Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 6
HROSSARÆKT
hestsins. Flest þau hross sem hæstar einkunn-
ir hlutu á árinu náðu þeim árangri á lands-
mótinu. Ekki verður hér rakið hvernig sæti
skipuðust á mótinu sjálfu heldur getið þeirra
hrossa í hverjum flokki sem hæstu einkunn-
um náðu á sýningaárinu. Rétt er að geta
þess áður en lengra er haldið að sú breyting
var gerð á árinu að skipta flokki stóðhesta
sem áður hefur heitið stóðhestar 6 vetra og
eldri f tvo flokka, annars vegar stóðhesta
7 vetra og eldri og hins vegar stóðhesta 6
vetra. Meginástæða þessarar breytingar er
að við útreikninga á kynbótamati eru ekki
sömu leiðréttingarstuðlar notaðir við útreikn-
inga á þessum aldurshópum, þ.e. 6 vetra
hestar fá ívilnun upp á við vegna aldurs á
sama hátt og 4 og 5 vetra hestar.
STÓÐHESTAR 7 VETRA OG ELDRI
Hæstu einkunn stóðhesta í þessum flokki
og jafnframt hæstu einkunn sem stóðhest-
ur hefur nokkru sinni fengið hlaut Stáli
IS1998187002 frá Kjarri í Ölfusi (B: 8,26
H: 9,09 A: 8,76). Eigandi Stála er Helgi Egg-
ertsson en knapi var Daníel Jónsson. Faðir
Stála er Galsi frá Sauðárkróki, ff. Ófeigur
frá Flugumýri, fm. Gnótt frá Sauðárkróki.
Móðir Stála er Jónína frá Hala, mf. Þokki frá
Garði, mm. Blökkfrá Hofsstöðum. Stála hef-
Stáli frá Kjarri og Daníel Jónsson.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
ur lítið verið att fram í sýningum og keppni
vegna slyss sem hann varð fyrir á unga aldri
en nú kom hann fyrir almenningssjónir sem
fullskapaður alhliðagæðingur. Stáli er vel
gerður, hæstu byggingareinkunnir eru 9,0
fyrir bak/lend og samræmi og 8,5 fyrir háls/
herðar/bóga og hófa, veikleikinn í bygging-
unni er 7,0 fyrir fótagerð. Hvað hæfileikana
varðar er Stáli hreinn snillingur sem fáir
eða engir standa á sporði. Hæstu einkunnir
eru 9,5 fyrir skeið, vilja/geðslag og fegurð
í reið og 9,0 fyrir tölt. Helst mætti setja
út á að brokkið gæti verið stinnara en þar
hlaut hann 8,0. Stáli er léttbyggður hestur
með grannan og mjúkan háls og hæfileika
I besta flokki, búast má við og ekki að
ástæðulausu að hann verði með alvinsæl-
ustu stóðhestum landsins á næstu árum.
Annar ( þessum flokki varð Þokki
IS1997158430 frá Kýrholti í Skagafirði
(B: 8,14 H: 8,97 A: 8,64). Eigendur Þokka
eru Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Ágrene-
set A/S í Svíþjóð en knapi var Þorvaldur
Árni. Faðir Þokka er Sólon frá Hóli og móðir
Þörf frá Hólum. Þokki hefur góðan bygg-
ingardóm þar sem hæstu einkunnir eru
8,5 fyrir háls/herðar/bóga, bak/lend og sam-
ræmi. Prúðleikinn er sístur eða 7,0. Hvað
hæfileikana varðar er Þokki mikill snillingur
sem fer afburðafallega. Hæstu einkunnir
eru 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt,
skeið, stökk, vilja og geðslag og hægt tölt
en lægst er fet 7,0.
Þokki frá Kýrholti og Þorvaldur Árni
Þorvaldsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Þriðji varð Aðall IS1999135519 frá Nýja-
bæ í Borgarfirði (B: 8,13 H: 8,97 A: 8,64).
Eigandi Aðals er Ólöf Guðbrandsdóttir en
knapi var Þórður Þorgeirsson. Faðir Aðals
er Adam frá Meðalfelli en móðir Furða frá
Nýjabæ. Geta má þess að Aðall er eini hátt
dæmdi stóðhesturinn undan þeim fallna
gæðingi Adam frá Meðalfelli og er verð-
mæti hans að þvi leyti töluvert en fleira kem-
ur til. Aðall er með góðan byggingardóm
þar sem hæst ber 8,5 fyrir höfuð, bak/lend,
hófa og prúðleika, engin einkunn bygging-
ar er lág en lægst er einkunn fyrir réttleika
7,5. Aðall er rýmisgarpur á öllum gangi þar
sem hæstu einkunnir eru 9,5 fyrir skeið
og vilja/geðslag og 9,0 fyrir tölt og brokk,
lægst er 7,0 fyrir fet. Aukastafir skildu að
röð Þokka og Aðals i þessari upptalningu.
Aðall frá Nýjabæ og Þórður Þorgeirsson.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
STÓÐHESTAR 6 VETRA
Efstur á árinu í þessum flokki varð
Eldjárn IS2000184814 frá Tjaldhólum í
Hvolhreppi (B: 8,09 H: 8,85 A: 8,55). Eig-
andi Eldjárns er Guðjón Steinarsson en knapi
Guðmundur Björgvinsson. Faðir Eldjárns er
Hugi frá Hafsteinsstöðum, ff. Hrafn frá Holts-
múla, fm. Sýn frá Hafsteinsstöðum, móðir
Eldjárns er Hera frá Jaðri, mf. Hervar frá
Sauðárkróki, mm. Litla-Kolla frá Jaðri. Eldjárn
hefur prýðilegan byggingardóm, hæst er 8,5
fyrir bak/lend, réttleika, hófa og prúðleika
en slakast 7,0 fyrir höfuð. Eldjárn er frábær
gæðingur, að vísu skeiðlaus en í fremstu röð
klárhesta. Hæstu einkunnir eru 10,0 fyrir
vilja/geðslag og 9,5 fyrir tölt, brokk og feg-
urð í reið, engin einkunn er undir 8,0 nema
skeiðeinkunnin 5,0. Eldjárn er frábærlega
rúmur og fasmikill og hefur alla burði til að
verða vinsæll til notkunar á næstu árum.
Eldjárn frá Tjaldhólum og Guðmundur
Björgvinsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Annar í þessum flokki varð Fursti
IS2000186002 frá Stóra-Hofi á Rangár-
vöilum (B: 8,09 H: 8,78 A: 8,51). Eigandi
Fursta er Bæring Sigurbjörnsson en knapi
Daníel Jónsson. Faðir Fursta er Óður frá
Brún en móðir Hnota frá Stóra-Hofi. Þess
má geta að Hnota hlaut heiðursverðlaun
fyrir afkvæmi á landsmóti nú í sumar. Fursti
hefur góðan byggingardóm þar sem hæst
ber 8,5 fyrir höfuð, samræmi og hófa, engin
byggingareinkunn er lág en lægst er 7,5 fyrir
fótagerð og réttleika. Fursti er alhliðagengur
Fursti frá Stóra-Hofi og Daníel Jónsson.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson).
FREYR 10 2006