Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2006, Qupperneq 9

Freyr - 01.09.2006, Qupperneq 9
FÓÐUR Kaup og sala heys Þegar hey er keypt eða selt er að ýmsu að hyggja. Þrennt er þó mikilvægt að hafa í huga þegar hugað er að heyviðskiptum: 1. Gæði heysins sem verslað er með. 2. Heymagn (þeim einingum sem um ræðir. 3. Verð heysins á hverja einingu, kíló þurr- efnis eða fóðureiningu. Gæði heysins ákvarðast af efnainnihaldi þess og lystugleika. Gæðahey á að vera laust við myglu, ryk, mengun og óæskilega gerjun. Efnainnihaldið er hægt að mæla með því að taka heysýni og í niðurstöðun- um kemur orkugildið (fóðureiningar), pró- teininnihaldið og steinefnainnihaldið í Ijós. Menn skyldu ekki kaupa hey sem ekki fylgir efnagreining. Miklu máli skiptir til hvaða nota heyið er. Sé um að ræða hrossahey er æskilegt að það sé trénisríkt og ekki of próteinríkt og því hentar síðslegið vallarfox- gras best sem hrossahey. Fyrir nautgripi og sauðfé ráðast gæðin af fóðrunarvirði þess en það er margfeldi átgetu og orkugildis og segir til um hversu margar fóðureiningar gripur innbyrðir af viðkomandi fóðri. Langmest er selt af heyi f rúllum eða ferböggum. Eitthvað er um að hey sé selt þurrt í smáböggum en það eru vissulega hentugar einingar fyrir hestafólk í þéttbýli. Oft er erfitt að meta heymagnið í rúllum og ferböggum. Magnið stjórnast af þáttum á borð við stærð eininga, þurrefni heysins og þjöppun þess í bagganum. Best er að vita þyngd einingarinnar og þurrefni heysins en þá er hægt að reikna nákvæmlega fjölda þurrefniskílóa í bagganum. Erfiðast er að áætla verð heysins. Hey sem gengur kaupum og sölum lýtur lögmál- um markaðarins og því er erfitt að gefa út viðmiðunarverð á það. Ráðunautar Búgarðs hafa áætlað fóðurkostnað um 60 búa á Norðausturlandi síðustu ár. Þar kemur f Ijós að meðalkostnaður við framleiðslu á hvert þurrefniskíló af heyi liggur nærri 15 kr. sé tekið tillit til áætlaðs launakostnaðar við framleiðsluna. Þar af er breytilegur kostn- aður um helmingur. Miðað við þetta gæti framleiðslukostnaður á hverja rúllu legið á bilinu 3.000-7.000 kr. Eftir Ingvar Björnsson, ráðunaut hjá Búgarði 1,2 m Þvermál rúllu 1,4 m 1,6 m Rúmmál 1,4 m3 1,9 m3 2,4 m3 Þurrefni á hverja rúllu, þurrt 280 kg 380 kg 480 kg Kostnaður, kr. á rúllu 4.200 5.700 7.200 Þurrefni á hverja rúllu, blautt 210 kg 285 kg 360 kg Kostnaður, kr. á rúllu 3.150 4.275 5.400 Forsendur Rúllur 1,2 m á lengd Algengt kostnaðarverð á heyi 15 kr./kg þurrefnis Rúmþyngd 150 kg þurrefni/rúmmetra I blautu heyi Rúmþyngd 200 kg þurrefni/rúmmetra í þurru heyi (allt að 250 kg/m3 I ferböggum) FREYR 09 2006 9

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.