Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2006, Side 8

Freyr - 01.09.2006, Side 8
NÝJA FJÓSIÐ MJALTAÞJÓNNINN Finnurviðurkennirað það hafi helst verið nýj- ungagirni sem réð því að Káranesbúið kaus að kaupa mjaltaþjón I nýja fjósið. „í þessari tækni eru ýmis atriði sem við teljum mjög mikilvæg gagnvart kúnni. Þjónninn mjólkar í raun og veru hvern spena sjálfstætt. Þegar búið er úr einum spena hættir mjaltaþjónn- inn með þann spena. Ég er hræddur um að einn maður í stórum mjaltabás geti ekki sinnt þessum þætti með sama hætti. Við veltum þessu lengi fyrir okkur, bæði kostum og göllum. Þegar við fórum að reikna dæm- ið til enda kom í Ijós að kostnaðarmunurinn við það að byggja mjaltagryfju með öllu og kaupa mjaltaþjón var ekki eins mikill og maður hefði getað ímyndað sér, eða um tvær milljónir. Ef við hefðum tekið gryfjuna hefði húsið þurft að vera á bilinu 50-70 fer- metrum stærra. Uppsetning á mjaltagryfju tekur einnig töluverðan tíma og það kostar líka peninga. Þetta hús er byggt utan um einn mjaltaþjón og fjöldi gripa og stærð hússins miðast við það," segir Finnur. SLEGIÐ JAFNÓÐUM í KÝRNAR Túnstærðin í Káranesi var um 30 hektarar þegar Káranes ehf. tók við búinu en jörðin sjálf er rúmlega 100 ha. Sáð var í u.þ.b. 23 ha af nýju landi í vor og auk þess var bætt við u.þ.b. 6 ha spildu með „haustsáningu" í lok júlí. Engin kornrækt er á jörðinni en Finnur útilokar það ekki í framtíðinni. „Við þurfum að fá hálm og það væri þá helst til þeirra nota sem við færum út í kornrækt. Við erum með rýgresi en ég slæ það beint í kýrnar. Tek upp í sjálfhleðsluvagn á hverjum degi og gef það ferskt. Þessi aðferð virkar mjög vel og get ég hiklaust mælt með henni." Af ýmsum ástæðum og meðal annars vegna framkvæmda hafa kýrnar ekki verið settar út í sumar en þær fengu að viðra sig nokkra daga í september. Kvígurnar ganga lausar eins á fyrr sagði og er það ágætis þjálfun fyrir það sem koma skal. „Við getum ekki notað útiveruna sem leið til að fóðra kýrnar en þær fá fulla fóðrun inni við allt árið um kring. Við hugsum þetta fyrst og fremst sem hreyfingu og tækifæri fyrir þær til þess að viðra sig," segir Finnur Pétursson bóndi í Káranesi. í haugkjallaranum er rafknúin hræra (nk. skrúfa) með sjálfvirka tímastillingu sem hringdælir daglega í kjallaranum og heldur þannig mykjunni upphrærðri sem lágmarkar gasmyndun. Úr haugkjallaranum er mykj- unni dælt með rafknúinni mykjudælu út í stóran mykjupoka. Ljósm. Finnur Pétursson Vel gekk að reisa stálgrindina en fjórir Flollendingar frá framleiðenda hússins komu til landsins og unnu verkið í samvinnu við kaupendur. Ljósm. Finnur Pétursson / k íl—í OddkýT £ íl 9 : 1 í Byggingarlýsing Stærð hússins: L x B = 33,5 x 29 m. Flatarmál = 972 m2. Vegghæð = 2,8 m. Þakhalli = 20°. Húsið er stálgrindarhús með úretaneiningum á þaki og veggjum. Á báðum göflum eru 2 m breið og 7m há gluggaútskot til að setja svip á útlit hússins og veita inn birtu. Mjólkurhús, vélarými, inngangur og aðstaða er aðskilið frá griparými með steyptum veggjum og ofan á millilofti er gert ráð fyrir skrifstofu, kaffistofu og útsýnisaðstöðu yfir allt fjósið. 66 básar fyrir mjólkandi kýr og 9 fyrir geldkýr, samtals 75 kýr. Báslengd við vegg 2,4 m, bás á móti bás 2,2 m, breidd 1,1 m. Tvær sjúkrastíur, stærð 3,0 x 3,0 m. 2 básar í frátökustíu, fyrir yxna kýr og/eða kýr í meðhöndlun. 18 básarfyrir kvígur 18-24 mán. Báslengd 2,2 m, breidd 1,0 m. 24 básar fyrir kvígur 9-18 mán. Báslengd 1,8 m, breidd 85 cm. 18 básarfyrir kvígur 3-9 mán. Báslengd 1,8 m, breidd 69 cm. Hálmstía fyrir kvígur 0-3 mán. Stærð u.þ.b. 15 m2. Kýr og stærri kvígur eru fóðraðar með Weelink-fóðurkerfum. 8 FREYR 09 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.