Freyr - 01.09.2006, Side 22
FÓÐRUN
Heykögglatilraun
á Vörðubrún 2005
IEftir Þórarin Lárusson, Búnaðarsambandi Austurlands,
Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla íslands og
Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, Landbúnaðarháskóla íslands.
Eins og mörgum er kunnugt var gerð
eldistilraun með að fóðra haustgelt
hrútlömb á köggluðu og óköggluðu
heyi frá byrjun janúar 2005 og
fram undir páska, eða í 74 daga.
Fór tilraunin fram á Vörðubrún í
samvinnu við BsA og Landbúnaðar-
háskóla íslands. Tilgangur tilraunar-
innar var einkum sá að kanna áhrif
af kögglun á fóðrunarvirði heyja
mælt í eldisáhrifum á þessa gripi
og út frá því hver hugsanleg hag-
kvæmni við kögglun væri. Einnig
átti að meta mun á átgetu vegna
fínleika mölunar kögglanna.
SKIPULAG TILRAUNAR
Tilraunalömbunum var skipt í fjóra hópa V,
A, B og C og voru lömbin (V-hópnum alrúin
og slátrað við upphaf tilraunar til viðmiðun-
ar. Skrokkarnir voru vegnir, fitumældir og
frystir til nánari skoðunar við lok tilraunar.
Lömbin í hinum þrem hópunum voru rúin
að framanverðu. I hverjum hóp voru 16
lömb sem alin voru á mismunandi magni
heys eða köggla. Að meðaltali reyndust
vera 0,75 FEm og 137 g af hrápróteini í
hverju kg þurrefnis í heyfóðrinu á tilrauna-
skeiðinu. Hér fyrir neðan er skema sem sýnir
tilraunaskipulagið.
Hópur Fjöldi Meðferð og fóðrun
V 16 Viðmiðunarhópur, slátrað við upphaf tilraunar
A 16 Hey að vild
B 16 300 g hey og heykögglar að vild
C 16 300 g heykögglar og hey að vild
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Eins og sjá má á mynd 1 jókst þurrefnisát
allra þriggja hópanna á tilraunaskeiðinu
en mest í hópi B (kögglar að vild) og hafði
át B-hópslambanna aukist um 72,7% frá
upphafi til lokaviku tilraunarinnar en A- og
C-flokks um 13,8% og 19%. Taka þarf
tillit til þess að nokkur aukning verður í áti
einfaldlega vegna þess að lömbin stækka.
Meðalþurrefnisát (kögglar og hey) A-hóps á
tilraunaskeiðinu öllu var 1,239 kg/grip/dag,
B-hóps 1,652 kg/grip/dag og C-hóps 1,311
kg/grip/dag. Einnig má sjá á línuritinu veru-
legt vaxandi át, einkum hjá B-hópnum á
milli 7. og 9. viku, sem skýrist af notkun
köggla úr sama heyi með mun meiri þétt-
leika en áður. Þannig reyndist átgetuaukn-
ingin vegna kögglunarinnar (B-A%) um
63% síðustu 3 vikurnar.
Vigtun lamba og holdamat yfir tilrauna-
skeiðið fór fram við upphaf 1., 4., 7. og í lok
10. viku og ómmæling var gerð á spjaldi og
síðu við upphaf og lok tilraunar. Þungaaukn-
ingu lambanna í hópunum þremur má sjá
á línuritinu á mynd 2. Einnig var marktæk
aukning á ómvöðvaþykkt og síðufitumati
allra hópa frá upphafi til loka tilraunar en
ekki ómfituþykkt á spjaldi nema hjá einum
hóp (B).
Öll lömbin í fóðrunarhópunum voru rúin
og þeim slátrað í lok tilraunaskeiðsins. Við
slátrun var ull og mör vigtuð og fituþykkt
á síðu mæld. Að auki voru allir skrokkarnir
Mynd 1. Heykögglatilraun að Vörðubrún - Þurrefnisát
Mynd 2. Lifandi þungi, kg, 3. janúar - 16. mars
22
FREYR 09 2006