Freyr - 01.09.2006, Qupperneq 10
NÝSKÖPUN
íslensk sérkenni eru
söluvara framtíðarinnar
Farmers Market hannar, framleiðir og selur vörur úr ull
Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Páls-
son reka fyrirtækið Farmers Market
sem sérhæfir sig í þróun og mark-
aðssetningu á vörum úr íslenskri ull
og öðrum náttúruefnum. Fyrirtækið
er aðeins um ársgamalt en hefur
þegar náð hylli hérlendis og stefnir
ótrautt á erlenda markaði. Jóel og
Bergþóra leggja þó áherslu á að
góðir hlutir gerist hægt en áætlanir
þeirra byggjast á að selja hágæða
vörur fyrir kröfuharða neytendur.
[ rúmgóðu húsnæði við Eyjarslóð í Reykjavík
hafa þau hjónin aðsetur með fyrirtæki sitt.
Jóel starfar einnig sem tónlistarmaður og
hefur innréttað hljóðver og æfingaaðstöðu
á sama stað. Bergþóra er menntaður text-
ílhönnuður og hefur unnið sem slíkur um
árabil, m.a. hjá 66°Norður. Verkaskiptingin
hjá Farmers Market er með þeim hætti að
Bergþóra hannar, teiknar og prjónar frum-
gerðir á meðan Jóel sér um það sem snýr að
rekstrinum. En hvað skyldi hafa rekið þau
f að stofna fyrirtæki sem hefur það höfuð-
markmið að nýta íslensku ullina?
„Hugmyndin hefur veriðað gerjast í nokk-
ur ár. Það er okkar skoðun að íslendingar
eigi að halda í sérkenni sín og markaðssetja
sínar vörur með tilliti til þeirra. Heimurinn
er að þjappast saman og alþjóðavæðing-
in á allra vörum. Allir eru að elta alla og í
svoleiðis heimi er gott að missa ekki sjónar
á sinni arfleið. Við búum í ungu landi og
erum í raun nýflutt á mölina. Öll erum við
skyld - þurfum ekki að fara lengra aftur en
að siðaskiptum til að finna sameiginlega
forfeður okkar. Okkur langar til að koma
þessu til skila í gegnum ullina. Við íslending-
ar höfum sérstöðu þegar kemur að þeim
hráefnum sem landið býður upp á. Eitt af
þeim er íslenska ullin en við sjáum ótvíræð
sóknarfæri í hönnun og framsetningu á ull-
arvörum," segir Jóel.
VIÐSKIPTAÁÆTLUN OG
UNDIRBÚNINGUR
Farmers Market má skilgreina sem sprota-
fyrirtæki, þ.e. fyrirtæki sem er að koma
undir sig fótunum og byggist á vel mótaðri
viðskiptahugmynd. Jóel segir að reksturinn
hafi gengið vel hingað til og allar áætlanir
■sm
íf 1' Ifl
r v S 1 / /1 111
!* W ***" * r 11 V if* /
Bergþóra Guðnadóttir og Jóei Pálsson reka í sameiningu fyrirtaekið Farmers Market
sem hannar, framleiðir og selur vörur úr íslenskri ull.
staðist. Það muni þó koma betur í Ijós þegar
tímar líða hvernig reksturinn þróist.
„Við gerðum áætlun til 3-5 ára og lásum
okkur til um stofnun og rekstur fyrirtækja.
Við fengum ýmis ráð frá reyndari mönnum
sem kom sér mjög vel. Það er kostnaðar-
samt að setja upp fyrirtæki og við veltum
hverri einustu krónu fyrir okkur. Við höldum
uppi lager hér heima og það er í raun mesta
áhættan. Við þurfum að finna lagerstöðu
sem hentar eftirspurninni. Fyrirframpantanir
tíðkast í þessum bransa og við treystum á
að svo verði í framtíðinni," segir Jóel.
GÆÐIN í FYRSTA SÆTI
Bergþóra bendir á að til þess að halda sér-
stöðunni þurfi þau alltaf að huga að gæðun-
um. „Við látum ekki vörur frá okkur nema
10
FREYR 09 2006