Freyr - 01.09.2006, Qupperneq 11
NÝSKÖPUN
við séum ánægð með
þær og viljum ganga í
þeim sjálf. Fyrirtækið
leggur höfuðáherslu á
gæði og að framleiða
vandaða hönnun. Það
sem einkennir okkar
vörur er að peysurn-
ar eru margar hverjar
mjög léttar og þunnar og það kunna við-
skiptavinirnir að meta. Þetta eru flíkur sem
henta við öll tækifæri."
[ starfinu hjá 66°Norður hef-
ur Bergþóra mikið unnið með
flísefni og önnur gerviefni.
Hún fullyrðir að ullin hafi
marga eiginleika sem eru
einstakir fram yfir önnur
efni. „Þegar maður hefur
unnið mikið með gervi-
efnin, s.s. flís og vatns-
held efni, sér maður
hvað íslenska ullin er
frábær. Hún hefur í
raun alla kosti sem
hin efnin hafa, hún
hrindir frá sér vatni
og hefur gott ein-
angrunargildi."
FRAMLEIÐSLU-
FERILLINN ER í
SMÍÐUM
Farmers Market er (
góðu samstarfi við
ístex sem selur fyrir-
tækinu ullina. Nú er
reksturinn kominn á
það stig að tryggja
þarf framleiðsluget-
una. Það getur reynst
afdrifaríkt að geta ekki
uppfyllt kröfur verslana
um afhendingu.
„Við erum að reyna
að finna út bestu fram-
leiðslulausnina svo við get-
um stækkað og brugðist
við pöntunum. Farmers
Market er með framleiðslu hér heima og
erlendis. Sumt er prjónað í höndunum og
annað í vélum. Það er langþægilegast að
úthýsa framleiðslunni, t.d. til prjónastofa
sem bera þá áþyrgð á framleiðslunni. Aðal-
atriðið er að framleiðsluferillinn sé ekki mjög
langur og gæðin í fullkomnu lagi. Við viljum
geta afhent vörur á tilsettum tíma og það
er aðalmálið. Stefnan er sett á að vera með
framleiðsluna í þremur löndum. Nú þegar
erum við komin með nokkra aðila sem vilja
selja vöruna fyrir okkur erlendis en það
stendur í raun á framleiðslunni. Aðalógnin
er í raun og veru að geta ekki afhent vörur á
tilsettum tíma," segir Jóel.
Ullarpeysa sem kemur úr smiðju Bergþóru
sem er menntaður textílhönnuður.
Vöruheitin sækir hún til íslenskra sveitabæja
en þessi peysa ber nafnið Reykjahlíð. Dæmi
um önnur nöfn eru Fell, Háls og Hraun.
MARKMIÐIÐ AÐ GERA FARMERS
MARKET AÐ ARÐBÆRU FYRIRTÆKI
Jóel og Bergþóra lögðu sjálf fram eigið fé
við stofnun Farmers Market og eiga húsnæð-
ið sjálf. Auk þess hafa þau fengið liðsinni
frá Framleiðnisjóði sem veitti styrk vegna
markaðssetningar. „Við reynum að gera
þetta skynsamlega og höfum fylgst með öðr-
um fyrirtækjum í svipuðum geira sem hafa
markaðssett fatnað erlendis. Við fórum ekki
af stað með þetta til að treysta á styrki héð-
an og þaðan. Markmiðið er að gera þetta
að arðbæru fyrirtæki
þegarframlíðastund-
ir en vissulega hjálpar
og flýtir fyrir að fá
aðstoð. Það er mjög
auðvelt að fara fram
úr sér í svona rekstri.
Við reynum að halda
okkur á jörðinni og missa ekki sjónar á mark-
miðum okkar," segir Jóel.
VAXTARMOGULEIKAR
FELAST í ÚTFLUTNINGI
Bergþóra segir að næsta ár
hjá Farmers Market fari í að
fóta sig í útflutningnum.
„Við viljum gera þetta
hægt og læra jafnóðum
á þetta. Við sjáum ekki
fyrir okkur einhverja
kjörstærð á fyrirtækinu
en erum viðbúin því
að það geti þróast í
allar áttir. Núna eru
vörur Farmers Mark-
et á boðstólum í ýms-
um verslunum hér
heima. Við seljum á
þremur ólíkum stöð-
um í miðbænum og
það hefur gengið
vel hingað til. Síðan
erum við með vörur í
Leifsstöð og á ferða-
mannastaðnum við
Geysi í Haukadal."
Nýtið þið teng-
ingu við íslenskar
sveitir í markaðs-
setningunni?
„Nafnið gefur til
kynna að við viljum
tengja okkur við
sveitirnar. Við erum
nálægt upprunanum
og viljum undirstrika
það. Það er okkar trú
að menn kunni að
meta þessar áherslur okk-
ar. (sland hefur alla burði til þess að kynna
landið sem hreint og heilbrigt land í fram-
tíðinni. (slendingar eru með öll spil á hendi.
Það myndi auðvelda margt ef það væri
einhver stefna í gangi hjá stjórnvöldum,
t.d. hvað varðar umhverfisvernd. Landið
hefur svo mikið að bjóða og við höfum alla
burði til þess að standa okkur vel á alþjóða-
vettvangi. Við þurfum að nýta hugvitið i
meira mæli og það hráefni sem við höfum
- náttúrulegt hráefni. Við getum unnið með
ímynd íslensks landbúnaðar á fleiri sviðum
en hvernig við gerum það kemur í Ijós,"
segja Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson
hjá Farmers Market.
FREYR 09 2006