Freyr - 01.10.2006, Qupperneq 8
HROSSARÆKT
Annar í flokki 4 vetra stóðhesta varð Krák-
ur IS2002187812 frá Blesastöðum IA á
Skeiðum (B: 8,24 H: 8,40 A: 8,34). Eigandi
Kráks er Kráksfélagið ehf. en knapi var
Þórður Þorgeirsson. Faðir Kráks er Töfri frá
Kjartansstöðum og móðir Bryðja frá Húsa-
tóftum. Krákur er með að flestu leyti góðan
byggingardóm, hæst er 9,0 fyrir samræmi
og 8,5 fyrir háls/herðar/bóga, bak/lend og
hófa. Lægst og það sem til galla mætti telja
er 7,0 fyrir fótagerð. Krákur er úrvalstöltari,
ekki síst I Ijósi þess að hann er einungis fjög-
urra vetra gamall. Hæst ber toppeinkunnina
9,5 fyrir tölt og þá 9,0 fyrir stökk, vilja/geðs-
lag, fegurð i reið og hægt tölt. Lægst fyrir
utan skeiðleysið er 6,5 fyrir fet.
Krákur frá Blesastöðum IA og Þórður
Þorgeirsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Þriðji í þessum flokki varð Trostan
IS2002187055 frá Auðsholtshjáleigu í
Ölfusi (B: 8,00 H: 8,47 A: 8,28). Eigandi
Trostans er Gunnar Arnarson og knapi Þórð-
ur Þorgeirsson. Faðir Trostans er Orri frá
Þúfu en móðir Tign frá Enni. Trostan er með
jafnan drjúggóðan byggingardóm, hæst er
8,5 fyrir bak/lend en lægst 7,5 fyrir höfuð.
Hæfileikarnir eru jafnir og góðir, hæst er 9,0
fyrir vilja/geðslag og 8,5 fyrir tölt, skeið og
fegurð (reið, lægst er 7,0 fyrir fet.
Trostan frá Auðsholtshjáleigu og Þórður
Þorgeirsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson).
HRYSSUR 7 VETRA OG ELDRI
Efst af elstu hryssunum á árinu varð Hvíta-
Sunna IS1999257007 frá Sauðárkróki (B:
8,39 H: 8,65 A: 8,55). Eigandi Hvítu-Sunnu
er Sauðárkróks-Hestar en knapi var Sigurð-
ur V. Matthíasson. Faðir Hvítu-Sunnu er
Spegill frá Sauðárkróki, ff. Fáni frá Hafsteins-
stöðum, fm. Hervör frá Sauðárkróki. Móðir
Hvítu-Sunnu er Vaka frá Sauðárkróki, mf.
Angi frá Laugarvatni, mm. Sunna frá Sauðár-
króki. Hvíta-Sunna er með glæsilegan bygg-
ingardóm þar sem hæst er 9,0 fyrir bak/
lend og 8,5 fyrir höfuð, háls/herðar/bóga,
samræmi, hófa og prúðleika, lægst er 7,5
fyrir réttleika. Hæfileikarnir eru ekki síðri,
Hvíta-Sunna hefur mikið rými og fótaburð
á öllum gangtegundum. Hæst er 9,5 fyrir
fet og 9,0 fyrir brokk, vilja/geðslag og hægt
tölt, lægst er 8,0 fyrir stökk og hægt stökk.
Hvíta-Sunna er einkar falleg á litinn, leirljós
með hvítt fax og tagl og blesótt að auki.
Hvíta-Sunna frá Sauðárkróki og Sigurður V.
Matthíasson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Önnur í þessum flokki varð Fjörgyn
IS1997288570 frá Kjarnholtum I í Bisk-
upstungum (B: 8,13 H: 8,79 A: 8,52).
Eigandi er Guðný Höskuldsdóttir en knapi
Daníel Jónsson. Faðir Fjörgynjar er Kol-
skeggur frá Kjarnholtum I en móðir Fjöður
frá Melhóli 2. Fjörgyn er allvel byggð með
hæst 9,0 fyrir höfuð og 8,5 fyrir háls/herð-
ar/bóga og hófa, lægst er 7,5 fyrir bak/lend,
fótagerð og réttleika. Fjörgyn er mikilvirk á
öllum gangi, hæsta einkunn er 9,0 fyrir tölt,
vilja/geðslag, fegurð í reið og fet en engin
einkunn er undir 8,0. Þess er rétt að geta
að árið 2005 var Fjörgyn einnig næsthæst (
sínum árgangi hryssna.
Fjörgyn frá Kjarnholtum I og Daníel
Jónsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson).
Þriðja í elsta flokki varð Álfrún
IS1998225296 frá Reykjavík (B: 8,24 H:
8,63 A: 8,48). Eigandi Álfrúnar er Sigurður
V. Ragnarsson en knapi var Steingrímur Sig-
urðsson. Faðir Álfrúnar er Oddur frá Selfossi
en móðir Álfadís frá Kópavogi. Álfrún er
með háan byggingardóm þar sem hæst ber
8,5 fyrir höfuð, samræmi, fótagerð og rétt-
leika, engin byggingareinkun er undir 8,0.
Álfrún er afbragðs alhliðagengur gæðingur,
hæstu einkunnir eru 9,0 fyrir skeið og vilja/
geðslag og 8,5 fyrirtölt, brokk, fegurð í reið,
hægt tölt og hægt stökk. Álfrún stóð einnig
þriðja efst í sínum árgangi árið 2005.
Álfrún frá Reykjavík og Steingrímur
Sigurðsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson).
HRYSSUR6 VETRA
Efst í 6 vetra flokki hryssna á árinu varð Ösp
IS2000258308 frá Hólum í Hjaltadal (B:
8,46 H: 8,76 A: 8,64). Eigandi Aspar er Hóla-
skóli en knapi var Mette Mannseth. Faðir
Aspar er Markús fré Langholtsparti, ff. Orri
frá Þúfu, fm. Von frá Bjarnastöðum. Móðir
Aspar er Þokkabót frá Hólum, mf. Fjölnir frá
Kópavogi, mm. Þóra frá Hólum. Ösp er með
feiknaháan byggingardóm þar sem hæst
ber 9,0 fyrir samræmi og hófa og 8,5 fyrir
höfuð og háls/herðar/bóga, lægst er 7,5 fyrir
réttleika. Ösp er afbragðsgóð á öllum gangi,
viljug og fer vel, hæst fékk hún 9,0 fyrir
brokk, stökk, vilja/geðslag og fegurð í reið og
8,5 fyrir tölt, skeið, hægt tölt og hægt stökk.
Eina einkunnin undir 8,0 er 7,5 fyrir fet.
Ösp frá Hólum og Mette Mannseth.
(Ljósm. Eiríkur Jónsson)
FREYR 10 2006