Freyr - 01.09.2006, Page 27
TÓNNINN
Tvö innlegg í kálfadauðaverkefnið
Þórarinn Lárusson, Búnaðarsambandi Austurlands
Meðalnyt árskúa og % dauðfæddra kálfa í landinu 1993-2005
4.000 4.200 4.400 4.600 4.800 5.000 5.200 5.400
Ársnyt kg
(Heimildir: Ársnyt: Skýrsluhald nautgriparæktarfélaganna.
Kálfadauði: Baldur H. Benjamínsson, Freyr 4-5, bls. 40-45, 2001 og munnleg heimild 2006.)
Á bls. 20 og 21 í síðasta tölublaði Freys
(4:102) er fjallað um nýja rannsókn á
orsökum ungkálfadauða, sem ætlað er að
standi yfir í tvö ár. í greininni er rætt við
verkefnisstjórann, Magnús B. Jónsson, og
starfsmann verkefnisins, Hjalta Viðarsson.
Fram koma sjö áhersluþættir sem taka til
orsaka kálfadauða vegna 1) umönnunar
fyrstakálfskvígna, 2) fóðrunar, einkum snef-
ilefna í geldstöðu, 3) áhrifa heyverkunar á
E-vítamín í rúlluheyi, 4) atferlis við burð,
5) skorts á ábornu seleni á tún eða 6) á
byggakra og 7) erfðaþátta. Hér verður lögð
áhersla á tvennt í þessu efni, en útfærslu-
og umræðulítið rýmisins vegna.
HIÐ FYRRA INNLEGG
Að áliti undirritaðs næðist enn betur utan
um vandamálið ef nokkur grundvallaratriði,
þótt margslungin séu, væru sett undir enn
einn sérþátt sem gæti kallast:
8. Ýmis grundvallaratriði, sem aua-
Ijósleaa hafa tekið breytingum samfara
vaxandi ungkálfadauða á síðastliðnum
árum og tengjast aukinni afurðasemi í
gegnum bætt heygæði, þróun í heyverkun,
fóðrun og gjafarlagi og þá gjarna í tengsl-
um við gjafa-, mjalta- og aðra fjósbygging-
artækni (Ætti raunar að vera forgangsþáttur
og því nr. 1).
Lítum í þessu sambandi á meðfylgjandi
mynd sem sýnir tengsl kálfadauðatilfella og
meðalársnytar skýrslufærðra kúa i landinu
á árunum 1993-2005. ( þessu sambandi er
vitnað orðrétt í Hjalta Viðarssonar í greininni
í Frey: „Það eru ákveðnar vísbendingar um
að það sé fylgni á milli aukins kálfadauða
og aukinnar nytar í kúnum." Síðan segir:
„Innan þessa verkefnis er þó ekki horft sér-
staklega til þessa þáttar." Það var og.
Víst má telja að um aðhvarfslinu myndar-
innar sé mikil dreifing á milli einstakra búa
og gripa. Þó sýnir hin háa fylgni ársmeðal-
tals þessara þátta við ríkjandi búskaparað-
stæður á umræddu tímabili að þessi nánu
tengsl ráðast ekki af tilviljun. Virðist því afar
vægt til orða tekið hjá Hjalta að tala hér ein-
ungis um vísbendingu.
Síðan er eftir þeim Magnúsi og Hjalta
haft í tilvitnaðri grein: „að á sama tíma og
vart verður við þennan ungkálfadauða eigi
sér stað mikil bylting í fjósbyggingum og
aðstöðu fyrir fyrstakálfskvígur." Þarna hefði
einnig mátt nefna líkleg áhrif frá þróun
heyverkunar og heygæða á umræddu tíma-
bili. Engu er líkara en að þessi atriði, ásamt
þróun í fóðrunartækni nútímans, breyti að
sumra áliti sjálfkrafa fóðurþörfum gripa eftir
nyt og stöðu á mjaltaskeiði, en ekki öfugt!
Áhersluþættirnir sjö í rannsóknaáætlun-
inni eru allir ágætir, svo langt sem þeir ná.
Það er hins vegar athyglisvert að þótt
þeir Magnús og Hjalti nefni flesta þá grunn-
þætti sem augsýnilega hafa breyst samfara
kálfadauðaþróuninni, og vitnað er í hér að
framan, virðast þessir þættir utangátta í
framkvæmd verkefnisins, nema þá sem ein-
hver óljós skráning innan um og saman við
suma þættina.
INNLEGG HIÐ SÍÐARA
Meira og minna vegna viðbótarþáttar-
ins, einkum margbreytileika hans, er lögð
áhersla á að para saman bú með mikinn
og lítinn kálfadauða. í viðræðu við minn
góða vin, Magnús B., um daginn, kom
fram að aðferðafræðin um pörun búa væri
ekki inni í hugmyndafræði verkefnisins.
Auðvitað er sú aðferð vandaverk og sjálf-
sagt ekki gallalaus og algjörlega vonlaus,
nema hugur fylgi máli. Að því gefnu má
telja nokkuð víst að allmörg bú finnist sem
hafa nægilega margt annað en kálfadauða
sameiginlegt til þess að hægt verði, tilrauna-
tæknilega, að tala um pör. Spurningin er
kannski helst hvort nægilega mörg slík
pör finnist yfirleitt. Að vísu kom fram hjá
Magnúsi að einhver bú, þar sem kálfadauði
væri ekki vandamál, yrðu skoðuð, þótt það
komi ekki fram í greininni, en viðmiðið er
að fá um 1000 kálfa fædda og ætla allt
að 250 dauðfædda þar af. Sagði Magnús
þennan fjölda nauðsynlegan til að geta átt
von á marktækri niðurstöðu. Gott og vel,
en þessu til viðbótar er eindregið lagt til að
bæta áðurnefndri pörun við. Þó svo að það
kosti viðbótarfé og fyrirhöfn er sannfæring
fyrir því að sú aðferðafræði fáist ríkulega
endurgreidd.
SAMANDREGIÐ YFIRLIT OG LOKAORÐ
Aðaltilgangur þessa greinarstúfs er sem sé
að benda á mikilvægi þess að
1) leggja höfuðáherslu á þá þætti sem
augljóslega hafa breyst samfara
kálfadauðavandamálinu og að
2) taka ákveðið inn í verkefnið saman-
burð búa þar sem kúm hefur, að
öðru jöfnu, best og verst gengið að
koma frá sér lifandi kálfum.
Af gefnu tilefni skal í lokin upplýst að eina
rýmið sem stóð til boða fyrir þennan pistil í
þessu tölublaði var hér i „tóninum". Enn-
fremur að með þessum orðum er eingöngu
verið að gefa tóninn en ekki að senda hann,
i hefðbundinni merkingu, inn í þann góða
og vel mannaða kór sem að þessu verkefni
stendur. Hér er lagt til að bæta vel í grunn-
tón verksins. Til að Ijúka alvarlegu málefni
á léttu nótunum og i anda samlíkingarmáls
vill undirritaður með greinarstúf þessum
endilega leggja undirstöðuröddinni, öðr-
um þassa, lið og vita hvort samhljómur
verkefniskórsins lagast ekki aðeins á næstu
misserum.
FREYR 09 2006
27