Freyr - 01.09.2006, Side 4
Aðlögun finnsks
landbúnaðar að
Evrópusambandinu
innganga Finnlands í Evrópusam-
bandið (ESB) árið 1995 hafði í för
með sér hraðari breytingu frá mark-
aðsvernd og opinberri verðlagningu
í landbúnaði til opins markaðskerfis
en dæmi voru um í Evrópu áður.
Finnskir bændur stóðu frammi fyrir
stærri breytingum á verði afurða,
hlutfallslegu verði vörutegunda og
beinum stuðningi en nokkurt annað
land sem gengið hefur í Evrópusam-
bandið. Aðlögun að sameiginlegri
landbúnaðarstefnu Evrópusam-
bandsins (Common Agricultural Pol-
icy - CAP) leiddi til 40-50% lækkunar
á afurðaverði til bænda strax árið
1995, en lækkanir á verði aðfanga
komu einungis að mjög litlu leyti á
móti. Verð á korni féll um 50-60%
árið 1995 og hefur lækkað enn
meira síðan. Lækkanir voru jafn-
framt verulegar á búfjárafurðum,
frá 28% lækkun á mjólkurverði til
65% lækkunar á verði eggja.
Það hefði reynst finnskum bændum illger-
legt að halda áfram rekstri við þessar nýju
aðstæður ef ekki hefði verið samið um
umfangsmiklar stuðningsaðgerðir til mót-
vægis. Mótvægisaðgerðirnar hafa stuðlað
að því að finnskum landbúnaði tókst að
takast á við samkeppni við erlenda búvöru-
framleiðslu frá öðrum Evrópusambandsríkj-
um og tryggja velgengni finnskra vara á
mörkuðum Evrópusambandsins. Árið 2005
námu þessar stuðningsaðgerðir 1,8 millj-
örðum evra (um 162 milljörðum íslenskra
króna), sem eru um 46% af veltu finnsks
landbúnaðar (3,93 milljarðar evra). Mark-
mið finnskrar landbúnaðarstefnu hefur
verið að jafna erfiða samkeppnisaðstöðu
finnsks landbúnaðar, vegna hnattrænnar
legu landsins og veðurfarslegra skilyrða, á
innri markaði Evrópusambandsins með við-
varandi stuðningi.
Þrátt fyrir aukna styrki hafa tekjur finnskra
bænda dregist saman síðan 1995. Tekjur í
landbúnaði lækkuðu um 35% frá 1994 til
2005, mælt á föstu verðlagi. Hlutur land-
búnaðar I finnska hagkerfinu féll frá 2,9%
til 1,2% milli 1994og 2004, en landbúnað-
ur lagði 1,5 milljarða evra til hagkerfisins
árið 2004.
ÁHRIF Á VERÐ TIL
NEYTENDA OG SKIPTING ÞESS
Sú mikla lækkun sem varð á verði til fram-
leiðenda skilaði sér að einhverju leyti í lægra
vöruverði til neytenda. Meðalverð matvæla
féll um 11 % eftir inngönguna árið 1995. Á
tíu ára tímabili frá 1995 til 2005 hækkaði
verð matvæla um 11 % meðan almennt
verðlag hækkaði um 13%. Þannig hefur
matvælaverð á föstu verðlagi haldið áfram
að falla síðastliðin tíu ár. Ástæður lækk-
unar vöruverðs má rekja til lægra verðs til
IEftir Jyrki Niemi,
prófessor við
Agrifood
Research Finland
framleiðenda en ekki aukinnar samkeppni f
smásölu enda hefur hlutur verslunar í verð-
myndun matvara í Finnlandi aukist verulega
á undanförnum árum. Því má segja að sam-
keppni finnskrar framleiðsiu við innflutta
bitni fyrst og fremst á bændum.
BREYTINGAR Á FINNSKRI
LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLU
Innganga Finnlands í Evrópusambandið
hefur, þrátt fyrir allt, ekki valdið veruleg-
um breytingum á heildarframleiðslumagni
finnsks landbúnaðar. Nokkuð dró úr
mjólkurframleiðslu f upphafi en hún jókst
síðan aftur milli 1997 og 2001. Innlögð
mjólk nam 2.293 milljónum Iftra árið 2005,
sem er u.þ.b. sama magn og árið 1995.
Meðalnyt hefur hækkað um heil 25% síð-
an 1995.
Þó heildarframleiðslumagn kjöts hafi ekki
minnkað hafa orðið umtalsverðar breytingar
á samsetningu framleiðslunnar. Samdráttur
hefur orðið í framleiðslu nautakjöts um 9%
en neyslan hefur einnig dregist saman um
5%. Bilið milli framleiðslu og neyslu hefur
verið brúað með auknum innflutningi. Á
hinn bóginn hefur svfnakjötsframleiðsla
aukist um 20%, sem samsvarar 203 þús-
und tonnum árið 2005. Innanlandsneysla á
svínakjöti hefur fallið um 11 þúsund tonn
en útflutningur hefur fimmfaldast og er nú
meira en 40 þúsund tonn á ári.
Mynd 1. Verð til framleiðenda á nokkrum vörum fyrir og
eftir inngöngu Finnlands í Evrópusambandið.
Nautakjöt Svinakjöt Kjúklingar
Mynd 2. Heildarrekstrarniðurstaða finnskra búa fyrir og
eftir inngöngu Finnlands í Evrópusambandið. Árið 2005
sýnir stöðuna samkvæmt nýjustu tölum.
4
FREYR 09 2006