsmuni, verði sinnt. Viðskipti
með landbúnaðarvörur verða að endurspegla
þetta á réttlátan og sanngjarnan hátt fyrir alla
aðila WTO.
Eftirfarandi meginreglur og áhersluatriði ættu
því að vera hluti af viðræðum WTO og endur-
speglast að fullu í niðurstöðum ráðherrafundar
WTO.
*ACP-lönd og önnur aðildarríki G33, ásamt G10 og ESB
(25 þjóðir) eru fulltrúar 128 landa -86% aðildarríkja WTO.
Grunnreglur
1. Taka verður fullt tillit til annarra hlutverka landbúnaðarins en við-
skipta með landbúnaðarvörur.
2. Taka verður fullt tillit til sértækrar meðferðar og uppbyggingar á
framleiðslugetu þróunarlanda, sem taka á raunverulegum hagsmun-
um fátækra, þeirra sem minna mega sín og smábænda, til þess að
hægt sé að mæta þörfum þeirra vegna byggðaþróunar í dreifbýli,
fæðu- og framfærsluöryggis.
3. Viðskiptareglur verða að veita svigrúm fyrir stefnumarkaandi aðgerð-
ir sem efla sjálfræði í fæðuöflun og stöðugleika í fæðubirgðum og
verði, þar á meðal stjórn á framboði og öryggisráðstafanir.
Afstaða
1. Viðeigandi stig og form tolla verður að tryggja með tilliti til einkenna
hverrar vöru í hverju landi.
2. Sérhvert aðildarríki verður að geta ákvarðað sjálft þann fjölda vara
sem teljast viðkvæmar eða sérvörur. Viðkvæmar/sérstakar vörur
verða að njóta nægilegs sveigjanleika hvað varðar tolla og innflutn-
ingskvóta (Tariff Rate Quotas - TRQ). Eins og gefið er til kynna í
rammasamningnum frá júlí 2004, verður að finna jafnvægi sem end-
urspegiar viðkvæmni viðkomandi vara. Lögbundin útvíkkun toll- og
innflutningskvóta og tollalækkanir mun ekki veita nægilegt svigrúm
til að ná þessu fram.
3. Þak á tolla er algerlega óásættanlegt.
4. Tryggja verður sveigjanleika í útreikningum fyrir stigbundinni lækk-
un tolla.
5. Sérstök öryggisákvæði (SSG og SSM) fyrir landbúnaðarvörur verður
að tryggja bæði fyrir iðnríki og þróunarríki.
6. Reglur WTO mega ekki spilla núverandi ívilnunaraðgengi sem mörg
iðnríki veita innflutningi frá fátækustu þróunarríkjunum og ACP-
löndum. Án slíkrar ívilnunar munu þessar þjóðir lúta í lægra haldi fyr-
ir stærstu útflytjendunum.
7. Strangari reglur verða að gilda um allan stuðning sem tengist útflutn-
ingsvörum. Dregið skal í áföngum úr öllum formum útflutningsstyrks
með vörum sem eru fluttar út til þróunarlanda og þau verða að fá
að vernda sig fyrir niðurgreiddum innfluttum vörum. Raunveruleg
matvælaaðstoð í mannúðarskyni verður að vera tryggð til að hægt sé
að bregðast við náttúruhamförum og samfélagsáföllum og verður að
framkvæma á þann hátt sem skaðar ekki innanlandsmarkað.
8. Hámark á markaðstengdan stuðning (AMS - Aggregate Measure-
ment of Support) verður að sníða til að koma til móts við umbætur í
landbúnaði í hverju ríki fyrir sig.
9. Styrkir sem hafa ekki áhrif á viðskipti skulu vera tiltækir til að upp-
fylla önnur markmið en viðskiptamarkmið.
10. Strangar reglur um hreinlæti og heilbrigði plantna sem ekki byggja á
vísindalegum grundvelli og aðrar tæknilegar hindranir skulu teljast til
innflutningshindrana en ekki tollamúra.
FREYR 08 2006
35