Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Síða 16

Freyr - 01.09.2006, Síða 16
SAUÐFJÁRRÆKT Atriði úr kjötmati sláturlamba úr fjárræktarfélögunum haustið 2005 IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum íslands Fyrir því er hefð að fjalla um nokkur atriði sem lesa má úr niðurstöðum kjötmatsins fyrir sláturlömb í fjárræktarfélögunum á hverju ári. í þessari grein eru birtar niðurstöð- ur fyrir haustið 2005. talsvert fituminni að teknu tilliti til þunga þeirra. Þessar niðurstöður leiða til þess að hlutfallið milli matsins fyrir gerð og fitu er nú hagstæðara en nokkru sinni fyrr eða 118, en þetta hlutfall hefur nokkuð verið notað sem heildargæðaeinkunn fyrir kjöt- matsniðurstöðurnar. Ástæða er til að nefna að fallþungatölur þær sem unnið er með í uppgjöri fjárræktarfélaganna er blautvigt fallanna, þó að þurrvigt sé nú notuð hjá flestum sláturhúsanna. Að teknu tilliti til þunga er fitumatið haustið 2005 nokkru hagstæðara en áður. Hagstæðasta fitumatið í einstökum sýslum er í Norður-Múlasýslu þar sem meðaltalið er 6,08 sem er talsvert lægra en árið áður. TIL UPPRIFJUNAR I upphafi er rétt að rifja upp umbreytingu kjötmatsins í tölulega skalann sem notað- ur er í þessari grein þó að margir lesendur þekki vel. Á eftirfarandi yfirliti má sjá að sem lægst gildi er æskilegt fyrir fitumatið en sem hæst fyrir gerð. Fituflokkur Tölugildi Gerðarflokkun 1 2 P 2 5 0 3- 7 3 8 R 3+ 9 4 11 U 5 14 E I töflu 1 er gefið yfirlit yfir niðurstöður úr matinu fyrir einstakar sýslur, auk þess sem landsmeðaltal fyrir félögin kemur þar fram ásamt samanburði landsmeðaltalanna frá því að EUROP-matið var tekið upp árið 1998. FITUMINNI LÖMB Niðurstöðurnar haustið 2005 eru glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Meðaltal fyrir gerð er 7,93 og nálgast nú óðfluga að verða R- flokkur að jafnaði í gerð og hefur hækkað um 0,2 tölulegar einingar frá fyrra ári. Þrátt fyrir að meðalfallþungi lambanna haustið 2005 sé 0,36 kg meiri en haustið 2004 er fituflokkun að jafnaði nákvæmlega sú sama eða 6,71 bæði árin. Allir þekkja að eðlilegt er að fita fallanna aukist með auknum þunga þeirra og þannig hefði þessi aukni fallþungi að lágmarki átt að leiða til hækk- unar á meðaltali fituflokkunar um 0,05 hefði fitusöfnun lambanna verið lík bæði árin. Lömbin hafa því haustið 2005 verið Tafla 1. Meðaltal úr kjötmati í fjárræktarfélögunum haustið 2005 í einstökum sýslum Sýsla Fjöldi Meðalfallþungi Gerð Fita Hlutfall Kjósarsýsla 1.730 15,5 7,55 7,03 107 Borgarfjarðarsýsla 15.064 15,9 7,90 6,99 113 Mýrasýsla 16.143 15,9 7,79 6,90 113 Snæfellsnes 15.865 16,3 8,17 7,27 112 Dalasýsla 29.145 16,3 7,89 7,01 113 Barðastrandasýsla 15.018 16,4 7,74 6,58 118 Vestur-lsafjarðarsýsla 7.039 16,3 8,06 6,94 116 Norður-ísafjarðarsýsla 4.852 17,1 7,87 7,13 110 Strandasýsla 26.164 16,6 8,42 6,77 124 Vestur-Húnavatnssýsla 29.529 16,7 8,67 7,00 124 Austur-Húnavatnssýsla 31.402 15,4 7,35 6,14 120 Skagafjörður 38.571 15,8 7,94 6,66 119 Eyjafjörður 16.228 16,6 7,96 6,82 117 Suður-Þingeyjarsýsla 30.683 15,2 8,05 6,16 131 Norður-Þingeyjarsýsla 28.038 15,4 8,71 7,01 124 Norður-Múlasýsla 42.001 15,5 7,44 6,08 122 Suður-Múlasýsla 21.947 15,8 7,59 6,50 117 Austur-Skaftafellssýsla 17.747 15,6 8,20 6,76 121 Vestur-Skaftafellssýsla 27.387 15,5 7,61 6,87 111 Rangárvallasýsla 22.468 15,3 7,48 6,87 109 Árnessýsla 15.591 16,3 8,03 7,27 110 Landið allt 2005 452.612 15,9 7,93 6,71 118 2004 451.694 15,5 7,72 6,71 115 2003 356.210 15,9 7,80 6,98 112 2002 308.547 15,6 7,43 6,78 110 2001 298.921 15,7 7,29 6,64 110 2000 273.893 16,2 7,35 6,90 107 1999 254.701 15,4 6,75 6,20 109 1998 225.845 15,4 6,52 6,16 106 16 FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.