Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2006, Page 17

Freyr - 01.09.2006, Page 17
SAUÐFJÁRRÆKT Þetta er einn af örfáum stöðum á landinu þar sem fallþungi lambanna haustið 2005 er örlítið lægri en árið áður. Síðan kemur Austur-Húnavatnssýsla með 6,14 og Suð- ur-Þingeyjarsýsla með 6,16 en þetta eru þau héruð þar sem þetta mat hefur verið hagfelldast síðustu árin. Þetta eru þær sýsl- ur, áuk Rangárvallasýslu, þar sem meðalfall- þungi dilkanna er minnstur og á það sinn þátt í þessari niðurstöðu. Að teknu tilliti til fallþunga lambanna þá er greinilegt að fitu- matið í Norður-Múlasýslu er það langhag- felldasta á landinu en í slíkum samanburði eru lömbin úr Barðastrandasýslu (öðru sæti. Þar eru dilkar sem að jafnaði eru meira en kílói þyngri en í Austur-Húnavatnssýslu og Suður-Þingeyjarsýslu og með fitumat að jafnaði 6,58. Líkt og nánast alltaf hefur ver- ið er óhagstæðasta fitumatið þegar tekið er tillit til fallþunga dilkanna hjá lömbunum í Norður-Þingeyjarsýslu þó að staðan þar hafi batnað mikið á síðustu árum, meira en víðast hvar annars staðar. Eins og stundum áður eru lömbin að jafnaði feitust í Árnes- sýslu og á Snæfellsnesi. Þar er meðaltalið hið sama, 7,27. til fallþunga lambanna vegna þess að lömb- in þar eru að jafnaði heldur undir landsmeð- altali en meðaltal þeirra úr mati fyrir gerð er 8,71. Lömbin í Vestur-Húnavatnssýslu hafa meðaltalið 8,67 en þau eru jafnframt með þeim allra vænstu á landinu þannig að það skýrir yfirburði þeirra að hluta. Að teknu tilliti til fallþunga koma lömbin í Suður-Þing- eyjarsýslu og Austur-SkaftafelIssýslu næst norður-þingeysku lömbunum fyrir gerð. Hlutfall matsins fyrir gerð á móti fitumati hefur í þessu kjötmati verið notað sem viss heildareinkunn fyrir gæði, þó að hún hafi vissa vankanta eins og áður hefur verið bent á. Taflan sýnir í þessum efnum mikla aukningu í gæðum hjá sláturlömbum hér á landi á þeim árum sem liðin eru frá því að nýtt kjötmat var tekið upp. Líkt og áður er matið hagstæðast mælt á þennan hátt í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem þetta hlutfall árið 2005 er 131, sem að vísu er minni breyt- ing frá fyrra ári en í mörgum öðrum héruð- um. Strandamenn, Vestur-Húnvetningar og Norður-Þingeyingar koma næstir í slíkum samanburði með hlutfall upp á 124. MEÐALTÖL FJÁRRÆKTARFÉLAGANNA Þegar rýnt er frekar í tölurnar og skoðuð meðaltöl fyrir einstök fjárræktarfélög má lesa úr þeim mjög margt athyglisvert. Líkt og áður þá eru niðurstöður Sauðfjárræktar- félags Mývetninga um margt þær athyglis- verðustu en þar er meðaltal fyrir gerð 9,33 og fitumatið 6,38 að meðaltali eða hlutfall- ið 146. Eins og fram kemur í töflu 2 eru þar nokkur bú sem skera sig mikið úr í þessum efnum. Fallþungi þessara lamba er að vísu nokkuð undir landsmeðaltali eða 15,1 kg. Hjá Sauðfjárræktarfélagi Kirkjubólshrepps er meðaltal fyrir gerð 8,90 og fyrir fitu 6,52 eða hlutfall upp á 137 en þarna eru lömbin töluvert þyngri eða 16,6 kg að meðaltali. Nefna má tölur frá fleiri mjög stórum félög- um. Hjá Sauðfjárræktarfélagi Öxfirðinga er meðaltal fyrir gerð 8,98 og fyrir fituna 7,04 eða hlutfallið 128 og hjá Sauðfjárræktarfé- lagi Staðarhrepps í Vestur-Húnavatnssýslu eru tölurnar 8,98, 7,09 og 127. Hæsta meðaltal fyrir gerð í einstöku félagi er eins og stundum áður hjá Sauðfjárræktarfélagi Stokkseyrarhrepps eða 10,30 en þau lömb eru óhóflega feit eða með 8,37 í fitumati að jafnaði en þau eru að vísu væn eða 18,1 kg í meðalfallþunga. HÆSTA FLOKKUN Tafla 2 gefur yfirlit yfir þau bú sem höfðu hæsta meðaltal úr flokkun lambanna fyrir gerð haustið 2005 og hafa kjötmatsupp- Tafla 2 Bú í fjárræktarfélögunum haustið 2005 þar sem kjötmat var á 100 föllum eða fleirum og meðaltal fyrir gerð 10,50 eða hærra BETRI GERÐ Eins og fram hefur komið er meðaltalið á landinu á mati fyrir gerð hærra en nokkru sinni og hækkar um 0,21 á tölulega skalan- um. Þetta má ef til vill að hálfu leyti rekja til meiri fallþunga en árið áður en líklega má að lágmarki rekja helming aukningar- innar til betri gerðar lambanna við sama fallþunga en áður. Aðeins á svæðum þar sem fallþungi er minni haustið 2005 en 2004, eins og i Suður-Múlasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, er matið fyrir gerð heldur óhagstæðara. ( öllum öðrum héruðum er það betra, batnar aðeins mismikið eftir hér- uðum. Langbesta matið fyrir gerð er í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, sérstaklega að teknu tilliti Eigandi Bú Fjöldi Meðalfallþungi Gerð Fita Eyþór Pétursson Baldursheimi 228 15,0 11,16 6,29 Hjálmar og Guðlaug Bergsstöðum 672 18,2 11,03 6,95 Þóra og Sigvaldi Urriðaá 476 17,8 10,91 7,88 Reynir og Ólöf Hafnardal 479 19,3 10,79 8,05 Hjörleifur Sigurðsson Grænavatni 251 14,4 10,74 6,45 Björn og Guðbrandur Smáhömrum 314 18,3 10,70 7,55 Tryggvi Eggertsson Gröf 203 20,1 10,70 8,33 Ketill Ágústsson Brúnastöðum 176 19,2 10,69 8,81 Ragnheiður og Klemens Dýrastöðum 233 17,8 10,63 7,80 Elvar Einarsson Syðra-Skörðugili 189 18,9 10,63 7,99 Hrafnhildur Kristjánsdóttir Grænavatni 152 14,5 10,59 6,49 Sigurður og Alda Presthólum 509 17,2 10,57 7,96 Ægir Sigurgeirsson Stekkjardal 192 19,3 10,52 7,64 pREYR 09 2006 17

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.